Kópavogur hafði betur í boccia-keppni.

 

boccia  Lið Kópavogsbæjar lagði lið Garðbæinga í boccia-keppni sem haldin var á föstudag í tilefni af 20 ára afmæli Gjábakka, félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi. Í liði Kópavogs voru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Rannveig Ásgeirsdóttir formaður bæjarráðs, Pétur Ólafsson bæjarfulltrúi og Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, leiddi lið Garðbæinganna en með honum voru þau Sturla Þorsteinsson,  Kári Jónsson, Margrét Björk Svavarsdóttir.

Liðin tókust á af fullri hörku og hafði Kópavogur betur eins og áður sagði. Allt var þetta þó til gamans gerst og fóru allir sáttir heim að leikslokum.

Eldri borgarar í Gjábakka stunda boccia af miklum áhuga og þótti því tilvalið að nýta hina góðu aðstöðu í Gjábakka til að efna til keppni milli Kópavogs og Garðabæjar.

kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem