Tölvuleikjakrakkar í Kópavogsskóla eru farin að læra hvernig þau geta búið til eigin tölvuleiki. Kópavogsskóli samdi nýlega við fyrirtækið SKEMA sem sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk í leikjaforritun og stuðlar að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins auk þess að rannsaka þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.
Nemendur í 4. bekkjar eru þegar farnir að forrita eigin tölvuleiki en óhætt er að segja að áhuginn sé gríðarlegur hjá krökkunum. Kópavogsskóli bindur miklar vonir við samstarfið og forvitnilegt verður að fylgjast með vinnu nemenda og framförum þegar líður á námskeiðið.