Á sunnudaginn, 18. maí, fer fram fyrsta þríþrautarmót ársins í Kópavogi. Kópavogsþríþrautin er sú þríþraut sem haldin hefur verið lengst, fyrst árið 1996 og óslitið frá 2006. Mótið er að þessu sinni íslandsmeistaramót í sprettþarut og telur einnig telur til stiga í stigakeppni íslands í þríþraut. Vegalengdir eru 400m sund, 10,4km hjól og 3,6km hlaup.
Gert er ráð fyrir að fjöldi keppenda verði á bilinu 120-160 en Kópavogsþríþrautin hefur síðustu ár verið sú þraut sem er vinsælust. Í fyrra var slegið aðsóknarmet þegar 110 manns skiluðu sér í mark.
Flestir af bestu þríþrautarmönnum landsins eru skráðir til leiks og verður mikið fjör á skiptisvæðinu því að þrautin er stutt og fljótustu menn eru um 36 mínútur að klára keppnina. Áhorfendur eru hvattir til að mæta í Kópavogslaug á sunnudagsmorgunn en ræst verður í 3 riðlum, þar sem 3. riðillinn er sérstakelga tileinkaður byrjendum. Hver riðill getur verið allt að 60 manns munu synda í einu á öllum 10 brautum stóru laugarinnar, og hlaupa svo niður á skiptisvæðið á Rútstúni. Þá tekur hjólið við, þar sem hjólaðir eru þrír hringir út fyrir Kársnes og framhjá sundlauginni sem endar aftur á skiptisvæði á Rútstúni. Þar verður skipt yfir í hlaupaskó og hlaupnir þrír hringir inn Kópavogsbraut, út fyrir Sunnuhlíð niður að Kópavoginum og til baka.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs mun ræsa keppnina.
1. riðll er ræstur klukkan 8:40, 2. riðill kl 9:06 og 3. riðill kl. 9:32. Gert er ráð fyrir að síðasti keppandi hafi lokið keppni klukkan 10:15. Verðlaunaafhending verður klukkan 10:30.
Fjölskyldu og unglingaþríþraut Kópavogs.
Á eftir aðalþrautinni, eða kl. 13,00 verður svo haldin fjölskyldu og ungmennaþríþraut í boði Tri.is og Þríkó. Þá er keppt í helmingi styttri vegalengdum eða 200 metra sundi, 6,4 km löngum hjólatúr og 1,4 km löngu hlaupi. Þar geta fjölskyldur
tekið sig saman og klárað þrautina í sameiningu þar sem hver fjölskyldumeðlimur tekur sinn hluta hvert. Það eru engin aldurstakmörk í þessari keppni og geta liðin td. verið afi, mamma og barn eða á þann hátt sem hentar best. Þá geta ungmenni 12-16 ára klárað alla þrautina sjálf. Ekkert þátttökugjald er í fjölskylduþrautina en vegleg verðlaun
í boði. Vegalengdir eru 200m sund, 3,6km hjól km hjól og 1,4km hlaup.
Þess ber að geta að á seinasta ári voru tvö lið sem skipuðu þrjá ættliði sem luku keppn af mikilli gleði.
Markaður og veitingar
Á meðan keppnin stendur yfir og milli þrauta verður veitingasala og markaður með notaðar og nýjar þríþrautarvörur. Þetta er kjörið tækifæri fyrir byrjendur að ná sér í það sem vantar til að stíga fyrstu skrefin í þríþraut.
Dagskrá
8:10 Tæknifundur með yfirdómara
8:40 1. Riðill ræstur
9:06.2. Riðill ræstur
9:32 3. Riðill ræstur.
10:30 Verðlaunaafhending
13:00 Ræst í fjölskylduþrautina.
Markaður og veitingasala opin frá 9:30 – 14:30