Kópavogstískan: Árshátíðarförðunin

Helga Karolína hjá CoolCos sér um Kópavogstískuna.
Helga Karolína hjá CoolCos sér um Kópavogstískuna.

Nú er tíminn þar sem árshátíðir og þorrablót eru í fullum gangi. Þá er alltaf gaman að gera sig extra sæta og fína. Mér finnst alltaf svolítið skemmtilegt að lífga upp á gráa janúar með því að bæta smá lit í augnförðunina. Hér ætla ég að sýna ykkur í nokkrum skrefum hvernig ég geri opið smokey með lit. Vonandi veitir það ykkur innblástur fyrir þorrablóts/ árshátíðar undirbúninginn.

Ég byrja á því að velja mér ljósan augnskugga sem ég ber á augnsvæðið undir augnbeinið og undir augabrúnir til að highlighta. Oftast vel ég ljósan sanseraðan lit sem gerir augun bjartari og opnari.

IMG_1148

Því næst valdi ég dökkfjólubláan augnskugga sem ég nota í skyggingu. Ég nota flatan bursta og bý mér til “línu” við augnbeinið. Passa mig að gera línuna ekki of breiða. Einnig bar ég dökka skuggann undir augað.

IMG_1149

Blöndun er alltaf mikilvægur þáttur í augnförðun til þess að fá sem fallegustu útkomuna. Ég er alltaf með einn hreinan förðunarbursta sem ég nota til að blanda. Þá fer ég yfir augnskuggann og blanda honum létt uppá við.
Ég notaði því næst plómulitaðan skugga og bar hann yfir skygginguna. Svartur augnblýantur fer í kringum augu.

IMG_1164

Að lokum er alltaf fallegt að bera á svartan fljótandi eyeliner og mikinn maskara.

IMG_1170

Munið að það er mikilvægt að vera með vel snyrtar hendur, margar sem steingleyma því. Mér finnst alltaf fallegt ef kona velur naglalakk í stíl við varalitinn eða jafnvel bara glært.

IMG_1179 IMG_1184

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar