Kópavogur opnar bókhaldið

Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs, Atli Sævar Guðmundsson og Ægir Már Jónsson sem unnu bókhaldsvefinn í meistarnámi við Háskólann í Reykjavík og Hallgrímur Arnalds frá Háskólanum í Reykjavík.
Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs, Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs, Atli Sævar Guðmundsson og Ægir Már Jónsson sem unnu bókhaldsvefinn í meistarnámi við Háskólann í Reykjavík og Hallgrímur Arnalds frá Háskólanum í Reykjavík.

Kópavogsbær hefur opnað bókhald bæjarins með aðgengilegri veflausn á vefsíðu bæjarins. Þar er að finna upplýsingar um færslur ársins 2014, 2015 og fyrstu 6 mánuði ársins 2016. Kópavogsbær er fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi sem opnar bókhald sitt með þessum hætti og markar viðburðurinn tímamót í stjórnsýslu á Íslandi.

 „Með opnun bókhaldsins er stigið stórt skref í átt að opnari og gagnsærri stjórnsýslu og geta nú íbúar og aðrir áhugasamir fylgst með því hvernig fjármunum sveitarfélagsins er varið,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.

 „Opið bókhald er hluti af nútímalegri stjórnsýslu og það er ánægjulegt að við séum í fararbroddi í þeim efnum. Við höfum lagt áherslu á aukið samráð við íbúa og upplýsingaflæði til þeirra, opið bókhald er hluti af þeirri stefnu,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs Kópavogs.

 Á vefnum er hægt að skoða hvaða greiðslur sveitarfélagið innti af hendi og til hverra. Hægt er að skoða útgjöld stjórnsýslunnar, einstakra stofnana og deilda. Ekki er hægt að skoða einstaka reikninga en hægt er skoða á aðgengilegan hátt samanlagða upphæð reikninga út frá málflokkum, deildum, stofnunum, fjárhagslyklum og viðskiptavinum, það er að segja fyrirtækjum sem Kópavogsbær skiptir við.

Lausnin er unnin í samvinnu upplýsingatæknideildar Kópavogsbæjar og nemenda í tölvunarfræði hjá Háskólanum í Reykjavík. Lausnin var lokaverkefni nemenda sem áður höfðu verið í sumarvinnu hjá Kópavogsbæ en unnið hefur verið að opnun bókhaldsins frá árinu 2014. 

Vefurinn er enn í þróun og enn sem komið er einungis studdur að fullu í Chrome-vafranum. Unnið er að því að gera hann aðgengilegan í snjalltækjum.

Nánari upplýsingar: www.kopavogur.is/hvertfarapeningarnir

Smelltu hér til að skoða bókhald Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

2019-Got-Agulu-med-biskupi-Agnesi-1-copy
sitelogo
WCCD_Platinum_CertificationMark 2018
Kópavogskirkja
kopabaer
Karlakor Kopavogs
Kristinn Rúnar Kristinsson.
olifani
thumbnail_Okkar_Kop_2019_13