Íþróttahátíð Kópavogs verður haldin fimmtudaginn 9. janúar nk. kl. 17:00 í Salnum í Kópavogi. Á hátíðinni verður lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2013. Einnig verður íþróttafólki veittar viðurkenningar fyrir unnin afrek á árinu. Kópavogsbúar eru boðnir velkomnir.
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni/Ösp og Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikakona úr Gerplu, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2012.