Bikarúrslitaleikur karla í fótbolta er á milli FRAM og Stjörnunar á laugardaginn. Dómari leiksins er enginn annar en Kristinn Jakobsson, sem uppalinn er í Kópavogi.
Kristinn gerði garðinn frægan með ÍK hér á árum áður og lék með liðinu í yngri flokkunum áður en hann fór að einbeita sér að dómgæslunni með frábærum árangri. Mynd dagsins er af Kidda í ÍK-hlaupinu sem fram fór við Heiðarvöllinn (líklegast um sumarið árið 1980). ÍK gallanum hefur Kiddi sjálfsagt týnt, sem og Converse skónum en þekking hans á fótbolta hefur ekki dvínað.