Krakkaormar á menningartorfunni.

ormadagar
Um fjögur þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa undanfarnar vikur sótt heim menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu og fengið þar fræðslu um listir, menningu, náttúru og vísindi. Fræðslan fer fram undir heitinu Ormadagar og er styrkt af lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.

Á Ormadögunum smíða krakkarnir m.a. hljóðfæri í Tónlistarsafni Íslands, úr ýmsum efnivið eins og álfpappír og blöðrum, þau kynnast Aravísum í Salnum, myndlistinni í Gerðarsafni og á Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs hlýða þau á erindi um orma og skoða pöddubækur.

Ormadagar hafa verið haldnir nokkrum sinnum undanfarin ár og njóta sívaxandi vinsælda meðal leik- og grunnskólabarna í Kópavogi. Reyndar hafa vinsældirnar borist úr fyrir bæjarmörkin og börn úr nágrannasveitarfélögunum hafa því einnig fengið að njóta Ormadaganna.

Til stendur að endurtaka leikinn næsta haust.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að