Krónan styrkir Cup Kópavogur

Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, Jóhann Viðarsson formaður barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar HK, Guðríður H. Baldursdóttir Mannauðsstjóri Kaupáss og Berglind Ósk Ólafsdóttir markaðsstjóri Kaupáss. Auk þess voru HK stelpurnar Tinna Sól Björgvinsdóttir, Birna Mjöll Björgvinsdóttir og Telma Sól Bogadóttir viðstaddar undirritun.
Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, Jóhann Viðarsson formaður barna- og unglingaráðs handknattleiksdeildar HK, Guðríður H. Baldursdóttir Mannauðsstjóri Kaupáss og Berglind Ósk Ólafsdóttir markaðsstjóri Kaupáss. Auk þess voru HK stelpurnar Tinna Sól Björgvinsdóttir, Birna Mjöll Björgvinsdóttir og Telma Sól Bogadóttir viðstaddar undirritun.

Handknattleiksdeild HK og Krónan hafa gert með sér samstarfssamning til eins árs um stuðning til alþjóðlega handboltamótsins Cup Kópavogur sem HK heldur í Kórnum í Kópavogi í sumar. Styrkurinn mun fara í að búa mótinu jákvæða og góða umgjörð og kemur Krónan myndarlega að starfi handknattleiksdeildar HK með þessum samningi auk þess sem að fyrirtækið styður með þessu vel við barna- og unglingastarf félagsins. 

„Samningurinn við HK er mjög þýðingarmikill fyrir okkur. Með styrknum viljum við leggja okkar af mörkum til að gera félaginu  sem er nágranni okkar í Kórnum kleift að standa vel að fyrsta alþjóðlega handknattleiksmóti HK fyrir börn á aldrinum 13-16 ára og bindum við vonir við að  styrkurinn efli starf og uppbyggingu HK sem hefur verið mikil á liðnum árum,“ segir Berglind Ósk Ólafsdóttir markaðsstjóri Kaupáss. „Það er vel við hæfi að Markaðsstofa Kópavogs sem hefur það hlutverk að efla atvinnuþróun og uppbyggingu í Kópavogi hafi komið á samningi milli þessara tveggja öflugu aðila í bæjarfélaginu.“

Markmið HK með alþjóðlegu handboltamóti eru háleit og standa vonir til þess að mótið geti orðið með fjölsóttari alþjóðlegum handboltamótum í unglingaflokki á Norðurlöndunum í nánustu framtíð. Kópavogur er ákjósanlegur staður fyrir alþjóðlega íþróttaviðburði vegna glæsilegra íþróttamannvirkja bæjarins, nálægðar við afþreyingu, verslun og þjónustu og öflugs íþróttastarfs, þá sérstaklega meðal barna og unglinga.

Fjórir fyrrum leikmenn í fyrstu deild HK verða verndarar mótsins.  Þau eru öll þrautreyndir leikmenn í handbolta og hafa spilað með landsliðinu og erlendum félagsliðum síðustu ár. Það er mikill heiður fyrir HK að fá jafn hæfileikaríka og þekkta leikmenn til liðs við mótið en þau eru: Björgvin Páll Gústafsson landsliðsmaður sem nú leikur Bergischer HC í Þýskalandi, Arna Sif Pálsdóttir landsliðskona sem leikur með SK Aarhus í Danmörku, Rut Arnfjörð Jónsdóttir landsliðskona sem leikur með Team Tvis Holstebro í Danmörku, og Ólafur Bjarki Ragnarsson  landsliðsmaður sem leikur með TV Emsdetten í Þýskalandi.

HK var formlega stofnað árið 1970 og er stærsta handknattleiksfélag landsins með um 700 handknattleiksiðkendur. Hjá félaginu er mjög öflugt barna og unglingastarf og hafa yngri flokkar drengja og stúlkna náð góðum árangri á mótum í gegnum tíðina.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér