Úr myndasafninu: Kristinn Jakobsson, dómari.

Bikarúrslitaleikur karla í fótbolta er á milli FRAM og Stjörnunar á laugardaginn. Dómari leiksins er enginn annar en Kristinn Jakobsson, sem uppalinn er í Kópavogi.

Kristinn Jakobsson, einn besti dómari landsins í fótbolta, á æfingartímabilinu.
Kristinn Jakobsson, einn besti dómari landsins í fótbolta, á æfingartímabilinu.

Kristinn gerði garðinn frægan með ÍK hér á árum áður og lék með liðinu í yngri flokkunum áður en hann fór að einbeita sér að dómgæslunni með frábærum árangri.  Mynd dagsins er af Kidda í ÍK-hlaupinu sem fram fór við Heiðarvöllinn (líklegast um sumarið árið 1980). ÍK gallanum hefur Kiddi sjálfsagt týnt, sem og Converse skónum en þekking hans á fótbolta hefur ekki dvínað.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar