Kosning hafin í Okkar Kópavogur

Verkefni sem valið var af íbúum 2018.

Kosning er hafin í íbúaverkefninu Okkar Kópavogur. Alls eru 100 hugmyndir í kosningu, 20 í hverju hverfi. Kosningin er rafræn og geta íbúar Kópavogs tekið þátt. Hugmyndirnar eru af mjög fjölbreyttum toga og kosta frá 1 til 25 milljóna í framkvæmd. Hverfunum hefur verið ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verður 200 milljónum varið til framkvæmda verkefnanna.

Kosning stendur frá 25. janúar til 4. febrúar. Hugmyndasöfnun verkefnisins fór fram í haust, bæði á vef verkefnisins og íbúafundum. Með verkefninu Okkar Kópavogur er verið að efla íbúalýðræði í bænum og auka samráð íbúa og bæjaryfirvalda.

Smelltu hér til að kjósa

Flest verkefnin sem nú eru í kosningu snúa að útivistarsvæðum bæjarins, leik- og grunnskólalóðum eða umferðarmálum.

Þetta er í þriðja sinn sem íbúar kjósa á milli hugmynda og forgangsraða þannig verkefnum sveitarfélagsins. Meðal þess sem íbúar völdu í kosningum 2018 voru öryggismyndavélar í Lindahverfi, bætt aðstaða á Rútstúni og bætt aðstað á opnum svæðum.

Íbúar Kópavogs, 16 ára og eldri, geta tekið þátt í kosningunni. Velja þarf eitt hverfi til að kjósa í en þátttakendur þurfa ekki að velja hverfi eftir búsetu. Þess má geta að hægt er að gefa hugmynd tvöfalt vægi með því að gefa henni hjarta. Það er góður kostur fyrir þá sem vilja koma einni ákveðinni hugmynd á framfæri.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð