Kópavogur reiðubúinn að taka á móti flóttafólki

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi bæjarstjórnar síðdegis að taka á móti flóttafólki og var bæjarstjóra falið að koma afstöðu bæjarins á framfæri við Velferðaráðuneytið.

Ályktunin er svohljóðandi: „Kópavogsbær lýsir sig reiðubúinn til að taka á móti flóttafólki. Bæjarstjóra er falið að koma þeirri afstöðu á framfæri við Velferðarráðuneytið og vinna að frekari undirbúningi í samvinnu við ráðuneyti, félagsmálastjóra og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Kópavogsbær vill sýna ábyrgð og telur eðlilegt að bærinn, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, bjóði flóttafólki aðstoð, í hlutfalli við stærð sína.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í