Kópavogstískan: Árshátíðarförðunin

Helga Karolína hjá CoolCos sér um Kópavogstískuna.
Helga Karolína hjá CoolCos sér um Kópavogstískuna.

Nú er tíminn þar sem árshátíðir og þorrablót eru í fullum gangi. Þá er alltaf gaman að gera sig extra sæta og fína. Mér finnst alltaf svolítið skemmtilegt að lífga upp á gráa janúar með því að bæta smá lit í augnförðunina. Hér ætla ég að sýna ykkur í nokkrum skrefum hvernig ég geri opið smokey með lit. Vonandi veitir það ykkur innblástur fyrir þorrablóts/ árshátíðar undirbúninginn.

Ég byrja á því að velja mér ljósan augnskugga sem ég ber á augnsvæðið undir augnbeinið og undir augabrúnir til að highlighta. Oftast vel ég ljósan sanseraðan lit sem gerir augun bjartari og opnari.

IMG_1148

Því næst valdi ég dökkfjólubláan augnskugga sem ég nota í skyggingu. Ég nota flatan bursta og bý mér til “línu” við augnbeinið. Passa mig að gera línuna ekki of breiða. Einnig bar ég dökka skuggann undir augað.

IMG_1149

Blöndun er alltaf mikilvægur þáttur í augnförðun til þess að fá sem fallegustu útkomuna. Ég er alltaf með einn hreinan förðunarbursta sem ég nota til að blanda. Þá fer ég yfir augnskuggann og blanda honum létt uppá við.
Ég notaði því næst plómulitaðan skugga og bar hann yfir skygginguna. Svartur augnblýantur fer í kringum augu.

IMG_1164

Að lokum er alltaf fallegt að bera á svartan fljótandi eyeliner og mikinn maskara.

IMG_1170

Munið að það er mikilvægt að vera með vel snyrtar hendur, margar sem steingleyma því. Mér finnst alltaf fallegt ef kona velur naglalakk í stíl við varalitinn eða jafnvel bara glært.

IMG_1179 IMG_1184

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér