Kosningavetur í nánd. Y-listi Kópavogsbúa auglýsir framboð.

Það stefnir í hörkuspennandi viðureignir á hinu pólitíska litrófi í Kópavogspólitíkinni í vetur. Kosið verður til sveitarstjórna í maí og flokkarnir eru að komast í startholurnar. Listi Kópavogsbúa, sem hefur listabókstafinn Y, ríður á vaðið með auglýsingu á Facebook síðu flokksins þar sem Kópavogsbúar eru hvattir til að taka þátt í starfi listans. 12 manns skrifa undir auglýsinguna, sem væntanlega þýðir þá að listinn sé fullmannaður fyrir kosningar.

Kópavogslistinn er kominn í kosningagír og er byrjaður að auglýsa framboð sitt fyrir kosningar í vor.
Kópavogslistinn er kominn í gírinn og er byrjaður að auglýsa framboð sitt fyrir kosningar í vor.

Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir prófkjör sem mun líklega fara fram í lok janúar. Innan þeirra raða er beðið eftir tilkynningu frá Gunnari I. Birgissyni hvort hann muni bjóða sig fram í fyrsta sæti listans á ný eða ekki. Aðrir flokkar eru í startholunum að gera sig klára fyrir kosningaveturinn sem verður án efa með fjörugra móti, ef marka má umræður úr bæjarráði þar sem bæjarfulltrúar kljást með bókunum um margvísleg mál.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem