Krakkaormar á menningartorfunni.

ormadagar
Um fjögur þúsund leik- og grunnskólabörn í Kópavogi hafa undanfarnar vikur sótt heim menningarstofnanir Kópavogsbæjar á Borgarholtinu og fengið þar fræðslu um listir, menningu, náttúru og vísindi. Fræðslan fer fram undir heitinu Ormadagar og er styrkt af lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.

Á Ormadögunum smíða krakkarnir m.a. hljóðfæri í Tónlistarsafni Íslands, úr ýmsum efnivið eins og álfpappír og blöðrum, þau kynnast Aravísum í Salnum, myndlistinni í Gerðarsafni og á Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs hlýða þau á erindi um orma og skoða pöddubækur.

Ormadagar hafa verið haldnir nokkrum sinnum undanfarin ár og njóta sívaxandi vinsælda meðal leik- og grunnskólabarna í Kópavogi. Reyndar hafa vinsældirnar borist úr fyrir bæjarmörkin og börn úr nágrannasveitarfélögunum hafa því einnig fengið að njóta Ormadaganna.

Til stendur að endurtaka leikinn næsta haust.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

arnar
Runar_og Adalheidur
Hakon-Gunnarsson
Kristinn Dagur
umhverfi1
Breidablik_Arna_Katrin_IM_unglinga_2014
Marteinn Sigurgeirsson
Bjorn Thoroddsen
Hronn