Krakkar læra að forrita eigin tölvuleiki í Kópavogsskóla.

Hressir krakkar á tölvuleikjanámskeiði hjá SKEMA.
Hressir gaurar á tölvuleikjanámskeiði hjá SKEMA.

Tölvuleikjakrakkar í Kópavogsskóla eru farin að læra hvernig þau geta búið til eigin tölvuleiki. Kópavogsskóli samdi nýlega við fyrirtækið SKEMA sem sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk í leikjaforritun og stuðlar að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins auk þess að rannsaka þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.

Nemendur í 4. bekkjar eru þegar farnir að forrita eigin tölvuleiki en óhætt er að segja að áhuginn sé gríðarlegur hjá krökkunum. Kópavogsskóli bindur miklar vonir við samstarfið og forvitnilegt verður að fylgjast með vinnu nemenda og framförum þegar líður á námskeiðið.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Elín Pálmadóttir
Ármann
margretfridriksxd
1029247
einelti4
Karen E. Halldórsdóttir
kfrettir_200x200
Bergljot
Bláfáni2015_1