Kosning hafin í Okkar Kópavogur

Verkefni sem valið var af íbúum 2018.

Kosning er hafin í íbúaverkefninu Okkar Kópavogur. Alls eru 100 hugmyndir í kosningu, 20 í hverju hverfi. Kosningin er rafræn og geta íbúar Kópavogs tekið þátt. Hugmyndirnar eru af mjög fjölbreyttum toga og kosta frá 1 til 25 milljóna í framkvæmd. Hverfunum hefur verið ráðstafað fé í hlutfalli við fjölda íbúa en alls verður 200 milljónum varið til framkvæmda verkefnanna.

Kosning stendur frá 25. janúar til 4. febrúar. Hugmyndasöfnun verkefnisins fór fram í haust, bæði á vef verkefnisins og íbúafundum. Með verkefninu Okkar Kópavogur er verið að efla íbúalýðræði í bænum og auka samráð íbúa og bæjaryfirvalda.

Smelltu hér til að kjósa

Flest verkefnin sem nú eru í kosningu snúa að útivistarsvæðum bæjarins, leik- og grunnskólalóðum eða umferðarmálum.

Þetta er í þriðja sinn sem íbúar kjósa á milli hugmynda og forgangsraða þannig verkefnum sveitarfélagsins. Meðal þess sem íbúar völdu í kosningum 2018 voru öryggismyndavélar í Lindahverfi, bætt aðstaða á Rútstúni og bætt aðstað á opnum svæðum.

Íbúar Kópavogs, 16 ára og eldri, geta tekið þátt í kosningunni. Velja þarf eitt hverfi til að kjósa í en þátttakendur þurfa ekki að velja hverfi eftir búsetu. Þess má geta að hægt er að gefa hugmynd tvöfalt vægi með því að gefa henni hjarta. Það er góður kostur fyrir þá sem vilja koma einni ákveðinni hugmynd á framfæri.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn