Kraumandi óánægja hjá SfK með launakjör. Boða vinnustöðvun í Kópavogi þann 1. nóvember ef ekki semst

Viðræður um kjarasamningagerð á milli starfsmannafélags Kópavogsbæjar (SfK) og kjarasviðs sambands íslenskra sveitarfélaga, fyrir hönd Kópavogsbæjar, hófust með gerð viðræðuáætlunar í febrúar síðastliðnum og lauk með samningum sem undirritaðir voru í júlí síðastliðnum. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, formaður SFK, segir að eftir að samningarnir hafi verið undirritaðir hafi Kópavogsbær varpað fram sprengju sem hleypti illu blóði í félagsmenn.

Kópavogsbær krafðist að svokölluð „háskólabókun“ ætti að fara út úr kjarasamningi. En hún hljóðar eftirfarandi: „Kópavogsbær lýsir yfir vegna Starfsmannafélags Kópavogs að launaþróun og launasamsetning háskólamenntaðra starfsmanna innan SfK verði með sambærilegum hætti á samningstímanum og hjá þeim stéttarfélögum sem þeir ella myndu tilheyra.“ Þetta ákvæði vildi Kópavogsbær burt. Í samtölum við félagsmenn kom fram kraumandi óánægja með bæði starfskjör og aðbúnað sem flestir vilja fá leiðréttingu á.

Á fundum með trúnaðarmönnum kom fram kaumandi óánægja félagsmanna með launakjör og viðhorf bæjarins til starfsmanna sinna. Jófríður segir að stjórn SfK hafi óskað eftir fundi með meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs vegna þeirrar stöðu sem upp var komin, en því var hafnað af bæjarstjóra.

Um eitt þúsund starfsmenn bæjarins eiga aðild að SfK, að sögn Jófríðar. Á fjölmennum félagsfundi í Salnum nýverið var samþykkt að ganga til kosninga um aðgerðir. Af 710 manna úrtaki kusu 446 félagsmenn. 89,89% þeirra samþykkti að leggja niður störf dagana 14., 15., 21. og 22. október næstkomandi.  Samþykkt var að hefja allsherjar vinnustöðvun í Kópavogi frá fyrsta nóvember ef samningar hafi ekki nást fyrir þann tíma. Slíkt muni hafa víðtæk áhrif, að sögn Jófríðar:

Starfsemi grunnskóla, leikskóla, íþróttahúsa og sundlauga bæjarins mun þá lamast, einnig þjónustuverið, tölvudeildin, innheimtan, bókhaldið og starfsemi hjá velferðarsviði bæjarins.

Næsti samningafundur hefur verið boðaður þann fyrsta október.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sigkop
Margrét Friðriksdóttir, forseti  Bæjarstjórnar Kópavogs og formaður Skólanefndar Kópavogs
Þríkó
Eysteinn
Forvarnarsjóður 2015
Sigurbjorg-1
strengir
Ashildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Ólöf Breiðfjörð.