Kópurinn afhentur

Jóhanna Hjartardóttir, Ragnheiður Eygló Guðmundsdóttir, Ásdís Ólafsdóttir, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir Snælandsskóla, Sigrún Erla Ólafsdóttir frá Álfhólsskóla, Donata H. Bukowska fulltrúi Velkomin prógramm, Magnús Alfonsson fulltrúi Kópavogsskóla, Ágúst Jakobsson skólastjóri Hörðuvallaskóla, Margrét Friðriksdóttir formaður menntaráðs og Birkir Jón Jónsson formaður bæjarráðs Kópavogs.

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum, fimmtudaginn 16. maí. Alls bárust tuttugu tilnefningar til menntaráðs og voru veittar fimm viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.

Verkefnin sem hlutu Kópinn í ár:

Magnús Alfonsson og Halldór Hlöðversson í Kópavogsskóla hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Verkfærakassinn.

Anna María Þorkelsdóttir, kennsluráðgjafi í Hörðuvallaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna á þemadögum í Hörðuvallaskóla.

Sigrún Erla Ólafsdóttir, ásamt Önnu Pálu Gísladóttur og Elísabetu Jónsdóttur, fengu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Öll sem eitt – skólamenningaráætlun Álfhólsskóla.

iPad-teymi Snælandsskóla, Ragnheiður Eygló Guðmundsdóttir, Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, Jóhanna Hjartardóttir og Ásdís Ólafsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Snillismiðja.

Donata H. Bukowska kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku og Halldór Hlöðversson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Kjarnans hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Velkomin Prógramm, sem miðar að því að virkja ungmenni með annað móðurmál en íslensku í frístunda- og félagsstörfum.

Frekari upplýsingar um verkefnin er að finna á vefsíðu Kópavogsbæjar:

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar