Kúnstin að þola góðærið

Ómar Stefánsson.
Ómar Stefánsson.

Það hefur gengið á ýmsu þetta kjörtímabil hjá núverandi bæjarstjórn. Bæjarstjórn hefur ýmist valið eða þurft að loka stofnunum í bænum vegna skorts á viðhaldi. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrr á öldinni ef deild á leikskóla hefði verið færð í annað húsnæði í heilan mánuð, hætt að nota húsnæði vinnuskólans og starfsemin flutt í gáma, loka hluta Kársnesskóla og færa starfsemina. Rúsínan í pylsuendanum er þó að bæjarskrifstofurnar, sem voru í það slæmu ástandi að það þurfti að bregðast við strax, voru flutt í nýtt húsnæði vegna heilsu starfsfólksins, en húsnæðið er núna nógu gott til að hýsa skólabörnin okkar. Það hefði þótt ástæða fyrir nokkrum árum að taka þetta virkilega alvarlega og framkvæmdasamir stjórnmálamenn hefðu tekið fast á málum.

Það sem hefur þó einkennt þennan meirihluta framar öllu er viljaleysi til að taka á málum. Enn hefur ekkert haggast í Vatnsenda og er það fyrst og fremst viljaleysi meirihlutans. Enn hefur ekkert gerst varðandi hesthúsin á Glaðheimasvæðinu. Enn hefur ekkert gerst varðandi Fífuhvammslandið rétt við móttökustöð Sorpu. Enn er verið að beita fornaldaraðferðum varðandi hirðingu á plasti frá bæjarbúum og svo mætti lengi telja.  Það er eins og meirihlutinn átti sig ekki á að málin hverfa ekki þó þeim sé sópað út í horn eða undir teppi. Það er ekki hægt að ætlast til að þessi meirihluti geri kraftaverk á þeim dögum sem eru til kosninga, heldur bara vona að hann komi skammlaust frá þessum tíma. Það er nefnilega ekki minni kúnst að stjórna í góðæri en þegar þrengir að og það er ekki hægt að fara í gæluverkefni á meðan þörfin fyrir viðhald og jafnvel óvinsælar ákvarðanir sem þarf að taka bíða ekki endalaust.

Nýverið hitti ég bæjarfulltrúa sem fannst að ég væri helst til neikvæður í þeirra garð.  Það er ekki neikvæðni að benda á það sem ekki er gert og það sem betur mætt fara. Fram til þessa hafa 11 manns verið í klappliði bæjarstjórnar. Þó að vísbendingar séu um að minnihlutinn sé að átta sig á að það borgar sig ekki að fara niður með sökkvandi skipi. Það er líka ástæða til að ætla að þetta fólk geti haldið eigin verkum hátt á lofti. Það er ekki neitt sem ég hef löngun til að gera. Enda ekki áhugaverð afrekaskrá.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar