• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Kvennakrónur?

Kvennakrónur?
ritstjorn
08/09/2016
Elín Hirst, alþingismaður.

Elín Hirst, alþingismaður.

Við sjálfstæðismenn trúum á frjálsa samkeppni, eftir réttum leikreglum. Við vitum að hún eykur framboð af vöru og lækkar verð. Þeir sem standa sig best dafna en hinir síður. Við trúum líka að einkaframtakið leysi mjög mörg verkefni mun betur en ríkið og vitum jafnframt að ríkið er ennþá að vafstra í allt of mörgu. Illa reknar stofnanir, óskilvirkir eftirlitsaðilar og skortur á skilgreiningu á umfangi ríkisafskipta kallar á meira skattfé. Við trúum því að það fé sé betur komið í höndum einstaklingsins. Það er sannarlega þörf á skattalækkunum, á því leikur enginn vafi. Á tímum samkeppni hefði mátt ætla að nú væri búið að hreinsa út óútskýrðan launamun kynjanna, óværuna sem er svo lífseig. Könnun sem BHM lét gera bendir til þess að óútskýrður launamunur kynjanna sé nú 12% þar sem hallar á konur. Meðal svarenda sem störfuðu hjá ríki og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg jókst kynbundinn launamunur milli kannana en minnkaði meðal svarenda sem störfuðu hjá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum. Já, þið tókuð rétt eftir, munur jókst innan stofnana sem lúta þeim sem settu m.a. jafnréttislögin. Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru Það sama á við um önnur útgjöld konunnar. Ennþá þarf að berjast. Gætum við til að mynda hugsað okkur átak þar sem verslanir verðmerkja vörur í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt, eftir því hvort kynið á í hlut? Þannig mætti hugsa sér að matvöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum hætti: 142 krónur og 158 kvennakrónur. Bílaumboð auglýsti fjögurra manna fólksbíl á 5,2 milljónir króna og 5,8 milljónir kvennakróna. Eitt er víst að orðin ein duga ekki og okkur miðar ekki nægilega hratt í jafnréttisátt. Ég get ekki hugsað mér tengdadætur eða sonardætur mínar þurfa að versla í kvennakrónum næstu áratugina. Við konur eigum að standa saman, en karlarnir líka. Það er löngu viðurkennt að konur eru síður en svo lakari starfskraft- ur og oft betri. Það eru því lélegir viðskiptamenn og stjórnendur sem láta óútskýrðan launamun viðgangast í sínu fyrirtæki eða stofnun.

Elín Hirst, alþingismaður, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Efnisorðefst á baugikraginnprófkjörsjálfstæðisflokkurinn
Aðsent
08/09/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugikraginnprófkjörsjálfstæðisflokkurinn

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.