Kranarnir hurfu eftir að Guð blessaði Ísland í október 2008. Þeir eru nú komnir út um allt á ný. Sérstaklega í Kópavogi þar sem mikill uppgangur er nú um stundir. Mest íbúafjölgun höfuðborgarsvæðisins er í Kópavogi, skuldastaða bæjarins fer batnandi og framkvæmdir eru að aukast, eins og myndirnar bera með sér.

Við Kópavogstún 2-4 er að rísa 6 hæða fjölbýlishús með 28 íbúðum fyrir 60 ára og eldri. Afhending verður í nóvember, 2013. Dverghamrar ehf reisir þetta hús í samstarfi við samtök aldraðra í Reykjavík.

Hvílík býsn sem hann Jói er að byggja, gæti einhver raulað með Spilverkinu. Framkvæmdir á fullu við Nýbýlaveg.
Facebook
Instagram
YouTube
RSS