Kópavogur í hópi sveitarfélaga sem leggja aukna áherslu á réttindi barna

Ingunn Sif Þórðardóttir nemandi í Kársnesskóla í Kópavogi tók þátt í ráðstefnunni fyrir hönd barna í Kópavogi.

Ármann Kr.Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs undirritaði í dag yfirlýsingu borgar- og bæjarstjóra hvaðanæva að um skuldbindingu baráttu fyrir réttindum barna. Yfirlýsingin var samþykkt á ráðstefnu UNICEF um barnvænar borgir sem fram fer í Köln. Ingunn Sif Þórðardóttir nemandi í Kársnesskóla í Kópavogi tók þátt í ráðstefnunni fyrir hönd barna í Kópavogi.

Með yfirlýsingunni skuldbinda borgir og bæir sig til að leggja áherslu á bætta líðan barna, að börnum verði tryggð jöfn tækifæri, styrkt og efld í þroska og þátttöku í samfélaginu. Þá skuldbinda þátttakendur sig til að sýna fram á árangurinn með mælanlegum hætti. 

„Hjá Kópavogsbæ vinnum við nú að innleiðingu Barnasáttmála SÞ og yfirlýsingin er í samræmi við þær áherslur sem við höfum sett í málefnum barna hjá bænum. Mælaborð barna sem við höfum þróað hjá bænum fellur svo vel að þeim markmiðum sem koma fram í yfirlýsingunni,“ segir Ármann.

Í gær hlaut Mælaborð barna verðlaun á ráðstefnunni sem framúrskarandi lausn og nýsköpun í nærumhverfi barna. Mælaborðið er þróað af Kópavogsbæ í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi.

Mælaborðinu er ætlað að safna tölfræðigögnum og greina þau. Tilgangurinn er að fá fram betri mynd af almennri stöðu barna í samfélaginu hverju sinni og beina sjónum stjórnvalda að verkefnum sem brýnt er að takast á við og forgangsraða. Markmiðið er að það verði nýtt af sveitarfélögum innanlands og utan.

Alls rituðu 40 leiðtogar borga og bæja undir yfirlýsinguna í dag, auk Kópavogs, borgarstjóri Kölnar í Þýskalandi, Madrid á Spáni, Seúl í Suður Kóreu og Montpellier í Frakklandi svo dæmi séu tekin.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að