Kópavogsvöllur verður eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks

Kópavogsvöllur verður alfarið heimavöllur Breiðabliks í knattspyrnu.
Kópavogsvöllur verður alfarið heimavöllur Breiðabliks í knattspyrnu.

Breiðablik tekur yfir rekstur íþróttamannvirkja við Kópavogsvöll samkvæmt samningi sem Kópavogsbær og Breiðablik hafa gert með sér. Þetta er tilkynnt á vefsíðu bæjarins, kopavogur.is.

Breiðablik hefur séð um rekstur íþróttahúss Smárans um árabil og sinnt þjónustu í knatthúsi Fífunnar en með nýjum samningi tekur félagið alfarið að sér rekstur knatthússins, rekstur stúkumannvirkis við Kópavogsvöll ásamt rekstri Smárans. Samningurinn var undirritaður í dag af þeim Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Orra Hlöðverssyni, formanni Breiðabliks fyrir hönd félagsins.

Undanfarin ár hefur Kópavogsbær átt viðræður við fjölgreina íþróttafélög í bænum, sem eru HK og Breiðablik, um þjónustu félaganna við bæjarbúa. Í október í fyrra samþykkti bæjarstjórn Kópavogs samninga við félögin og tók HK við rekstri íþróttamannvirkja í Kór um áramótin.

HK hefur nú óskað eftir heimild frá Knattspyrnusambandi Íslands þess efnis að heimaleikir félagsins í knattspyrnu fari fram í knatthúsi Kórsins. Gangi það eftir verður Kópavogsvöllur eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks og mun félagið, eins og áður segir, sjá um rekstur stúkumannvirkis á vellinum. Kópavogsbær mun sjá um rekstur og alla umhirðu og viðhald grassvæða á Kópavogsvelli.

Umræddir samningar við íþróttafélög bæjarins festa í sessi skiptingu bæjarins í þjónustusvæði, sem íþróttafélögin skuldbinda sig til að sinna. Markmiðið er að iðkendur þurfi ekki að fara lengri leið en 2 km frá heimili á æfingar íþróttafélaganna, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð