Kópavogsheilsan: Notaðu brjóstvitið!

Sigga Karls, heilsuráðgjafi.
Sigga Karls, heilsuráðgjafi.

Mig langar að deila með ykkur fyrsta boðorðinu mínu í heilsuráðgjöf.

Það er ekki svo langt síðan að ég þorði að viðurkenna að ég vissi ekki hvað orðið mýta þýddi. Ég var gjörn á að þykjast vita hluti sem ég vissi ekkert um, einfaldlega af því ég hélt að ég yrði álitin eitthvað vitlaus. Nú spyr ég bara ef ég skil ekki. Skilgreiningin mín á mýtu er þannig að það er einhver kenning eða ráð sem sett hefur fram á einhverjum tímapunkti um eitthvert málefni án þess að það sé endilega satt og sannað. Til dæmis var það mýta að reykingar myndu ekki skaða manninn svo mikið og það að gefa ungabarninu sínu sykurvatn væri tilvalin leið til að róa barnið.

Ég eignaðist barn fyrir tæplega fjórum mánuðum síðan. Það var rosaleg breyting í lífi mínu. Ég var eins og ringlaður unglingur, samt alveg að nálgast þrítugt, og vissi ekki í hvorn fótinn ég átti að stíga. Af hverju? Jú, því ég hlustaði á mýturnar. Á að gefa barninu snuð eða ekki? Liggja á bakinu eða maganum? Nudda upp eða niður? Á barnið að svelta eða gefa því þurrmjólk?

Þegar ég stóð örmagna uppi með grenjandi ungabarn í fanginu kom gömul kona að mér og sagði við mig: Sigga. Notaðu brjóstvitið! Þú ein þekkir barnið þitt best. Síðan þá hætti ég að reyna ráðin og mýturnar og fór eftir mínu eigin brjóstviti. Unginn minn er í heilu lagi. Ennþá.

Mömmuheimurinn er fullur af mýtum.

Heilsuheimurinn er fullur af mýtum.

Hvað er ég að reyna koma frá mér hérna?  Hlustið á innsæið! Brjóstvitið!  Hlustið á ykkar eigin líkama. Þið þekkið hann best.

Ég ætla að skýra mál mitt með sannri dæmisögu.

Sigga, sú sama og taldi kalóríurnar í síðasta pistli var alveg að nálgast 100 kílóin. Hún var orðin eitthvað leið á ástandinu og ætlaði að tækla þetta og massa ástandið í ræmur eins og hún orðaði það. Hún fór í eróbikk tíma. Þjálfarinn var alltaf að segja henni að gera betur (hún hélt að hann væri að tala BARA við sig) svo hún reyndi svo mikið á sig að það kom blóðbragð í munninn og ældi næstum á gólfið. Daginn eftir gat hún ekki sest á klósettið fyrir harðsperrum.

Hlustaði hún á líkamann? Nei. Líkaminn sendi blóðbragð af ástæðu. Ógleðin er ekki líkamsástand sem er jákvætt. Enda mætti hún aldrei aftur í eróbikk tíma. Hún misþyrmdi líkamanum og hvað losnaði hún við mörg kíló? Engin. Henni fannst hún bara vera vonlaus. Því gafst hún upp.

Líkaminn segir okkur hvenær við göngum yfir strikið. Við verðum svöng af því líkamanum vantar næringu til að halda áfram deginum. Við finnum fyrir þreytu því líkaminn vill hlaða batteríin eða fá vítamín. Það eru hausinn og umhverfið sem ruglar okkur í ríminu.

Við getum alveg gengið Esjuna á sandölum og í ermalausum bol. En höldum við það út?

Sigga byrjaði því bara að hlaupa einn ljósastaur og labba einn. Hana langaði að hlaupa 32 ljósastaura, alla leið í Samkaup og til baka. En hún gat það ekki. Næsta dag prófaði hún að hlaupa tvo lausastaura. Það gat hún.

Henni leið vel eftir á! Ekki bara af því hún hafði hreyft sig og líffræðilega hefur það mjög góð áhrif á vellíðan. Heldur af því hún gat það sem hún ætlaði sér. Var stolt. Ánægð með afrek dagsins.

Í dag getur Sigga skokkað 32 ljósastaura. Alla leið út í Samkaup. En hún byrjaði bara á einum.

Hlustum á líkamann. Setjum raunhæf markmið svo við misþyrmum okkur ekki andlega og líkamlega.

1.      Boðorð Siggu: Hlustaðu á líkamann. Eða eins og gamla konan sagði. Notum brjóstvitið!

Kærleikur inn í daginn til ykkar í dag. 🙂

Ykkar Sigga

https://www.facebook.com/heilbrigdh

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar