Kópavogur í hópi sveitarfélaga sem leggja aukna áherslu á réttindi barna

Ingunn Sif Þórðardóttir nemandi í Kársnesskóla í Kópavogi tók þátt í ráðstefnunni fyrir hönd barna í Kópavogi.

Ármann Kr.Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirritaði í dag yfirlýsingu borgar- og bæjarstjóra hvaðanæva að um skuldbindingu baráttu fyrir réttindum barna. Yfirlýsingin var samþykkt á ráðstefnu UNICEF um barnvænar borgir sem fram fer í Köln. Ingunn Sif Þórðardóttir nemandi í Kársnesskóla í Kópavogi tók þátt í ráðstefnunni fyrir hönd barna í Kópavogi.

Með yfirlýsingunni skuldbinda borgir og bæir sig til að leggja áherslu á bætta líðan barna, að börnum verði tryggð jöfn tækifæri, styrkt og efld í þroska og þátttöku í samfélaginu. Þá skuldbinda þátttakendur sig til að sýna fram á árangurinn með mælanlegum hætti. 

„Hjá Kópavogsbæ vinnum við nú að innleiðingu Barnasáttmála SÞ og yfirlýsingin er í samræmi við þær áherslur sem við höfum sett í málefnum barna hjá bænum. Mælaborð barna sem við höfum þróað hjá bænum fellur svo vel að þeim markmiðum sem koma fram í yfirlýsingunni,“ segir Ármann.

Í gær hlaut Mælaborð barna verðlaun á ráðstefnunni sem framúrskarandi lausn og nýsköpun í nærumhverfi barna. Mælaborðið er þróað af Kópavogsbæ í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi.

Mælaborðinu er ætlað að safna tölfræðigögnum og greina þau. Tilgangurinn er að fá fram betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða. Markmiðið er að það verði nýtt af sveitarfélögum innanlands og utan.

Alls rituðu 40 leiðtogar borga og bæja undir yfirlýsinguna í dag, auk Kópavogs, borgarstjóri Kölnar í Þýskalandi, Madrid á Spáni, Seúl í Suður Kóreu og Montpellier í Frakklandi svo dæmi séu tekin.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

HVH-20140320-001
Meistarinn
Sjalfstaedisfelagid
lista-ogmenningarrad_2022_1_1-copy
Bæjarstjórn Kópavogs
Biðröð hjá Mæðrarstyksnefnd í Fannborg.
fannborg
Sigurbjorg-1
Frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Kópavogi