Kvíðaröskun grunnskólanema

Baldvin Björgvinsson, rafiðnakennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og íbúi í Kópavogi.
Baldvin Björgvinsson, rafiðnakennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og íbúi í Kópavogi.

Ég hef áhyggjur. Ég er framhaldsskólakennari við einn stærsta fjölbrautaskóla landsins og ég hef áhyggjur af því andlega ástandi sem börnin eru í þegar þau koma til okkar. Það er eitthvað að.

Af því sem ég hef lært í sálfræði veit ég að það er ekki eðlilegt að það sé búið að búa til í börnunum kvíða og ótta við það eitt að stunda nám og taka próf. Búa til segi ég og stend við það. Venjulegur nemandi ætti að koma upp úr grunnskólanum tiltölulega áhyggjulaus gagnvart námi og prófum.

Bæði nemendur og foreldrar hafa bent mér á að krakkarnir þeirra séu með alvarlegan prófkvíða eða jafnvel bara skólakvíða. Sérstaklega síðasta spölinn í grunnskóla hafa þau verið hrædd áfram með upplýsingum um að ef þau kæmu ekki með súpereinkunnir upp úr grunnskólanum þá væri líf þeirra á enda.

Námsráðgjafarnir okkar þekkja þetta líka vel. Í sumum tilfellum verður vandinn enn verri þannig að hann færist yfir á það að viðkomandi líður ekki bara illa þegar kemur að prófi, heldur líka að mæta í skólann eða hreinlega að koma inn á skólalóð. Við slíku geta auðvitað verið aðrar orsakir.

Ég segi alltaf að ég vinni við að búa til nýja rafvirkja, er sem sagt rafiðnakennari. Hjá okkur tekur það nokkrar annir og stundum nokkur ár að snúa ofan af prófkvíða og allskonar undarlegri hegðun nemenda sem fylgir þeim inn í námið til okkar. Snúa ofan af einhverju sem aldrei átti að vera til staðar. Það virðist vera einfaldasta lausnin í dag að hafa bara engin próf. Láta nemendur vinna verkefni og meta þá jafnt og þétt, sem er reyndar mjög góð kennsluaðferð, svokallað símat. En fyrir nemendur sem ætla sér í nám á háskólastigi þá þurfa þau líka að læra að taka próf eins og þau eru framkvæmd í háskóla og við þurfum að undirbúa þau undir það líka.

Það sem ég er að benda á er að það er eitthvað að í grunnskólanum. Það er ekki eðlilegt að börn sem koma upp úr grunnskóla séu illa sködduð af kvíðaröskun, tilbúinni kvíðaröskun, sem væntanlega var búin til. Komast þarf að því hvar og hvernig þessi kvíðaröskun verður til. Hættum síðan þessum kvíðaskapandi aðferðum og tökum upp uppbyggilegri aðferðir öllum til góða.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn