Krakkar í Salaskóla í jólaskapi

Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla ákváðu að efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefnd í Fannborginni og kíktu í leiðinni í heimsókn til heldri borgara á Gjábakka.
Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla ákváðu að efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefnd í Fannborginni og kíktu í leiðinni í heimsókn til heldri borgara á Gjábakka.

Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla, spóar og jaðrakanar, ákváðu að þau vildu láta gott af sér leiða fyrir jólin þar sem margir eiga um sárt að binda þegar líða fer að jólum. Þau ákváðu að safna saman öllum fatnaði sem fjölskyldan heima fyrir hafði ekki lengur not fyrir ásamt því að kaupa gjafir fyrir þá sem minna mega sín. Þau pökkuðu inn öllum gjöfunum og fóru með þær ásamt öllum fatnaðinum til Mæðrastyrksnefndar í Fannborginni.  Þar sem þau voru mjög dugleg í söfnuninni þurftu þau að fá foreldri með sér í lið til að ferja gjafirnar og fatnaðinn fyrir þau því magnið var þvílíkt að ekki var hægt að taka það með í strætó. Mjög vel var tekið á móti hópnum í Fannborginni þar sem þau fengu gómsætar kleinur, piparkökur og drykk til að snæða á staðnum. Þegar þau höfðu sungið fyrir starfsmenn Mæðrastyrksnefndar fengu þau að launum lukkuhálsmen sem vakti mikla lukku.  Á leið sinni út á stoppustöð gengu þau fram hjá félagsheimilinu Gjábakka og ákváðu að kíkja þar inn og syngja fyrir heldri borgarana sem tóku vel á móti þeim.

Flottir krakkar í Salaskóla.

IMG_0027 IMG_0017 8 7 6 4 3 1

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér