Kópavogur hafði betur í boccia-keppni.

 

boccia  Lið Kópavogsbæjar lagði lið Garðbæinga í boccia-keppni sem haldin var á föstudag í tilefni af 20 ára afmæli Gjábakka, félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi. Í liði Kópavogs voru Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Rannveig Ásgeirsdóttir formaður bæjarráðs, Pétur Ólafsson bæjarfulltrúi og Ólafur Þór Gunnarsson bæjarfulltrúi.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, leiddi lið Garðbæinganna en með honum voru þau Sturla Þorsteinsson,  Kári Jónsson, Margrét Björk Svavarsdóttir.

Liðin tókust á af fullri hörku og hafði Kópavogur betur eins og áður sagði. Allt var þetta þó til gamans gerst og fóru allir sáttir heim að leikslokum.

Eldri borgarar í Gjábakka stunda boccia af miklum áhuga og þótti því tilvalið að nýta hina góðu aðstöðu í Gjábakka til að efna til keppni milli Kópavogs og Garðabæjar.

kopavogur.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér