Kreppan er búin. Byggingakranar út um allt í Kópavogi.


Framkvæmdir við Þorrasali 1-3.

Framkvæmdir við Þorrasali 1-3.

Kranarnir hurfu eftir að Guð blessaði Ísland í október 2008. Þeir eru nú komnir út um allt á ný. Sérstaklega í Kópavogi þar sem mikill uppgangur er nú um stundir. Mest íbúafjölgun höfuðborgarsvæðisins er í Kópavogi, skuldastaða bæjarins fer batnandi og framkvæmdir eru að aukast, eins og myndirnar bera með sér.

Við Kópavogstún 2-4 er að rísa 6 hæða fjölbýlishús með 28 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Afhending verður í nóvember, 2013. Dverghamrar ehf reisir þetta hús í samstarfi við samtök aldraðra í Reykjavík.

Við Kópavogstún 2-4 er að rísa 6 hæða fjölbýlishús með 28 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Afhending verður í nóvember, 2013. Dverghamrar ehf reisir þetta hús í samstarfi við samtök aldraðra í Reykjavík.

Byggingakrani búinn að ljúka verki við Kópavogsbrún.

Byggingakrani búinn að ljúka verki við Kópavogsbrún.

Við Álfhólsveg, þar sem KRON var áður til húsa, er að rísa þetta myndarlega fjölbýlishús.

Við Álfhólsveg, þar sem KRON var áður til húsa, er að rísa þetta myndarlega fjölbýlishús.

 

Framkvæmdir við Álfhólsveg.

Framkvæmdir við Álfhólsveg.

Hvílík býsn sem hann Jói er að byggja, gæti einhver raulað með Spilverkinu. Framkvæmdir á fullu við Nýbýlaveg.

Hvílík býsn sem hann Jói er að byggja, gæti einhver raulað með Spilverkinu. Framkvæmdir á fullu við Nýbýlaveg.

Sjá kranana í austri. Kranarnir eru mættir í Salahverfið sem aldrei fyrr.

Sjá kranana í austri. Kranarnir eru mættir í Salahverfið sem aldrei fyrr.

Framkvæmdir í Salahverfi.

Framkvæmdir í Salahverfi.