Kraumandi óánægja hjá SfK með launakjör. Boða vinnustöðvun í Kópavogi þann 1. nóvember ef ekki semst

Starfsemi grunnskóla, leikskóla, íþróttahúsa og sundlauga bæjarins mun stöðvast og einnig þjónustuverið, tölvudeildin, innheimtan, bókhaldið og starfsemi hjá velferðarsviði, ef vinnustöðvum starfsmanna bæjarins verður að veruleika.

Viðræður um kjarasamningagerð á milli starfsmannafélags Kópavogsbæjar (SfK) og kjarasviðs sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar, hófust með gerð viðræðuáætlunar í febrúar síðastliðnum og lauk með samningum sem undirritaðir voru í júlí síðastliðnum. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður SFK, segir að eftir að samningarnir hafi verið undirritaðir hafi Kópavogsbær varpað fram sprengju sem hleypti illu blóði í félagsmenn.

Kópavogsbær krafðist að svokölluð „háskólabókun“ ætti að fara út úr kjarasamningi. En hún hljóðar eftirfarandi: „Kópavogsbær lýsir yfir vegna Starfsmannafélags Kópavogs að launaþróun og launasamsetning háskólamenntaðra starfsmanna innan SfK verði með sambærilegum hætti á samningstímanum og hjá þeim stéttarfélögum sem þeir ella myndu tilheyra.“ Þetta ákvæði vildi Kópavogsbær burt. Í samtölum við félagsmenn kom fram kraumandi óánægja með bæði starfskjör og aðbúnað sem flestir vilja fá leiðréttingu á.

Á fundum með trúnaðarmönnum kom fram kaumandi óánægja félagsmanna með launakjör og viðhorf bæjarins til starfsmanna sinna. Jófríður segir að stjórn SfK hafi óskað eftir fundi með meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs vegna þeirrar stöðu sem upp var komin, en því var hafnað af bæjarstjóra.

Um eitt þúsund starfsmenn bæjarins eiga aðild að SfK, að sögn Jófríðar. Á fjölmennum félagsfundi í Salnum nýverið var samþykkt að ganga til kosninga um aðgerðir. Af 710 manna úrtaki kusu 446 félagsmenn. 89,89% þeirra samþykkti að leggja niður störf dagana 14., 15., 21. og 22. október næstkomandi.  Samþykkt var að hefja allsherjar vinnustöðvun í Kópavogi frá fyrsta nóvember ef samningar hafi ekki nást fyrir þann tíma. Slíkt muni hafa víðtæk áhrif, að sögn Jófríðar:

Starfsemi grunnskóla, leikskóla, íþróttahúsa og sundlauga bæjarins mun þá lamast, einnig þjónustuverið, tölvudeildin, innheimtan, bókhaldið og starfsemi hjá velferðarsviði bæjarins.

Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann fyrsta október.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar