Kópavogur í samstarf við OECD

Kópavogsbær er kominn í samstarf við OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, í tengslum við innleiðingu bæjarfélagsins á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Fulltrúar OECD komu af því tilefni til þriggja daga vinnufundar í Kópavogi í vikunni ásamt fulltrúum frá Viken-héraði í Noregi. Viken er, ásamt Kópavogi og fimm öðrum sveitarfélögum eða landshlutum um heim allan, þátttakandi í verkefni OECD sem hefur það að markmiði að búa til samanburðarhæfar mælingar milli sveitarfélaga á alþjóðavísu sem nýtast við innleiðingu Heimsmarkmiðanna. Þá gefst þátttakendum í verkefninu færi á að deila þekkingu og reynslu af því hvernig staðið er að staðfærslu og innleiðingu Heimsmarkmiðanna.

Auður Finnbogadóttir verkefnastjóri stefnumótunar Kópavogsbæ, Stina Heikkila frá OECD, Gunn Nygard frá Viken, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Elisabeth Gerill frá Viken, Stefano Marta frá OECD, Páll Magnússon bæjarritari.

Samstarfið mun nýtast okkur við að gera árangurmælikvarða svo við getum mælt hvernig til hefur tekist í kjölfar samþykktar á heildarstefnu Kópavogsbæjar þar sem yfirmarkmiðin eru Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Mælikvarðarnir munu svo nýtast til að gera rekstur sveitarfélagsins og áætlanagerð alla markvissari sem síðan skilar sér í betra samfélagi fyrir alla Kópavogsbúa,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

Þá daga sem hópurinn dvaldi hér á landi fékk hann kynningu á þeim mælingum og þeirri aðferðafræði sem hefur verið lögð til grundvallar í Kópavogi. 

Þá fundaði hópurinn með fulltrúum fyrirtækja, stofnana,  félagasamtaka og ráðuneyta auk þess að haldnar voru vinnustofur með verkefnahópi innleiðingar Heimsmarkmiðanna í Kópavogi og bæjarfulltrúum Kópavogsbæjar.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í september síðastliðnum að innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun í stefnu Kópavogsbæjar. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn