Kópurinn afhentur

Jóhanna Hjartardóttir, Ragnheiður Eygló Guðmundsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir Snælandsskóla, Sigrún Erla Ólafsdóttir frá Álfhólsskóla, Donata H. Bukowska fulltrúi Velkomin prógramm, Magnús Alfonsson fulltrúi Kópavogsskóla, Ágúst Jakobsson skólastjóri Hörðuvallaskóla, Margrét Friðriksdóttir formaður menntaráðs og Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs Kópavogs.

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum, fimmtudaginn 16. maí. Alls bárust tuttugu tilnefningar til menntaráðs og voru veittar fimm viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.

Verkefnin sem hlutu Kópinn í ár:

Magnús Alfonsson og Halldór Hlöðversson í Kópavogsskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Verkfærakassinn.

Anna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi í Hörðuvallaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna á þemadögum í Hörðuvallaskóla.

Sigrún Erla Ólafsdóttir, ásamt Önnu Pálu Gísladóttur og Elísabetu Jónsdóttur, fengu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Öll sem eitt – skólamenningaráætlun Álfhólsskóla.

iPad-teymi Snælandsskóla, Ragnheiður Eygló Guðmundsdóttir, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, Jóhanna Hjartardóttir og Ásdís Ólafsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Snillismiðja.

Donata H. Bukowska kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku og Halldór Hlöðversson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Kjarnans hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Velkomin Prógramm, sem miðar að því að virkja ungmenni með annað móðurmál en íslensku í frístunda- og félagsstörfum.

Frekari upplýsingar um verkefnin er að finna á vefsíðu Kópavogsbæjar:

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem