Kópavogur stækkar

Þetta kort sýnir landsvæðið sem færist undir lögsögu Kópavogsbæjar.

Hæstirréttur hefur staðfest að 8.000 hektara landsvæði austan Heiðmerkur og að Bláfjöllum lúti lögsögu Kópavogs. Hæstiréttur kemst þannig að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur Reykjavíkur, sem dæmdi í málinu í ágúst 2016. Reykjavíkurborg áfrýjaði þeim dómi.

Reykjavíkurborg gerði kröfu um að 8.000 hektara landsvæði lyti lögsögu borgarinnar. Af þessum um 8.000 hekturum höfðu áður um 5.000 verið innan staðarmarka Kópavogs og stækkar lögsaga bæjarins um 3.000 hektara. Skipulagsvald svæðisins færist því til Kópavogs frá Reykjavíkurborg.

Þetta kort sýnir landsvæðið sem færist undir lögsögu Kópavogsbæjar.

Hlekkur á dóm Hæstaréttar:

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar