Kosningar og unga fólkið

Stjórnmálamenn eru áberandi með sína framtíðarsýn nú fyrir kosningar. En hvað segir unga kynslóð bæjarins? Hvað finnst þeim um að búa í Kópavogi í dag og hvernig sér það fyrir sér bæinn þróast á næstu árum? Við settumst niður með þeim Ísak Hinrikssyni, Magneu Rún Geirdal, Arnari Erni Ingólfssyni og Sigríði Freydísi Gunnarsdóttur sem eru öll nemendur í MK.
 Ísak Hinriksson, Arnar Örn Ingólfsson og Sigríður Freydísi Gunnarsdóttir.

Ísak Hinriksson, Arnar Örn Ingólfsson og Sigríður Freydísi Gunnarsdóttir. Magnea Rún komst ekki með í myndatökuna.

Magnea: Það sem mér finnst mikilvægt í Kópavogi i dag er að ungt fólk sem er að byrja að búa eigi kost á ódýru leiguhúsnæði í bænum.

Arnar: Ég er algjörlega sammála. Það vantar minni íbúðir á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk. Tvítugir krakkar ráða ekki við 100 fermetra íbúð og hafa ekkert við það að gera.

Sigríður: Það er ekki mikið til af íbúðum fyrir ungt fólk á markaðnum. Hvað á ungt par með eitt barn að gera sem búa í Kópavogi? Kaupa sér 300 fermetra hús í Vatnsenda? Það væri mjög sniðugt ef bærinn kæmi að þessu og leigði fólki í húsnæðisvanda hentugt húsnæði.

Arnar: Ennþá sniðugra væri ef fólk gæti átt síðan möguleika að kaupa íbúðina af bænum. Bærinn gæti líka lækkað gjöld og skatta á byggingum minni íbúða svo það verði hagstæðara fyrir verktaka að fara í slíkar framkvæmdir. Þá yrði samkeppni á markaði fyrir litlar íbúðir í staðinn fyrir að bærinn væri að leigja þetta út.

Ísak: Það sem vantar í Kópavogi er að bærinn aðlagi sig betur að ungu fólki. Það er lítið um að vera fyrir okkur og ungt fólk er ekki beinlínis að sækja í Kópavog. Stundum finnst mér Kópavogur vera svefnbær. Ég upplifi mig frekar höfuðborgarbúa en Kópavogsbúa. Það ætti eiginlega að sameina Kópavog við önnur sveitarfélög.

Arnar: Ég er ekki sammála því. Það er eitthvað við það að tilheyra Kópavogi og ég tengi meira við það. Það er fullt að gera fyrir börn og unglinga í bænum. Hér eru frábærir skólar, íþróttalíf, kórar og skólahljómsveit sem reyndar er orðið erfitt að komast í vegna ásóknar. Kópavogur er ekki Reykjavík og býður upp á öðruvísi og kannski rólegra líf.

Sigríður: Ég gæti alveg lifað án þess að fara út fyrir bæjarmörkin. Hér er allt til alls: bíó, Smáralindin, frábærar sundlaugar og gott fólk. Það er gott að búa í Kópavogi. Kópavogur er kósý.

Ísak: Það er samt ekki beint margt fyrir okkur að sækja í Hamraborg.

Sigríður: Ekkert nema kínverskt nudd og vídeóleiga.

Arnar: Já, Hamraborgin er óspennandi, virkar óskipulögð, skítug, gömul og í niðurníslu. Smáralindin er kannski okkar miðbær eða Laugavegur – en það er samt ekki eins.

Ísak: Það vantar klárlega kjarna í Kópavog. Það er uppbygging við Nýbýlaveg en ég myndi vilja sjá Kópavog með miklu skýrari kjarna í framtíðinni eins og til dæmis er í Hafnarfirði og Akureyri.

Magnea: Ég myndi vilja að MK byði upp á söngnám og sjúkraliðanám.  Það mætti líka efla strætókerfið í bænum og láta strætó ganga lengur á kvöldin. Svo þarf alltaf að bæta hjólreiðastíga í bænum.

Sigríður: Þar sem Kópavogur er mjög hæðóttur þá nenni ég varla að hjóla. Þetta er oftast bara upp á við og mótvindur. En brúin yfir Kársnes er mjög sniðug og það eiga margir eftir að nýta sér það. En svo vil ég nefna að bærinn var ekki nógu duglegur að salta í vetur. Ég var skíthrædd að keyra um götur bæjarins í hálkunni.

Ísak: Og ég vil segja að lokum að það þarf að efla starfsemi Molans fyrir ungt fólk. Ég veit varla hvar það ungmennahús er staðsett og fyrir hvað það stendur.

Anar: Kannski þarf að endurskipuleggja Molann fyrir ungt fólk og gera þá starfsemi meira sýnilega. Ég heyrði ekki neitt frá Molanum allt þetta skólaár. Það er gott að læra þar en það mætti klárlega efla Molann fyrir ungt fólk í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kristinn Rúnar Kristinsson
Sigurbjorg-1
SAMKÓR – mynd 2014
Unknown-1-copy-2
myndir-okkar-kopavogur-019
Sigurður
Theodora-1
Gísli Baldvinsson
IMG_2428