Krókshúsið rifið

Króks-húsið hefur lengi þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Verið er að endurskipuleggja Aubrekku-svæðið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.
Króks-húsið hefur lengi þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Verið er að endurskipuleggja Aubrekku-svæðið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.

Unnið er að því þessa dagana að rífa niður Króks-húsið, svonefnda, að Skeljabrekku 4 en húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu undanfarin ár.  Þetta rauða hús blasir við þegar keyrt er frá Reykjavík inn í Kópavog og hefur það þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Kópavogsbær keypti húsið gagngert til að rífa það enda er verið að skipuleggja Auðbrekku-svæðið upp á nýtt.

Króks-húsið dregur nafn sitt af því að fyrirtækið Krókur sem var með dráttarbíla þjónustu hafði þar áður fyrr höfuðstöðvar. Húsið er um 675 fermetrar að stærð og er það á einni hæð. Það var aldrei fullbyggt á sínum tíma.

Auðbrekku-svæðið sem nær frá Nýbýlavegi og upp að Hamraborg er skilgreint sem þróunarsvæði á nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar. Það þýðir að verið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.  Vonast er til að skipulagsvinna á svæðinu taki tvo til þrjá mánuði og að því búnu verði hægt að byggja upp svæðið að nýju í samræmi við breytta stefnu.

Niðurrifið á húsinu er því enn eitt skrefið í átt að fallegri og snyrtilegri ásýnd Kópavogsbæjar.

Skeljabrekka2845 Skeljabrekka2846 Skeljabrekka2848 Skeljabrekka2853 Skeljabrekka2854

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem