Kópavogur hafði betur í boccia-keppni.

 

boccia  Lið Kópavogsbæjar lagði lið Garðbæinga í boccia-keppni sem haldin var á föstudag í tilefni af 20 ára afmæli Gjábakka, félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi. Í liði Kópavogs voru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Rannveig Ásgeirsdóttir formaður bæjarráðs, Pétur Ólafsson bæjarfulltrúi og Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, leiddi lið Garðbæinganna en með honum voru þau Sturla Þorsteinsson,  Kári Jónsson, Margrét Björk Svavarsdóttir.

Liðin tókust á af fullri hörku og hafði Kópavogur betur eins og áður sagði. Allt var þetta þó til gamans gerst og fóru allir sáttir heim að leikslokum.

Eldri borgarar í Gjábakka stunda boccia af miklum áhuga og þótti því tilvalið að nýta hina góðu aðstöðu í Gjábakka til að efna til keppni milli Kópavogs og Garðabæjar.

kopavogur.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar