Það stefnir í hörkuspennandi viðureignir á hinu pólitíska litrófi í Kópavogspólitíkinni í vetur. Kosið verður til sveitarstjórna í maí og flokkarnir eru að komast í startholurnar. Listi Kópavogsbúa, sem hefur listabókstafinn Y, ríður á vaðið með auglýsingu á Facebook síðu flokksins þar sem Kópavogsbúar eru hvattir til að taka þátt í starfi listans. 12 manns skrifa undir auglýsinguna, sem væntanlega þýðir þá að listinn sé fullmannaður fyrir kosningar.
Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir prófkjör sem mun líklega fara fram í lok janúar. Innan þeirra raða er beðið eftir tilkynningu frá Gunnari I. Birgissyni hvort hann muni bjóða sig fram í fyrsta sæti listans á ný eða ekki. Aðrir flokkar eru í startholunum að gera sig klára fyrir kosningaveturinn sem verður án efa með fjörugra móti, ef marka má umræður úr bæjarráði þar sem bæjarfulltrúar kljást með bókunum um margvísleg mál.
Facebook
Instagram
YouTube
RSS