Krókshúsið rifið

Króks-húsið hefur lengi þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Verið er að endurskipuleggja Aubrekku-svæðið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.
Króks-húsið hefur lengi þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Verið er að endurskipuleggja Aubrekku-svæðið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.

Unnið er að því þessa dagana að rífa niður Króks-húsið, svonefnda, að Skeljabrekku 4 en húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu undanfarin ár.  Þetta rauða hús blasir við þegar keyrt er frá Reykjavík inn í Kópavog og hefur það þótt vera mikið lýti á norðurandliti bæjarins. Kópavogsbær keypti húsið gagngert til að rífa það enda er verið að skipuleggja Auðbrekku-svæðið upp á nýtt.

Króks-húsið dregur nafn sitt af því að fyrirtækið Krókur sem var með dráttarbíla þjónustu hafði þar áður fyrr höfuðstöðvar. Húsið er um 675 fermetrar að stærð og er það á einni hæð. Það var aldrei fullbyggt á sínum tíma.

Auðbrekku-svæðið sem nær frá Nýbýlavegi og upp að Hamraborg er skilgreint sem þróunarsvæði á nýju aðalskipulagi Kópavogsbæjar. Það þýðir að verið er að endurskipuleggja svæðið með það í huga að þar verði blönduð byggð; íbúðir og fyrirtæki.  Vonast er til að skipulagsvinna á svæðinu taki tvo til þrjá mánuði og að því búnu verði hægt að byggja upp svæðið að nýju í samræmi við breytta stefnu.

Niðurrifið á húsinu er því enn eitt skrefið í átt að fallegri og snyrtilegri ásýnd Kópavogsbæjar.

Skeljabrekka2845 Skeljabrekka2846 Skeljabrekka2848 Skeljabrekka2853 Skeljabrekka2854

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar