Kosningavetur í nánd. Y-listi Kópavogsbúa auglýsir framboð.

Það stefnir í hörkuspennandi viðureignir á hinu pólitíska litrófi í Kópavogspólitíkinni í vetur. Kosið verður til sveitarstjórna í maí og flokkarnir eru að komast í startholurnar. Listi Kópavogsbúa, sem hefur listabókstafinn Y, ríður á vaðið með auglýsingu á Facebook síðu flokksins þar sem Kópavogsbúar eru hvattir til að taka þátt í starfi listans. 12 manns skrifa undir auglýsinguna, sem væntanlega þýðir þá að listinn sé fullmannaður fyrir kosningar.

Kópavogslistinn er kominn í kosningagír og er byrjaður að auglýsa framboð sitt fyrir kosningar í vor.
Kópavogslistinn er kominn í gírinn og er byrjaður að auglýsa framboð sitt fyrir kosningar í vor.

Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir prófkjör sem mun líklega fara fram í lok janúar. Innan þeirra raða er beðið eftir tilkynningu frá Gunnari I. Birgissyni hvort hann muni bjóða sig fram í fyrsta sæti listans á ný eða ekki. Aðrir flokkar eru í startholunum að gera sig klára fyrir kosningaveturinn sem verður án efa með fjörugra móti, ef marka má umræður úr bæjarráði þar sem bæjarfulltrúar kljást með bókunum um margvísleg mál.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Gísli Baldvinsson
Rauði krossinn
una_maria
Sprettur hestadagar f. Facebook
Bókasafn Kópavogs
teamgym
Ása Richards
Kópavogur
uppsetning