Kreppan er búin. Byggingakranar út um allt í Kópavogi.

Framkvæmdir við Þorrasali 1-3.
Framkvæmdir við Þorrasali 1-3.

Kranarnir hurfu eftir að Guð blessaði Ísland í október 2008. Þeir eru nú komnir út um allt á ný. Sérstaklega í Kópavogi þar sem mikill uppgangur er nú um stundir. Mest íbúafjölgun höfuðborgarsvæðisins er í Kópavogi, skuldastaða bæjarins fer batnandi og framkvæmdir eru að aukast, eins og myndirnar bera með sér.

Við Kópavogstún 2-4 er að rísa 6 hæða fjölbýlishús með 28 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Afhending verður í nóvember, 2013. Dverghamrar ehf reisir þetta hús í samstarfi við samtök aldraðra í Reykjavík.
Við Kópavogstún 2-4 er að rísa 6 hæða fjölbýlishús með 28 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Afhending verður í nóvember, 2013. Dverghamrar ehf reisir þetta hús í samstarfi við samtök aldraðra í Reykjavík.
Byggingakrani búinn að ljúka verki við Kópavogsbrún.
Byggingakrani búinn að ljúka verki við Kópavogsbrún.
Við Álfhólsveg, þar sem KRON var áður til húsa, er að rísa þetta myndarlega fjölbýlishús.
Við Álfhólsveg, þar sem KRON var áður til húsa, er að rísa þetta myndarlega fjölbýlishús.

 

Framkvæmdir við Álfhólsveg.
Framkvæmdir við Álfhólsveg.
Hvílík býsn sem hann Jói er að byggja, gæti einhver raulað með Spilverkinu. Framkvæmdir á fullu við Nýbýlaveg.
Hvílík býsn sem hann Jói er að byggja, gæti einhver raulað með Spilverkinu. Framkvæmdir á fullu við Nýbýlaveg.
Sjá kranana í austri. Kranarnir eru mættir í Salahverfið sem aldrei fyrr.
Sjá kranana í austri. Kranarnir eru mættir í Salahverfið sem aldrei fyrr.
Framkvæmdir í Salahverfi.
Framkvæmdir í Salahverfi.

 

 

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar