Krakkar í Salaskóla í jólaskapi

Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla ákváðu að efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefnd í Fannborginni og kíktu í leiðinni í heimsókn til heldri borgara á Gjábakka.
Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla ákváðu að efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefnd í Fannborginni og kíktu í leiðinni í heimsókn til heldri borgara á Gjábakka.

Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla, spóar og jaðrakanar, ákváðu að þau vildu láta gott af sér leiða fyrir jólin þar sem margir eiga um sárt að binda þegar líða fer að jólum. Þau ákváðu að safna saman öllum fatnaði sem fjölskyldan heima fyrir hafði ekki lengur not fyrir ásamt því að kaupa gjafir fyrir þá sem minna mega sín. Þau pökkuðu inn öllum gjöfunum og fóru með þær ásamt öllum fatnaðinum til Mæðrastyrksnefndar í Fannborginni.  Þar sem þau voru mjög dugleg í söfnuninni þurftu þau að fá foreldri með sér í lið til að ferja gjafirnar og fatnaðinn fyrir þau því magnið var þvílíkt að ekki var hægt að taka það með í strætó. Mjög vel var tekið á móti hópnum í Fannborginni þar sem þau fengu gómsætar kleinur, piparkökur og drykk til að snæða á staðnum. Þegar þau höfðu sungið fyrir starfsmenn Mæðrastyrksnefndar fengu þau að launum lukkuhálsmen sem vakti mikla lukku.  Á leið sinni út á stoppustöð gengu þau fram hjá félagsheimilinu Gjábakka og ákváðu að kíkja þar inn og syngja fyrir heldri borgarana sem tóku vel á móti þeim.

Flottir krakkar í Salaskóla.

IMG_0027 IMG_0017 8 7 6 4 3 1

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar