Kópavogstískan: Árshátíðarförðunin

Helga Karolína hjá CoolCos sér um Kópavogstískuna.
Helga Karolína hjá CoolCos sér um Kópavogstískuna.

Nú er tíminn þar sem árshátíðir og þorrablót eru í fullum gangi. Þá er alltaf gaman að gera sig extra sæta og fína. Mér finnst alltaf svolítið skemmtilegt að lífga upp á gráa janúar með því að bæta smá lit í augnförðunina. Hér ætla ég að sýna ykkur í nokkrum skrefum hvernig ég geri opið smokey með lit. Vonandi veitir það ykkur innblástur fyrir þorrablóts/ árshátíðar undirbúninginn.

Ég byrja á því að velja mér ljósan augnskugga sem ég ber á augnsvæðið undir augnbeinið og undir augabrúnir til að highlighta. Oftast vel ég ljósan sanseraðan lit sem gerir augun bjartari og opnari.

IMG_1148

Því næst valdi ég dökkfjólubláan augnskugga sem ég nota í skyggingu. Ég nota flatan bursta og bý mér til “línu” við augnbeinið. Passa mig að gera línuna ekki of breiða. Einnig bar ég dökka skuggann undir augað.

IMG_1149

Blöndun er alltaf mikilvægur þáttur í augnförðun til þess að fá sem fallegustu útkomuna. Ég er alltaf með einn hreinan förðunarbursta sem ég nota til að blanda. Þá fer ég yfir augnskuggann og blanda honum létt uppá við.
Ég notaði því næst plómulitaðan skugga og bar hann yfir skygginguna. Svartur augnblýantur fer í kringum augu.

IMG_1164

Að lokum er alltaf fallegt að bera á svartan fljótandi eyeliner og mikinn maskara.

IMG_1170

Munið að það er mikilvægt að vera með vel snyrtar hendur, margar sem steingleyma því. Mér finnst alltaf fallegt ef kona velur naglalakk í stíl við varalitinn eða jafnvel bara glært.

IMG_1179 IMG_1184

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn