• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Kópavogur á tímamótum

Kópavogur á tímamótum
ritstjorn
22/10/2014

Kristinn Dagur Gissurarson, viðskiptafræðingur og fyrrverandi formaður skipulagsnefndar, ritar:

Til eru tvær gerðir af stjórnmálamönnum, hinir framsýnu og síðan hinir skammsýnu. Þeir skammsýnu taka aldrei vindinn í fangið heldur beygja alltaf af eftir því sem vindurinn blæs. Þeir horfa sífellt á stundarhagsmuni og eru veiklaðir á taugum yfir háværum áróðri, oft á tíðum fámennra hópa eða samtaka. Hinir framsýnu eru aftur á móti staðfastir og horfa til heildarhagsmuna samfélagsins. Þeir hafa sýn á framtíðina og fylgja henni eftir af sannfæringu. Sem betur fer höfum við haft slíka stjórnmálamenn í Kópavogi í gegn um tíðina. En nú eru blikur á lofti hvað varðar hinn nýja meirihluta í Kópavogi. Er hann maður eða mús? Hveitibrauðsdagarnir eru liðnir.

Skipulagsmál
Á siðasta kjörtímabili var lokið við gerð nýs aðalskipulags fyrir Kópavog til ársins 2024. Aðalsstefið er þétting byggðar. Á undaförnum áratugum hefur byggðin þanist út og mjög er farið að sneiðast að byggingarlandi í Kópavogi. Í aðalskipulaginu eru skilgreind nokkur þróunarsvæði sem verði skoðuð með breytingar í huga frá gildandi skipulagi á þessum svæðum. Fyrirhuguð er mikil uppbygging á Kársnessvæðinu með hunduðum íbúða í fjölbýlishúsum við og
aftan við höfnina. Auðbrekkusvæðið niður að og með Nýbýlavegi er annað svæði sem á eftir að taka miklum breytingum ef hugmyndir ganga eftir. Mörg hunduð íbúðir í háreistum sem lágreistum byggingum, almenningsgarður og dagheimili. Fleiri þróunarsvæði eru tilgreind en mikilvægasta þróunarsvæðið er í miðju höfuðborgarsvæðisins.

Miðjan
Glaðheima- og Smárasvæðið er í miðju höfuðborgarsvæðisins og reyndar í miðju Kópavogs. Nú þegar er mikið af verslun og þjónustu á svæðinu og rétt utan þess. Svæðið er skilgreint sem svæðiskjarni í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það þýðir að þessu svæði er ætlað mikilvægt hlutverk til framtíðar. Þarna eru gríðarlega áhugaverðir möguleikar til þess að byggja upp umhverfi sem við myndum sækja í, hvort heldur er til búsetu eða í verslun og þjónustu ásamt því að njóta þess að vera á svæðinu í fallegu umhverfi. En það er auðvelt að klúðra málum þarna ef hinir skammsýnu eru við stjórnvölinn. Vonandi er ekki svo.

Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind.  Eins má hugsa sér að græn svæði yrðu ofan á Reykjanesbrautinni að miklu leyti. Hér sést ekki 32 hæða turninn sem er í gildandi aðalskipulagi austan við brautina. Það er umhugsunarefni hvort leggja ætti áherslu á þétta háreista byggð á Glaðheimasvæðinu næst brautinni. Tækifærið er fyrir hendi.

Á hugmyndastigi. Séð frá hringtorginu við Garðabæ og horft norður að Smáralind. Eins má hugsa sér að græn svæði yrðu ofan á Reykjanesbrautinni að miklu leyti. Hér sést ekki 32 hæða turninn sem er í gildandi aðalskipulagi austan við brautina. Það er umhugsunarefni hvort leggja ætti áherslu á þétta háreista byggð á Glaðheimasvæðinu næst brautinni. Tækifærið er fyrir hendi.

Hugmyndir landeiganda að skipulagi ofan Smáralindar þar sem fyrirhugað er að reisa um 500 íbúðabyggð. Ekki neinar hugmyndir að samfelldri byggð yfir Reykjanesbrautina þó lagt hafi verið upp með þá hugmyndafræði við þá strax í upphafi viðræðna um þróun svæðisins í heild. Áður var þetta svæði eingöngu hugsað fyrir atvinnustarfsemi en nú verður blönduð byggð þarna.

Hugmyndir landeiganda að skipulagi ofan Smáralindar þar sem fyrirhugað er að reisa um 500 íbúðabyggð. Ekki neinar hugmyndir að samfelldri byggð yfir Reykjanesbrautina þó lagt hafi verið upp með þá hugmyndafræði við þá strax í upphafi viðræðna um þróun svæðisins í heild. Áður var þetta svæði eingöngu hugsað fyrir atvinnustarfsemi en nú verður blönduð byggð þarna.

 

Hér sést það svæði austast á Glaðheimasvæðinu sem búið er að deiliskipuleggja um 300 íbúða byggð. Horft frá suðri til norðurs. Í dag eru á svæðinu áhaldahús bæjarins og fyrrum reiðhöll Hestamannafélagsins Gusts. Landið sem eftir er að deiliskipuleggja að nýju í Glaðheimum er margfalt stærra en þar eru einungins reiknað með um 200 íbúðir samkvæmt aðalskipulaginu. Þessu þarf að breyta við endurskoðun á þeim hluta svæðisins.

Hér sést það svæði austast á Glaðheimasvæðinu sem búið er að deiliskipuleggja um 300 íbúða byggð. Horft frá suðri til norðurs. Í dag eru á svæðinu áhaldahús bæjarins og fyrrum reiðhöll Hestamannafélagsins Gusts. Landið sem eftir er að deiliskipuleggja að nýju í Glaðheimum er margfalt stærra en þar eru einungins reiknað með um 200 íbúðir samkvæmt aðalskipulaginu. Þessu þarf að breyta við endurskoðun á þeim hluta svæðisins.

Reykjanesbrautin – þrándur í götu

Í störfum mínum sem formaður skipulagsnefndar á síðasta kjörtímabili lagði ég ríka áherslu á að Smára- og Glaðheimasvæðið yrði skoðað sem ein heild, það er bæði vestan og austan við Reykjanesbrautina. Þá lýsti ég þeirri skoðun minni að alvarlega þyrfti að skoða möguleika þess að að lækka Reykjanesbrautina á móts við Smáralind og alveg að hringtorginu við Garðabæ. Þá sköpuðust möguleikar til þess að byggja yfir brautina og mynda samfellda íbúabyggð með almenningsgarði ásamt atvinnustarfsemi, verslun og þjónustu. Tenging við efri byggðir Kópavogs yrðu betri og öryggi meira. Mannlíf gæti blómstrað í nýjum og öðruvísi miðbæ höfuðborgarsvæðisins, ef vel yrði vandað til verka.

Hér sést dæmi um hvernig  mál eru leyst í Þýskalandi. Nokkur slík verkefni eru í gangi þar. Með því að byggja yfir vegi og eða sökkva þeim þar sem við á, er framboð lands aukið sem hægt er að nýta á margvíslegan hátt. Hljóðvist eykst og tengingar milli hverfa verða mun betri.

Hér sést dæmi um hvernig mál eru leyst í Þýskalandi. Nokkur slík verkefni eru í gangi þar. Með því að byggja yfir vegi og eða sökkva þeim þar sem við á, er framboð lands aukið sem hægt er að nýta á margvíslegan hátt. Hljóðvist eykst og tengingar milli hverfa verða mun betri.

 

Hugsum til framtíðar
Nauðsynlegt er að hugsa út fyrir boxið þegar kemur að skipulagsmálum. Aðalatriðið er alltaf lífsgæði íbúanna í sinni víðustu mynd. Því ber okkur, er störfum að skipulagsmálum, að skoða möguleika og fýsileika þess að finna lausnir til hagsældar fyrir okkur og þá sem á eftir okkur koma. Ekki þarf að fara mörgum orðum um samfélagslega hagsæld okkar Kópavogsbúa ef við gætum farið um allt þetta svæði, iðandi af mannlífi með blandaðri byggð, án þess að þvera Reykjanesbrautina sem nú þegar er mesta umferðaræð landsins með um 45 þúsund bíla á sólarhring.
Að mörgu þarf að hyggja ef og þegar þessar hugmyndir verða að veruleika. Auknar tekjur bæjarins vegna meira byggingamagns færu væntanlega í kostnað vegna framkvæmdarinnar. En framtíðartekjur bæjarins myndu aukast með fleiri íbúum og fyrirtækjum. Semja þarf við Ríkið og vegagerðina um kostnaðarskiptingu þar sem um stofnbraut er að ræða.

Skammsýni eða framsýni
Tími stórra ákvarðana er framundan varðandi Smára- og Glaðheimasvæðið. Vitað er að eigendur svæðisins fyrir ofan Smáralind þrýsta mjög á að fá heimild til þess að deiliskipuleggja sitt svæði og hefja framkvæmdir. Þeir eru ekkert að hugsa um svæðið sem eina heild, aðeins sitt land þar sem þeir geta byggt um 500 íbúðir. Hugmyndir þeirra um byggð eru mjög góðar en það vantar að tengja þær saman við byggðina á Glaðheimasvæðinu og mynda þannig miðbæjarkjarna. Kópavogur á Glaðheimasvæðið og þar er einnig þrýstingur á að fá land undir byggingar hið snarasta. Nú þegar er búið að skipuleggja um 300 íbúða byggð austast, þar sem áhaldahús bæjarins og fyrrum reiðhöll hestamannafélagsins standa enn.

Mikilvægt er að rasa ekki um ráð fram og láta skammsýnina taka völdin – stundargróða fram yfir hagsæld íbúa Kópavogs. Það er óþolandi að láta Rykjanesbrautina skera bæinn okkar þegar aðrar lausnir eru í boði. Það var gæfuspor þegar við byggðum yfir Kópavogsgjána og tengdum þannig vestur- og austurbæinn á sínum tíma. Ég óttast skammsýnina og er illa við gunguhátt hjá þeim er starfa að stjórnmálum. Nú reynir á að hinn nýji meirihluti í Kópavogi sýni af sér kjark og þor þegar kemur að stefnumörkun er varðar miðju höfuðborgarsvæðisins, svæðis sem getur orðið hjarta Kópavogs á komandi áratugum. En það verður að segjast eins og er. Ég er uggandi yfir framtíð Kópavogs.

Efnisorðglaðheimasvæðiðreykjanesbrautskipulagskipulagsmálsmárasvæðið
Aðsent
22/10/2014
ritstjorn

Efnisorðglaðheimasvæðiðreykjanesbrautskipulagskipulagsmálsmárasvæðið

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.