Kvennakrónur?

Elín Hirst, alþingismaður.
Elín Hirst, alþingismaður.
Elín Hirst, alþingismaður.

Við sjálfstæðismenn trúum á frjálsa samkeppni, eftir réttum leikreglum. Við vitum að hún eykur framboð af vöru og lækkar verð. Þeir sem standa sig best dafna en hinir síður. Við trúum líka að einkaframtakið leysi mjög mörg verkefni mun betur en ríkið og vitum jafnframt að ríkið er ennþá að vafstra í allt of mörgu. Illa reknar stofnanir, óskilvirkir eftirlitsaðilar og skortur á skilgreiningu á umfangi ríkisafskipta kallar á meira skattfé. Við trúum því að það fé sé betur komið í höndum einstaklingsins. Það er sannarlega þörf á skattalækkunum, á því leikur enginn vafi. Á tímum samkeppni hefði mátt ætla að nú væri búið að hreinsa út óútskýrðan launamun kynjanna, óværuna sem er svo lífseig. Könnun sem BHM lét gera bendir til þess að óútskýrður launamunur kynjanna sé nú 12% þar sem hallar á konur. Meðal svarenda sem störfuðu hjá ríki og hjá sveitarfélögum öðrum en Reykjavíkurborg jókst kynbundinn launamunur milli kannana en minnkaði meðal svarenda sem störfuðu hjá Reykjavíkurborg og einkafyrirtækjum. Já, þið tókuð rétt eftir, munur jókst innan stofnana sem lúta þeim sem settu m.a. jafnréttislögin. Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru Það sama á við um önnur útgjöld konunnar. Ennþá þarf að berjast. Gætum við til að mynda hugsað okkur átak þar sem verslanir verðmerkja vörur í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt, eftir því hvort kynið á í hlut? Þannig mætti hugsa sér að matvöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum hætti: 142 krónur og 158 kvennakrónur. Bílaumboð auglýsti fjögurra manna fólksbíl á 5,2 milljónir króna og 5,8 milljónir kvennakróna. Eitt er víst að orðin ein duga ekki og okkur miðar ekki nægilega hratt í jafnréttisátt. Ég get ekki hugsað mér tengdadætur eða sonardætur mínar þurfa að versla í kvennakrónum næstu áratugina. Við konur eigum að standa saman, en karlarnir líka. Það er löngu viðurkennt að konur eru síður en svo lakari starfskraft- ur og oft betri. Það eru því lélegir viðskiptamenn og stjórnendur sem láta óútskýrðan launamun viðgangast í sínu fyrirtæki eða stofnun.

Elín Hirst, alþingismaður, sækist eftir 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,