Kristján Helgi og Telma Rut bikarmeistarar í karate

Bikarmeistararnir Telma Rut og Kristján Helgi.
Bikarmeistararnir Telma Rut og Kristján Helgi.
Bikarmeistararnir Telma Rut og Kristján Helgi.

Bikarmeistaramót Karatesambands Íslands fór fram nú um helgina.  Á bikarmótinu er keppt bæði í kata og kumite, þar sem stigahæsti einstaklingurinn stendur uppi sem sigurvegari, en gefin eru 10 stig fyrir 1.sæti, 8 stig fyrir 2.sæti, 6 stig fyrir 3.sæti og 3 stig fyrir 5-6.sæti. Fyrir mótið var ljóst að nýr bikarmeistari kvenna yrði krýndur þar sem meistarinn frá því í fyrra tók ekki þátt vegna meiðslna.

Góð þátttaka var á mótinu þar sem um 30 einstaklingar voru skráðir til keppni og margir af þeim kepptu bæði í kata og kumite. Flest allt landsliðsfólk okkar var mætt til leiks enda er bikarmótið liður  í undirbúningu þess fyrir Norðurlandameistaramótið sem fer fram í Riga, Eistland, 12.apríl næstkomand en Ísland sendir 20 keppendur á mótið í ár.

Fyrst var keppt í kata þar sem í kvennaflokki sigraði Svana Katla Þorsteinsdóttir stöllu sína úr Breiðablik, Kristínu Magnúsdóttur, en Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding, og María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri, lentu í 3.sæti. Í karlaflokki sigraði Elías Snorrason, KFR, Kristján Helga Carrasco, Víking, en þeir félagar úr Breiðablik, Davíð Freyr Guðjónsson og Heiðar Benediktsson lentu í 3.sæti. Í kumiteflokki kvenna sigraði Telma Rut Frímannsdóttir  Katrínu Ingunni Björnsdóttur, Fylki, en María Helga Guðmundsdóttir og Kristín Magnúsdóttir lentu í 3.sæti.  Í kumiteflokki karla sigraði Kristján Helgi Carrasco hann Ólaf Engilbert Árnason úr Fylki eftir mjög skemmtilegan bardaga.  Í karlaflokki lentu Sverrir Ólafur Torfason, Víking,  og Sæmundur Ragnarsson, Þórshamri, í 3.sæti.  

Þegar stigin voru talin saman í kvennaflokki þá stóð Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu, uppi sem sigurvegari og endurheimti því bikarmeistaratitil sinn frá árinu 2012. Í karlaflokki sigraði Kristján Helgi Carrasco, Víking, fimmta árið í röð, sem er einsdæmi í sögu Karatesambandsins en enginn einstaklingur hefur unnið bikarmeistaratitil svo oft í röð.  Að auki jafnaði Kristján Helgi met þeirra félaga Ingólfs Snorrasonar og Jóns Inga Þorsteinssonar sem unnu bikarmeistaratitla 5 skipti hvor á árunum 1996 til 2005.

Heildarstig kvennaflokkur

1.sæti Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding       16 stig
2.sæti Kristín Magnúsdóttir, Breiðablik,               14 stig
3.sæti María Helga Guðmundsdóttir, Þórshamri   12 stig

Heildarstig karlaflokkur:

1.sæti Kristján Helgi Carrasco, Víkingur               18 stig
2.sæti Elías Snorrason, KFR                               10 stig
3.sæti Heiðar Benediktsson, Breiðalbik                  9 stig

 

Verðlaunahafar á bikarmótinu, frá vinstri: María Helga, Kristín, Telma Rut, Kristján Helgi, Heiðar og Elías.
Verðlaunahafar á bikarmótinu, frá vinstri: María Helga, Kristín, Telma Rut, Kristján Helgi, Heiðar og Elías.

Seinna um daginn var svo haldið Bushido bikarmótið fyrir unglinga þar sem þátttakendur  voru á aldrinum 12-17 ára, keppt var bæði í kata og kumite þar sem aldur keppenda er miðað við upphaf keppnisvetrar Karatesambandsins sem hefst að hausti til.

Helstu sigurvegarar voru;

Kata 12 ára, Þorsteinn Björn Guðmundsson, Breiðablik
Kata 13 ára, Mary Jane Padua Rafael, Víkingur
Kata 14 ára, Laufey Lind Sigþórsdóttir, Breiðablik
Kata 15 ára, Katrín Kristinsdóttir, Breiðablik
Kata 16-17ára, Bogi Benediktsson, Þórshamar
Kumite  drengja 12-13 ára, Viktor Steinn Sighvatsson, Fjölnir
Kumite telpna 12-13 ára, Mary Jane Padua Rafael, Víkingur
Kumite pilta 14-15 ára, Þorsteinn Freygarðsson, Fylkir
Kumite stúlkna 14-15 ára, Edda Kristín Óttarsdóttir, Fylkir
Kumite pilta 16-17 ára, Ólafur Engilbert Árnason, Fylkir

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Bushido bikarmeistarana. Efri röð frá vinstri: Ólafur Engilbert, Þorsteinn, Bogi, Katrín og Laufey Lind.  Neðri röð frá vinstri Viktor Steinn, Þorsteinn Björn, Edda Kristín og Mary Jane.
Á meðfylgjandi mynd má sjá Bushido bikarmeistarana. Efri röð frá vinstri: Ólafur Engilbert, Þorsteinn, Bogi, Katrín og Laufey Lind. Neðri röð frá vinstri Viktor Steinn, Þorsteinn Björn, Edda Kristín og Mary Jane.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,