Krakkar úr Molanum læra silkiþrykk

Unglingar úr Molanum fóru nýlega á silkiþrykk námskeið í Vinnustofu Söndru Borg og Þorgils. Þetta var í annað skiptið á stuttum tíma sem Molinn fer með hóp í slíka smiðju og virðist vera mikill áhugi fyrir þessu skemmtilega listformi. Ungmennin fengu góða innsýn í allt ferlið sem fylgir því að silkiþrykkja og unnu að sinni eigin hugmynd í gegnum það. Myndefnið sóttu þau meðal annars frá ljósmyndum úr einkasafni og notuðust við eigin teikningar sem gerði útkomuna persónulega og skemmtilega. Að fá tækifæri til að læra og fræðast um listir og menningu í öruggu umhverfi er eitt af markmiðunum í starfsemi Molans og það fellur vel að vinna með fagfólki eins og Söndru og Þorgils í Vinnustofunni.

Silkþ.jan. 2015 SILKJAN2015m SILKJAN 2015 SILKIÞ.JAN.2015

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér