Kreppusöngleikur á svið

Gagnrýnendur lofa kreppusöngleikinn Stund milli stríða sem valin var áhugamannaleiksýning ársins.
Gagnrýnendur lofa kreppusöngleikinn Stund milli stríða sem valin var áhugamannaleiksýning ársins.
Gagnrýnendur lofa kreppusöngleikinn Stund milli stríða sem valin var áhugamannaleiksýning ársins.

Kreppusöngleikur leikfélagsins Hugleiks, Stund milli stríða, var á vordögum valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. Söngleikurinn verður sýndur á stóra sviði leikhússins laugardagskvöldið 7. júní næstkomandi.

Stund milli stríða er 30 ára afmælissýning Hugleiks. Félagið sýndi sína fyrstu opinberu sýningu í Hjáleigunni, litla sviði Félagsheimilis Kópavogs, eigin útgáfu af Skugga-Sveini þar sem kynhlutverkum var snúið við og nefndist Skugga-Björg. Félagið hefur í tvígang sett um sýningar í samstarfi við Leikfélag Kópavogs, Bingó og Memento Mori, sem báðar hlutu mikið lof og fóru í frægðarferðir á erlendar leiklistarhátíð.

Talsverður samgangur er milli félaganna og þannig eru nokkrir þátttakendur í Stund milli stríða félagsmenn í Leikfélagi Kópavogs.

Höfundur er Þórunn Guðmundsdóttir en hún hóf leikritunarferil sinn með stæl þegar söngleikurinn Kolrassa sló eftirminnilega í gegn hjá Hugleik árið 2002. Þórunn samdi bæði leik- og söngtexta og tónlistina að auki, enda kona ekki einhöm.

Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson, en hann sviðsetti einmitt hina rómuðu Kolrössu á sínum tíma.

Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem Þjóðleikhúsið velur sýningu úr áhugaleikhúsinu og býður henni til sín. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Sögusviðið og umfjöllunarefnið er áhugavert, við hverfum aftur til kreppunnar milli stríða, með það í huga hvernig sá tími kallast á við okkar tíma. En hér eru húmorinn og ástin aldrei langt undan, né heldur tónlistin, og leikritið er bráðskemmtilegt. Fjöldi leikara og tónlistarmanna stendur að sýningunni, og flutningurinn er í senn kraftmikill, fjörugur og agaður. Umgerð sýningarinnar er einnig afar vel heppnuð, bæði leikmynd og búningar.“

Nú gefst þeim sem misstu af síðasta tækifærið, og það á stóra sviði Þjóðleikhússins. Hér er hægt að kaupa miða: http://midi.is/leikhus/2/1045

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,