Krakkar úr Molanum læra silkiþrykk

Unglingar úr Molanum fóru nýlega á silkiþrykk námskeið í Vinnustofu Söndru Borg og Þorgils. Þetta var í annað skiptið á stuttum tíma sem Molinn fer með hóp í slíka smiðju og virðist vera mikill áhugi fyrir þessu skemmtilega listformi. Ungmennin fengu góða innsýn í allt ferlið sem fylgir því að silkiþrykkja og unnu að sinni eigin hugmynd í gegnum það. Myndefnið sóttu þau meðal annars frá ljósmyndum úr einkasafni og notuðust við eigin teikningar sem gerði útkomuna persónulega og skemmtilega. Að fá tækifæri til að læra og fræðast um listir og menningu í öruggu umhverfi er eitt af markmiðunum í starfsemi Molans og það fellur vel að vinna með fagfólki eins og Söndru og Þorgils í Vinnustofunni.

Silkþ.jan. 2015 SILKJAN2015m SILKJAN 2015 SILKIÞ.JAN.2015

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar