Kópavogsvöllur verður eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks

Kópavogsvöllur verður alfarið heimavöllur Breiðabliks í knattspyrnu.
Kópavogsvöllur verður alfarið heimavöllur Breiðabliks í knattspyrnu.

Breiðablik tekur yfir rekstur íþróttamannvirkja við Kópavogsvöll samkvæmt samningi sem Kópavogsbær og Breiðablik hafa gert með sér. Þetta er tilkynnt á vefsíðu bæjarins, kopavogur.is.

Breiðablik hefur séð um rekstur íþróttahúss Smárans um árabil og sinnt þjónustu í knatthúsi Fífunnar en með nýjum samningi tekur félagið alfarið að sér rekstur knatthússins, rekstur stúkumannvirkis við Kópavogsvöll ásamt rekstri Smárans. Samningurinn var undirritaður í dag af þeim Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Orra Hlöðverssyni, formanni Breiðabliks fyrir hönd félagsins.

Undanfarin ár hefur Kópavogsbær átt viðræður við fjölgreina íþróttafélög í bænum, sem eru HK og Breiðablik, um þjónustu félaganna við bæjarbúa. Í október í fyrra samþykkti bæjarstjórn Kópavogs samninga við félögin og tók HK við rekstri íþróttamannvirkja í Kór um áramótin.

HK hefur nú óskað eftir heimild frá Knattspyrnusambandi Íslands þess efnis að heimaleikir félagsins í knattspyrnu fari fram í knatthúsi Kórsins. Gangi það eftir verður Kópavogsvöllur eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks og mun félagið, eins og áður segir, sjá um rekstur stúkumannvirkis á vellinum. Kópavogsbær mun sjá um rekstur og alla umhirðu og viðhald grassvæða á Kópavogsvelli.

Umræddir samningar við íþróttafélög bæjarins festa í sessi skiptingu bæjarins í þjónustusvæði, sem íþróttafélögin skuldbinda sig til að sinna. Markmiðið er að iðkendur þurfi ekki að fara lengri leið en 2 km frá heimili á æfingar íþróttafélaganna, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Screenshot-2022-02-12-at-12.06.40
Asdis
vatnsendaskoli_sumar
IMG_7565
Guðmundur Andri Thorsson.
WP_20140828_13_50_05_Pro
Ingibjörg Hinriksdóttir
2013-02-16_-_Wien_-_Demo_Gleiche_Rechte_für_alle_(Refugee-Solidaritätsdemo)_-_Refugees_are_human_beings
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir