Kreppuhöllin við Urðarhvarf er ennþá tóm

Á sama tíma og rætt er um að reisa 18 þúsund fermetra byggingu undir læknamiðstöð við Skógarlind í Kópavogi stendur 16 þúsund fermetra ókláruð skrifstofubygging með 9 þúsund fermetra bílakjallara auð við Urðarhvarf. Húsið blasir við vegfarendum á leið í og úr Vatnsendahverfinu. Bogadreginn glerveggur hússins myndar einskonar inngang inn í hið nýja hverfi Kópavogs meðfram Breiðholtsbrautinni. Íbúar í hverfinu kalla hana góðlátlega „Kreppuhöllina“ enda hefur hún staðið auð frá því eftir hrun. ÞG Verktakar byggðu þetta hús en Íslandsbanki leysti hana til sín árið 2011. Fjárfestar hafa sýnt húsinu aukinn áhuga en kauptilboð hafa verið með fyrirvara um fjármögnun og öll fallið á því. Tillaga um að breyta Kreppuhöllinni í íbúðahúsnæði var felld í bæjarstjórn Kópavogs nýverið, enda hvílir ennþá hundruð milljóna króna virðisaukaskattskvöð á húsinu sem tengist atvinnustarfsemi en ekki venjulegum íbúðum, samkvæmt upplýsingum Kópavogsblaðsins.

ÞG Verktakar byggðu þetta hús en Íslandsbanki leysti hana til sín árið 2011.
ÞG Verktakar byggðu þetta hús en Íslandsbanki leysti hana til sín árið 2011.

WP_20141010_11_02_09_Pro__highres

Glæsilegt útsýni úr galtómri Kreppuhöll.
Glæsilegt útsýni úr galtómri Kreppuhöll.

Fasteignasalar, sem Kópavogsblaðið hefur rætt við, eru þó bjartsýnir á að það verði ekki langt að bíða þar til líf færist í Kreppuhöllina við Urðarhvarf enda eru þróttmikil fyrirtæki farin að flytja í hverfið. Mannvit flutti nýlega starfsemi sína í Urðarhvarf, Reebokfitness er að fara að opna líkamsræktarstöð við sömu götu eftir áramót og þá festi Snorri Hjaltason, byggingaverktaki, nýlega kaup á 7.500 fermetra húsi í Víkurhvarfi.

WP_20141010_10_58_21_Pro__highres WP_20141010_11_00_08_Pro__highres

Auglýst verð á Kreppuhöllinni við Urðarhvarf 8 er 775 milljónir en fasteignamat er 236 milljónir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að