Unglingar úr Molanum fóru nýlega á silkiþrykk námskeið í Vinnustofu Söndru Borg og Þorgils. Þetta var í annað skiptið á stuttum tíma sem Molinn fer með hóp í slíka smiðju og virðist vera mikill áhugi fyrir þessu skemmtilega listformi. Ungmennin fengu góða innsýn í allt ferlið sem fylgir því að silkiþrykkja og unnu að sinni eigin hugmynd í gegnum það. Myndefnið sóttu þau meðal annars frá ljósmyndum úr einkasafni og notuðust við eigin teikningar sem gerði útkomuna persónulega og skemmtilega. Að fá tækifæri til að læra og fræðast um listir og menningu í öruggu umhverfi er eitt af markmiðunum í starfsemi Molans og það fellur vel að vinna með fagfólki eins og Söndru og Þorgils í Vinnustofunni.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.