Kópavogur í samstarf við OECD

Kópavogsbær er kominn í samstarf við OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, í tengslum við innleiðingu bæjarfélagsins á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Fulltrúar OECD komu af því tilefni til þriggja daga vinnufundar í Kópavogi í vikunni ásamt fulltrúum frá Viken-héraði í Noregi. Viken er, ásamt Kópavogi og fimm öðrum sveitarfélögum eða landshlutum um heim allan, þátttakandi í verkefni OECD sem hefur það að markmiði að búa til samanburðarhæfar mælingar milli sveitarfélaga á alþjóðavísu sem nýtast við innleiðingu Heimsmarkmiðanna. Þá gefst þátttakendum í verkefninu færi á að deila þekkingu og reynslu af því hvernig staðið er að staðfærslu og innleiðingu Heimsmarkmiðanna.

Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar Kópavogsbæ, Stina Heikkila frá OECD, Gunn Nygard frá Viken, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Elisabeth Gerill frá Viken, Stefano Marta frá OECD, Páll Magnússon bæjarritari.

Samstarfið mun nýtast okkur við að gera árangurmælikvarða svo við getum mælt hvernig til hefur tekist í kjölfar samþykktar á heildarstefnu Kópavogsbæjar þar sem yfirmarkmiðin eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Mælikvarðarnir munu svo nýtast til að gera rekstur sveitarfélagsins og áætlanagerð alla markvissari sem síðan skilar sér í betra samfélagi fyrir alla Kópavogsbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Þá daga sem hópurinn dvaldi hér á landi fékk hann kynningu á þeim mælingum og þeirri aðferðafræði sem hefur verið lögð til grundvallar í Kópavogi. 

Þá fundaði hópurinn með fulltrúum fyrirtækja, stofnana,  félagasamtaka og ráðuneyta auk þess að haldnar voru vinnustofur með verkefnahópi innleiðingar Heimsmarkmiðanna í Kópavogi og bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í september síðastliðnum að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu Kópavogsbæjar. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að