Kópavogskirkja 60 ára

Kópavogskirkja er eitt af helstu kennileitum Kópavogs og margir sem þangað hafa leitað í gleði og sorg frá því kirkjan var vígð þann 16. desember árið 1962.  Hún er teiknuð af embætti þáverandi Húsameistara ríkisins. „Í upphafi bjuggu um 1000 manns í Kópavogssókn og einn prestur þjónaði,“ segir sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur í Kópavogskirkju: „Í dag er Kópavogur stærsta bæjarfélag landsins með fjórar þjóðkirkjur, átta þjónandi presta, tvo djákna og fjölmarga aðra aðila, sem koma að safnaðastarfi á ýmsan hátt og auk þess margir sjálfboðaliðar.“  

Samheldni og samhugur

Fyrst þjónaði Kópavogsöfnuður, sem stofnaður var árið 1952 ekki einungis Kópavogi heldur einnig Bústaðahverfinu en það breyttist með tilkomu Bústaðasóknar. Árið 1971 var Kópavogskirkja kirkja Kársness og Digranessafnaðar en svo breyttist það með tilkomu Digraneskirkju. „Fróðir aðilar hafa sagt mér að það hafi ríkt algjör samheldni og samhugur við að reisa kirkjuna þrátt fyrir að sumir hafi verið á öndverðu meiði í stórnmálum,“ segir Sigurður og bætir því við að þakka ber öllum þeim sem komu að með ýmsum hætti í gegnum árin en þau nöfn eru fjölmörg.

Hátíðarmessa

Sr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Kópavogskirkju kom til þjónustu við Kársnessöfnuð í ágúst síðastaliðnum. Hann segir um hátíðarhöldin vegna 60 ára afmælisins að hápunktur hátíðarhaldanna verði hátíðarmessa hafi verið 18. desember. „Biskup Íslands vísiteraði og fjöldi fólks úr sögu og samtíð safnaðarins tók þátt í messunni,“ segir Grétar. „Eftir messuna var öllum boðið í móttöku í safnaðarheimilinu. Þar heyrðum við óvænt tónlistaratriði sem kallaðist á við sögu kirkjunnar, sáum ný söguspjöld sem búið var að útbúa og einnig skoðuðum við listaverk eftir ungan listamann sem er í samtali við kirkjuglugga Gerðar Helgadóttur. Síðast en ekki síst þá ávarpaði Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns gesti og hafði orð um listaverk Kópavogskirkju.“ 

Fjölbreytt safnaðarstarf
Ásta Ágústsdóttir, djákni Kópavogskirkju segir að safnaðarstarfið sem er í boði sé bæði fjölbreytt og fjölþætt. „Nefna má reglulegt helgihald, sem stundum er með óhefbundu sniði, starf fyrir börn í 1-3 bekk, sunnudagsskóli, fermingarfræðsla og æskulýðsstarf fyrir 8. bekk,“ segir Ásta. „Kór Kópavogskirkju æfir reglulega og tekur þátt í helgihaldinu með ýmsum hætti og reglulega syngur Skólakór Kársness í barna- og fjölskylduguðsþjónustum. Fyrirbænarstundir eru vikulega, Mál dagsins hittist vikulega þar sem sungið er saman undir stjórn og undirleik og erindi flutt um ýmisleg málefni líðandi stundar en þessi starfsþáttur hefur verið með sama sniði í 20 ár. Prjónahópur hittist tvisvar í mánuði, bænahópur vikulega og um 20 sorgarhópar hafa verið starfræktir í söfnuðinu síðan árið 2011. Árlegt Kirkjuhlaup á aðventu var í byrjun desember í samvinnu við Hlaupahóp Breiðabliks. Síðasta sumar var helgiganga þar sem gengið var milli ýmissa kennileita á Kársnesinu og lögð fram mismunandi bænarefni og áfram má telja. Fjöldi sálgæsluviðtala er svo í hverri viku.“

Áhugavert og gefandi starf
Guðmundur Jóhann Jónsson hefur verið formaður sóknarnefndar Kársnessafnaðar síðastliðinn 8 ár. Hann segir hlutverk sóknarnefndar vera meðal annars að styðja við starf kirkjunnar. „Hér hafa til dæmis verið talsverð umsvif svo sem vegna viðgerða og þar hefur reynsla mín af rekstri komið sér vel,“ segir Guðmundur Jóhann og bætir því við að vel fari á því að sóknarnefnd sé skipuð fólki með styrkleika á ólíkum sviðum. „Starfið fyrir kirkjuna er áhugavert og gefandi. Ég velkist ekki heldur í vafa um mikilvægi þess. Við þurfum að halda í þau gildi sem hafa bundið samfélagið saman í gegnum tíðina. Það á við um hlutverk kirkjunnar. Hún hefur fylgt okkur í gegnum aldirnar og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samtímanum og að þarf að ganga í takt við samfélagið,“ segir Guðmundur Jóhann.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn