Krakkar úr Molanum læra silkiþrykk

Unglingar úr Molanum fóru nýlega á silkiþrykk námskeið í Vinnustofu Söndru Borg og Þorgils. Þetta var í annað skiptið á stuttum tíma sem Molinn fer með hóp í slíka smiðju og virðist vera mikill áhugi fyrir þessu skemmtilega listformi. Ungmennin fengu góða innsýn í allt ferlið sem fylgir því að silkiþrykkja og unnu að sinni eigin hugmynd í gegnum það. Myndefnið sóttu þau meðal annars frá ljósmyndum úr einkasafni og notuðust við eigin teikningar sem gerði útkomuna persónulega og skemmtilega. Að fá tækifæri til að læra og fræðast um listir og menningu í öruggu umhverfi er eitt af markmiðunum í starfsemi Molans og það fellur vel að vinna með fagfólki eins og Söndru og Þorgils í Vinnustofunni.

Silkþ.jan. 2015 SILKJAN2015m SILKJAN 2015 SILKIÞ.JAN.2015

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að