Krakkar keppa í lestri.

Það voru þau Anton Bjarni Björnsson, Dagný Edda Lund og Árni Þór Ingimundarson sem fóru með sigur af hólmi í „Lesum meira“ þetta árið.
Það voru þau Anton Bjarni Björnsson, Dagný Edda Lund og Árni Þór Ingimundarson sem fóru með sigur af hólmi í „Lesum meira“ þetta árið.

Úrslitin í læsisátaki Álfhólsskóla liggja fyrir. Keppnin fór fram síðast í nóvember og var æsispennandi. Það voru þau Anton Bjarni Björnsson, Dagný Edda Lund og Árni Þór Ingimundarson sem fóru með sigur af hólmi.

Þetta er þriðja árið í röð sem keppnin, sem ber heitið „Lesum meira“ er haldin.  Í ár var bætt við yngri nemendum úr fjórða og fimmta bekk.  Kiwanisklúbburinn Eldey gaf glæsilegan farandsbikar í keppnina fyrir þennan aldurshóp ásamt peningaframlagi til bókakaupa.

Um 300 nemendur keppa um farandbikarinn og það er gríðarlega mkill áhugi á þessu átaki í skólanum hjá nemendum.

Spurningakeppnin skiptist í 3 hluta:  hraða-,vísbendinga- og ágiskunarspurningar. Valflokkarnir eru átta til tíu talsins.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn