• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

Krossgátusmiðurinn á Kársnesi
Auðun Georg Ólafsson
22/09/2020

Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst krossgátu og fundið sitt erfiðleikastig við hæfi.

Kársnesingurinn Bragi Halldórsson semur krossgáturnar sem birtast í Kópavogsblaðinu en hann hefur síðustu 16 ár fengist við að semja slíkar gátur fyrir blöð og tímarit auk mynda- og barnagáta. Daglega er lítil krossgáta eftir hann í Fréttablaðinu sem samkvæmt talningu Braga eru orðnar hvorki fleiri né færri en 4.300 talsins.

Bragi segir krossgátusmiði hálfgerðan hulduher svo fólk verður oft hvumsa þegar
það kemst að því við hvað hann starfar enda hugleiða fæstir hverjir það eru sem
semja krossgátur. „Íslendingar hafa svo gaman af íslenskunni, það sést hvað við
getum rifist um hana. Þeim fækkar ekki sem hafa samband við mig til að falast eftir
krossgátum. Krossgátan lifir góðu lífi.“

Krossgáta með kaffinu

„Ég fæ reglulega að heyra af fólki finnst ómögulegt að byrja daginn án þess að leysa daglegu krossgátuna með fyrsta kaffibolla dagsins,“ segir Bragi og hlær. „Fátt er sjálfsagt betra en smá heilaleikfimi með morgunkaffinu til að koma sér í gang inn í daginn. Ég reyni því að smíða þær þannig að ekki eigi að taka nema um „kaffibolla“ að leysa þær. Þó verð ég að hafa eitthvað hæfilega snúið í hverri gátu svo heilinn þurfi nú aðeins að hafa fyrir því að leysa þær þótt þær eigi ekki að vera erfiðar. Það getur verið ansi erfitt því formið er stíft og ég reyni hvað ég get að forðast endurtekningar. Óhjákvæmilega koma þó sömu stuttu orðin oft fyrir en þá er að leita uppi eftir bestu getu nýjar og nýjar vísbendingar fyrir þau orð.“

Stuttu orðin fyrst

„Ef maður er óvanur eða dottinn úr þjálfun þá er oftast best að leita fyrst uppi stuttu orðin, tveggja, þriggja og fjögurra stafa orð,“ útskýrir Bragi, spurður um hver sé besta leiðin til að leysa krossgátu fyrir óvana. „Stuttu orðin eru almennt auðveldust svo með þau leyst er auðveldara að reikna út hver lengri orðin eru komin með nokkra stafi í þau.“
Bragi segir að algengasta lengd íslenskra orða sem við notum mest séu fimm stafir. „Þó eru samtengingar og smáorð eðlilega lang algengastar eins og „að“ og „og“ en einnig mörg þriggja stafa orð. Mörg þeirra eiga sér ekki nema eitt eða tvö samheiti sem hægt er að nota í þeirra stað, svo þau eru því ætíð auðveld.“ Bragi útskýrir að það sé nær útilokað að semja heila samheita krossgátu án þess að þurfa að nota eitthvað af tveggja og þriggja stafa orðum og eru þau oftlega þau sömu aftur og aftur sökum þess hvað þau eru fá.
„Það er vegna þess að krossgátur eru kassalaga og það þarf að fylla í alla reitina. Engin krossgátuhöfundur fær þetta flúið svo ein af glímunum sem hver höfundur þarf að leysa er að reyna að hafa sem allra fæst tveggja og þriggja stafa orð. Þó er það samþykkt regla að nota sem dæmi „tveir eins = pp.“ Ég nota þó ekki eins og „tveir samhljóðar,“ sem mér finnst margir nota. Það finnst mér frekar billeg leið en hver hefur jú sinn stíl.“

Höfundareinkenni

„Það eru margar svona hefðir í krossgátum sem maður lærir smám saman að glíma við,“ segir Bragi. „Til að flækja málið þá eru þó engir tveir krossgátuhöfundar eins. Hver fyrir sig hefur sín höfundareinkenni. Ef maður er byrjandi eða er að rifja upp færnina, þá er best að halda sig við bara einn krossgátuhöfund til að byrja með til að læra inn á hann. Eftir að því hefur verið náð, þá er ennþá skemmtilegra að fara að glíma við einhvern annan. Flestir byrja þó oftast á að standa alveg á gati því viðkomandi notar aðrar aðferðir en sá fyrri. Þá þarf að læra upp á nýtt hver persónueinkenni þess höfundar eru. Hversu gaman fólk hefur af krossgátum fer oft eftir höfundum og eru því sumar gátur sem birtast reglulega vinsælli en aðrar.“

Daglegt mál og klassísk krossgátuorð

Bragi segir fólk helst kvarti yfir því að krossgátuhöfundar noti of mikið af gömlum úreltum orðum sem enginn þekkir lengur nema kannski harðasta krossgátufólk. „Því ákvað ég að minnka verulega að nota slík orð og hef uppskorið þakkir fyrir frá krossgátufólki sem finnst krossgáturnar mínar vera fyrir vikið meira á nútímamáli. Ég reyni því að hafa sem mest orð sem við notum í dag og ættu að vera flestum kunn. Þó má ekki alfarið nota daglegt talmál því þá yrðu gáturnar allt of auðveldar, svo ég sæki líka í bókmál sem oft eru orð sem sjaldnar eru notuð þótt það séu úr bókum skrifuðum í dag. Ég reyni að sigla milli skers og báru og hef þetta í huga fyrir þær gátur sem ég sem fyrir Kópavogsblaðið. Klassísk krossgátuorð verða þó líka að fá að fljóta með eins og „aða = skel“.“ Við notum orðið „aða“ vart nokkurn tímann en það hefur fylgt Íslenskum krossgátum alla tíð en saga þeirra er orðin yfir 100 ára síðan fyrsta krossgátan birtist á prenti hér á landi.“

Bragi heldur úti vefnum krossgatur.gatur.net með yfir 300 ókeypis krossgátum og lausnum þeirra.

Efnisorðfeaturedviðtalið
Mannlíf
22/09/2020
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðfeaturedviðtalið

Meira

  • Lesa meira
    Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir

    Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum verður með áhugaverða erindaröð á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í apríl,...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    Vortónleikar Skólahljómsveitar Kópavogs

    Það var mikil eftirvænting í loftinu sunnudaginn 7. mars þegar nemendur Skólahljómsveitar Kópavogs gátu loks haldið tónleika,...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    Ný sundlaug í Fossvogsdal

    Dagur B. Eggertsson borgastjóri Reykjavíkur og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, leggja til að samþykkt verði að...

    ritstjorn 11/03/2021
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Mannlíf16/12/2020
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.