Kosið á milli 100 verkefna í verkefninu Okkar Kópavogur

Rafræn kosning fyrir 16 ára og eldri.

Kosning hefst í dag, fimmtudaginn 25. ágúst, í verkefninu Okkar Kópavogur. Alls eru 100 hugmyndir í kosningu, 20 í hverju hverfi. Kosningin er rafræn og geta íbúar Kópavogs tekið þátt. Hugmyndirnar eru af fjölbreyttum toga og kosta frá 1 milljón til 20 milljóna í framkvæmd. Hverfunum hefur verið ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verður 200 milljónum varið til framkvæmda verkefnanna.

Hugmyndir í verkefninu eru fjölbreyttar og dreifðar um allan Kópavog.
Hugmyndir í verkefninu eru fjölbreyttar og dreifðar um allan Kópavog.

Hugmyndasöfnun verkefnisins fór fram í vor, bæði á vef verkefnisins og íbúafundum. „Kópavogsbúar sýndu verkefninu Okkar Kópavogur mikinn áhuga og skiluðu inn fjölmörgum spennandi hugmyndum. Nú er komið að því að kjósa og ég vonast til að sem flestir taki þátt og hafi þannig áhrif á umhverfi sitt og nærsamfélag,“ segir Ármann Kr. Ólafson bæjarstjóri. Með verkefninu Okkar Kópavogur er verið að efla íbúalýðræði í bænum og auka samráð íbúa og bæjaryfirvalda. „Við viljum virkja íbúa til að taka þátt í verkefnum með okkur og Okkar Kópavogur er dæmi um það. Nú er tækifæri fyrir íbúa að velja verkefni og taka þannig þátt í forgangsröðun fjármuna sveitarfélagsins,“ segir Theodóra S. Þorsteinsdóttir formaður bæjarráðs. Kosning á milli verkefna verður frá 25. ágúst til 4. september. Íbúar Kópavogs, 16 ára og eldri geta tekið þátt. Velja þarf eitt hverfi til að kjósa í en þátttakendur þurfa ekki að velja hverfi eftir búsetu. Kosningin fer fram á vef verkefnisins www.kopavogur.is/okkar- kopavogur. Á meðan á kosningu stendur verður rafrænn kjörstaður í Bókasafni Kópavogs og í þjónustuveri bæjaraskrifstofa, Fannborg 2. Þar verður hægt að fá aðgang að tölvum og aðstoð á opnunartíma. Framkvæmdir á verkefnum hefjast í haust, en mun ljúka á næsta ári. Nánari upplýsingar: http://www.kopavogur.is/okkarkopavogur

Okkar Kópavogur

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Kópavogur
Jón Finnbogason
Mynd: Stefanía Björk Jónsdóttir.
Karlakór Kópavogs með Kristjáni Jóhannssyni í Hörpu 07.12.2014
04_ARNTHOR1
umhverfi1
svifryk
2014-04-04-10.09.54-299×347