Kópavogur og kúrekar norðursins

Ég er Kópavogsbúi og hef verið það, já ég segi það satt, alla ævi. Ég get státað af því að muna eftir holóttum götum, hatrömmum ríg  á milli vesturbæjar og austurbæjar, lærði að synda í 12 metra sundlaug (nánast bara spyrnt frá bakkanum og yfir) reyndi að ílengjast í lauginni þegar tímamörk voru um hversu lengi mátti vera ofan í, sundlaugagestir voru merktir með litaarmböndum, „gulir upp úr núna“, „rauðir upp úr núna“, UBK og ÍK voru liðin , seinna kom svo HK, fékk ekki leikskólavist þar sem að mamma var hvort sem er heima og átti því að hugsa um sinn krakka sjálf, skóladagurinn var raunverulega allan daginn með tilheyrandi „eyðum“, aðalfélagsmiðstöðin var skiptistöðin í Hamraborg og það þótti töff að reykja og hanga úti á kvöldin. Siðan hafa liðið mörg ár og breytingarnar margar og miklar, sem betur fer.

Mér var hugsað um þetta þegar ég hitti „innfæddan“ Kópavogsbúa um daginn sem deildi þessum minningum. Við höfum oft reynt að átta okkur á af hverju Kópavogi hefur gengið illa að skapa þennan bæjarbrag, eða stemmningu sem önnur bæjarfélög geta svolítið montað sig af. Ég lít svo á að við séum eins og Norður Ameríka á tímum landnáms. Fólk flyktist til Ameríku til að nema land og setja saman nýtt samfélag, allra þjóða kvikindi voru mætt til að freista gæfunnar. Það tók smá tíma og eitt stykki borgarastyrjöld en að lokum varð til stórkostleg þjóð. Það má segja á köflum hafi Kópavogur einnig verið eins og villta vestrið á sínum tíma, mikill og hraður uppgangur og hávaðasöm pólitísk átök.

Ég hugsa að þær kynslóðir sem nú eru að og hafa verið að komast til manns verði það fólk sem fyllir fótboltaleikina og lemur sér á brjóst og eru hinir nýju „orginal“ Kópavogsbúar. Þetta eru afkomendur þeirra sem hafa flykst hér í bæinn undanfarin 20 ár vegna þess að Kópavogur brást við þeirri húsnæðisþörf sem var og er enn til staðar.

Við erum hvergi nærri hætt. Framundan eru stór verkefni á vegum skipulagsnefndar er lúta að því að fjölga enn í hópi ánægðra Kópavogsbúa. Hér má nefna að Glaðheimasvæðið verður brátt auglýst til úthlutunar og Smárasvæðið er á réttri leið og verður spennandi valkostur fyrir þá sem vilja búa nálægt verslun og þjónustu. Það liggur þó í aug-um uppi að ákjósanlegt væri að tengja þessi tvö svæði enn frekar saman með því að setja t.d. Reykjanesbrautina í stokk. Kársnesið verður endurskipulagt sem og vonandi verður einhverntímann sanngjörn lausn í boði fyrir alla málsaðila á Vatnsendasvæðinu.

Það gefur að skilja að Kópavogsbúum mun fjölga og þær kynslóðir sem rifja upp minningar um uppvaxtarárin sín í Kópavogi munu tengja þær við góða þjónustu og aðstöðu í bæ sem hefur upp á allt það besta að bjóða fyrir sína íbúa. Bestu skólana, góða félagslega þjónustu og glæsilega aðstöðu til íþrótta og frístunda. Minningar minnar kynslóðar verða eins og hver önnur lygasaga sem sett verður í bækur Sögufélags Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér