
Úrslitin í læsisátaki Álfhólsskóla liggja fyrir. Keppnin fór fram síðast í nóvember og var æsispennandi. Það voru þau Anton Bjarni Björnsson, Dagný Edda Lund og Árni Þór Ingimundarson sem fóru með sigur af hólmi.
Þetta er þriðja árið í röð sem keppnin, sem ber heitið „Lesum meira“ er haldin. Í ár var bætt við yngri nemendum úr fjórða og fimmta bekk. Kiwanisklúbburinn Eldey gaf glæsilegan farandsbikar í keppnina fyrir þennan aldurshóp ásamt peningaframlagi til bókakaupa.
Um 300 nemendur keppa um farandbikarinn og það er gríðarlega mkill áhugi á þessu átaki í skólanum hjá nemendum.
Spurningakeppnin skiptist í 3 hluta: hraða-,vísbendinga- og ágiskunarspurningar. Valflokkarnir eru átta til tíu talsins.