Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum, fimmtudaginn 16. maí. Alls bárust tuttugu tilnefningar til menntaráðs og voru veittar fimm viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.
Verkefnin sem hlutu Kópinn í ár:
Magnús Alfonsson og Halldór Hlöðversson í Kópavogsskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Verkfærakassinn.
Anna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi í Hörðuvallaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna á þemadögum í Hörðuvallaskóla.
Sigrún Erla Ólafsdóttir, ásamt Önnu Pálu Gísladóttur og Elísabetu Jónsdóttur, fengu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Öll sem eitt – skólamenningaráætlun Álfhólsskóla.
iPad-teymi Snælandsskóla, Ragnheiður Eygló Guðmundsdóttir, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, Jóhanna Hjartardóttir og Ásdís Ólafsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Snillismiðja.
Donata H. Bukowska kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku og Halldór Hlöðversson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Kjarnans hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Velkomin Prógramm, sem miðar að því að virkja ungmenni með annað móðurmál en íslensku í frístunda- og félagsstörfum.
Frekari upplýsingar um verkefnin er að finna á vefsíðu Kópavogsbæjar: