Kópavogsvöllur verður eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks

Kópavogsvöllur verður alfarið heimavöllur Breiðabliks í knattspyrnu.
Kópavogsvöllur verður alfarið heimavöllur Breiðabliks í knattspyrnu.

Breiðablik tekur yfir rekstur íþróttamannvirkja við Kópavogsvöll samkvæmt samningi sem Kópavogsbær og Breiðablik hafa gert með sér. Þetta er tilkynnt á vefsíðu bæjarins, kopavogur.is.

Breiðablik hefur séð um rekstur íþróttahúss Smárans um árabil og sinnt þjónustu í knatthúsi Fífunnar en með nýjum samningi tekur félagið alfarið að sér rekstur knatthússins, rekstur stúkumannvirkis við Kópavogsvöll ásamt rekstri Smárans. Samningurinn var undirritaður í dag af þeim Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Orra Hlöðverssyni, formanni Breiðabliks fyrir hönd félagsins.

Undanfarin ár hefur Kópavogsbær átt viðræður við fjölgreina íþróttafélög í bænum, sem eru HK og Breiðablik, um þjónustu félaganna við bæjarbúa. Í október í fyrra samþykkti bæjarstjórn Kópavogs samninga við félögin og tók HK við rekstri íþróttamannvirkja í Kór um áramótin.

HK hefur nú óskað eftir heimild frá Knattspyrnusambandi Íslands þess efnis að heimaleikir félagsins í knattspyrnu fari fram í knatthúsi Kórsins. Gangi það eftir verður Kópavogsvöllur eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks og mun félagið, eins og áður segir, sjá um rekstur stúkumannvirkis á vellinum. Kópavogsbær mun sjá um rekstur og alla umhirðu og viðhald grassvæða á Kópavogsvelli.

Umræddir samningar við íþróttafélög bæjarins festa í sessi skiptingu bæjarins í þjónustusvæði, sem íþróttafélögin skuldbinda sig til að sinna. Markmiðið er að iðkendur þurfi ekki að fara lengri leið en 2 km frá heimili á æfingar íþróttafélaganna, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í