Krókshúsið rifið

Króks-húsið hefur lengi þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Verið er að endurskipuleggja Aubrekku-svæðið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.
Króks-húsið hefur lengi þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Verið er að endurskipuleggja Aubrekku-svæðið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.

Unnið er að því þessa dagana að rífa niður Króks-húsið, svonefnda, að Skeljabrekku 4 en húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu undanfarin ár.  Þetta rauða hús blasir við þegar keyrt er frá Reykjavík inn í Kópavog og hefur það þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Kópavogsbær keypti húsið gagngert til að rífa það enda er verið að skipuleggja Auðbrekku-svæðið upp á nýtt.

Króks-húsið dregur nafn sitt af því að fyrirtækið Krókur sem var með dráttarbíla þjónustu hafði þar áður fyrr höfuðstöðvar. Húsið er um 675 fermetrar að stærð og er það á einni hæð. Það var aldrei fullbyggt á sínum tíma.

Auðbrekku-svæðið sem nær frá Nýbýlavegi og upp að Hamraborg er skilgreint sem þróunarsvæði á nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar. Það þýðir að verið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.  Vonast er til að skipulagsvinna á svæðinu taki tvo til þrjá mánuði og að því búnu verði hægt að byggja upp svæðið að nýju í samræmi við breytta stefnu.

Niðurrifið á húsinu er því enn eitt skrefið í átt að fallegri og snyrtilegri ásýnd Kópavogsbæjar.

Skeljabrekka2845 Skeljabrekka2846 Skeljabrekka2848 Skeljabrekka2853 Skeljabrekka2854

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar