Kosið á milli 100 verkefna í verkefninu Okkar Kópavogur

Rafræn kosning fyrir 16 ára og eldri.

Kosning hefst í dag, fimmtudaginn 25. ágúst, í verkefninu Okkar Kópavogur. Alls eru 100 hugmyndir í kosningu, 20 í hverju hverfi. Kosningin er rafræn og geta íbúar Kópavogs tekið þátt. Hugmyndirnar eru af fjölbreyttum toga og kosta frá 1 milljón til 20 milljóna í framkvæmd. Hverfunum hefur verið ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verður 200 milljónum varið til framkvæmda verkefnanna.

Hugmyndir í verkefninu eru fjölbreyttar og dreifðar um allan Kópavog.
Hugmyndir í verkefninu eru fjölbreyttar og dreifðar um allan Kópavog.

Hugmyndasöfnun verkefnisins fór fram í vor, bæði á vef verkefnisins og íbúafundum. „Kópavogsbúar sýndu verkefninu Okkar Kópavogur mikinn áhuga og skiluðu inn fjölmörgum spennandi hugmyndum. Nú er komið að því að kjósa og ég vonast til að sem flestir taki þátt og hafi þannig áhrif á umhverfi sitt og nærsamfélag,“ segir Ármann Kr. Ólafson bæjarstjóri. Með verkefninu Okkar Kópavogur er verið að efla íbúalýðræði í bænum og auka samráð íbúa og bæjaryfirvalda. „Við viljum virkja íbúa til að taka þátt í verkefnum með okkur og Okkar Kópavogur er dæmi um það. Nú er tækifæri fyrir íbúa að velja verkefni og taka þannig þátt í forgangsröðun fjármuna sveitarfélagsins,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs. Kosning á milli verkefna verður frá 25. ágúst til 4. september. Íbúar Kópavogs, 16 ára og eldri geta tekið þátt. Velja þarf eitt hverfi til að kjósa í en þátttakendur þurfa ekki að velja hverfi eftir búsetu. Kosningin fer fram á vef verkefnisins www.kopavogur.is/okkar- kopavogur. Á meðan á kosningu stendur verður rafrænn kjörstaður í Bókasafni Kópavogs og í þjónustuveri bæjaraskrifstofa, Fannborg 2. Þar verður hægt að fá aðgang að tölvum og aðstoð á opnunartíma. Framkvæmdir á verkefnum hefjast í haust, en mun ljúka á næsta ári. Nánari upplýsingar: http://www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Okkar Kópavogur

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar