Kópavogsvöllur verður eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks

Kópavogsvöllur verður alfarið heimavöllur Breiðabliks í knattspyrnu.
Kópavogsvöllur verður alfarið heimavöllur Breiðabliks í knattspyrnu.

Breiðablik tekur yfir rekstur íþróttamannvirkja við Kópavogsvöll samkvæmt samningi sem Kópavogsbær og Breiðablik hafa gert með sér. Þetta er tilkynnt á vefsíðu bæjarins, kopavogur.is.

Breiðablik hefur séð um rekstur íþróttahúss Smárans um árabil og sinnt þjónustu í knatthúsi Fífunnar en með nýjum samningi tekur félagið alfarið að sér rekstur knatthússins, rekstur stúkumannvirkis við Kópavogsvöll ásamt rekstri Smárans. Samningurinn var undirritaður í dag af þeim Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Orra Hlöðverssyni, formanni Breiðabliks fyrir hönd félagsins.

Undanfarin ár hefur Kópavogsbær átt viðræður við fjölgreina íþróttafélög í bænum, sem eru HK og Breiðablik, um þjónustu félaganna við bæjarbúa. Í október í fyrra samþykkti bæjarstjórn Kópavogs samninga við félögin og tók HK við rekstri íþróttamannvirkja í Kór um áramótin.

HK hefur nú óskað eftir heimild frá Knattspyrnusambandi Íslands þess efnis að heimaleikir félagsins í knattspyrnu fari fram í knatthúsi Kórsins. Gangi það eftir verður Kópavogsvöllur eingöngu heimaleikvangur Breiðabliks og mun félagið, eins og áður segir, sjá um rekstur stúkumannvirkis á vellinum. Kópavogsbær mun sjá um rekstur og alla umhirðu og viðhald grassvæða á Kópavogsvelli.

Umræddir samningar við íþróttafélög bæjarins festa í sessi skiptingu bæjarins í þjónustusvæði, sem íþróttafélögin skuldbinda sig til að sinna. Markmiðið er að iðkendur þurfi ekki að fara lengri leið en 2 km frá heimili á æfingar íþróttafélaganna, segir í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar