Kosningavetur í nánd. Y-listi Kópavogsbúa auglýsir framboð.

Það stefnir í hörkuspennandi viðureignir á hinu pólitíska litrófi í Kópavogspólitíkinni í vetur. Kosið verður til sveitarstjórna í maí og flokkarnir eru að komast í startholurnar. Listi Kópavogsbúa, sem hefur listabókstafinn Y, ríður á vaðið með auglýsingu á Facebook síðu flokksins þar sem Kópavogsbúar eru hvattir til að taka þátt í starfi listans. 12 manns skrifa undir auglýsinguna, sem væntanlega þýðir þá að listinn sé fullmannaður fyrir kosningar.

Kópavogslistinn er kominn í kosningagír og er byrjaður að auglýsa framboð sitt fyrir kosningar í vor.
Kópavogslistinn er kominn í gírinn og er byrjaður að auglýsa framboð sitt fyrir kosningar í vor.

Sjálfstæðismenn eru byrjaðir að undirbúa sig fyrir prófkjör sem mun líklega fara fram í lok janúar. Innan þeirra raða er beðið eftir tilkynningu frá Gunnari I. Birgissyni hvort hann muni bjóða sig fram í fyrsta sæti listans á ný eða ekki. Aðrir flokkar eru í startholunum að gera sig klára fyrir kosningaveturinn sem verður án efa með fjörugra móti, ef marka má umræður úr bæjarráði þar sem bæjarfulltrúar kljást með bókunum um margvísleg mál.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór