Kópavogur í samstarf við OECD

Kópavogsbær er kominn í samstarf við OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, í tengslum við innleiðingu bæjarfélagsins á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Fulltrúar OECD komu af því tilefni til þriggja daga vinnufundar í Kópavogi í vikunni ásamt fulltrúum frá Viken-héraði í Noregi. Viken er, ásamt Kópavogi og fimm öðrum sveitarfélögum eða landshlutum um heim allan, þátttakandi í verkefni OECD sem hefur það að markmiði að búa til samanburðarhæfar mælingar milli sveitarfélaga á alþjóðavísu sem nýtast við innleiðingu Heimsmarkmiðanna. Þá gefst þátttakendum í verkefninu færi á að deila þekkingu og reynslu af því hvernig staðið er að staðfærslu og innleiðingu Heimsmarkmiðanna.

Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar Kópavogsbæ, Stina Heikkila frá OECD, Gunn Nygard frá Viken, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Elisabeth Gerill frá Viken, Stefano Marta frá OECD, Páll Magnússon bæjarritari.

Samstarfið mun nýtast okkur við að gera árangurmælikvarða svo við getum mælt hvernig til hefur tekist í kjölfar samþykktar á heildarstefnu Kópavogsbæjar þar sem yfirmarkmiðin eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Mælikvarðarnir munu svo nýtast til að gera rekstur sveitarfélagsins og áætlanagerð alla markvissari sem síðan skilar sér í betra samfélagi fyrir alla Kópavogsbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Þá daga sem hópurinn dvaldi hér á landi fékk hann kynningu á þeim mælingum og þeirri aðferðafræði sem hefur verið lögð til grundvallar í Kópavogi. 

Þá fundaði hópurinn með fulltrúum fyrirtækja, stofnana,  félagasamtaka og ráðuneyta auk þess að haldnar voru vinnustofur með verkefnahópi innleiðingar Heimsmarkmiðanna í Kópavogi og bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í september síðastliðnum að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu Kópavogsbæjar. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Jón Finnbogason
uppsetning
saga
4-2
Kópasteinn
2013-09-15-1790
Sigurbjorg
Perlað af krafti
Kopavogur_2