Kreppusöngleikur á svið

Gagnrýnendur lofa kreppusöngleikinn Stund milli stríða sem valin var áhugamannaleiksýning ársins.
Gagnrýnendur lofa kreppusöngleikinn Stund milli stríða sem valin var áhugamannaleiksýning ársins.

Kreppusöngleikur leikfélagsins Hugleiks, Stund milli stríða, var á vordögum valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. Söngleikurinn verður sýndur á stóra sviði leikhússins laugardagskvöldið 7. júní næstkomandi.

Stund milli stríða er 30 ára afmælissýning Hugleiks. Félagið sýndi sína fyrstu opinberu sýningu í Hjáleigunni, litla sviði Félagsheimilis Kópavogs, eigin útgáfu af Skugga-Sveini þar sem kynhlutverkum var snúið við og nefndist Skugga-Björg. Félagið hefur í tvígang sett um sýningar í samstarfi við Leikfélag Kópavogs, Bingó og Memento Mori, sem báðar hlutu mikið lof og fóru í frægðarferðir á erlendar leiklistarhátíð.

Talsverður samgangur er milli félaganna og þannig eru nokkrir þátttakendur í Stund milli stríða félagsmenn í Leikfélagi Kópavogs.

Höfundur er Þórunn Guðmundsdóttir en hún hóf leikritunarferil sinn með stæl þegar söngleikurinn Kolrassa sló eftirminnilega í gegn hjá Hugleik árið 2002. Þórunn samdi bæði leik- og söngtexta og tónlistina að auki, enda kona ekki einhöm.

Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson, en hann sviðsetti einmitt hina rómuðu Kolrössu á sínum tíma.

Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið velur sýningu úr áhugaleikhúsinu og býður henni til sín. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sögusviðið og umfjöllunarefnið er áhugavert, við hverfum aftur til kreppunnar milli stríða, með það í huga hvernig sá tími kallast á við okkar tíma. En hér eru húmorinn og ástin aldrei langt undan, né heldur tónlistin, og leikritið er bráðskemmtilegt. Fjöldi leikara og tónlistarmanna stendur að sýningunni, og flutningurinn er í senn kraftmikill, fjörugur og agaður. Umgerð sýningarinnar er einnig afar vel heppnuð, bæði leikmynd og búningar.“

Nú gefst þeim sem misstu af síðasta tækifærið, og það á stóra sviði Þjóðleikhússins. Hér er hægt að kaupa miða: http://midi.is/leikhus/2/1045

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór