• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Kvíðaröskun grunnskólanema

Kvíðaröskun grunnskólanema
ritstjorn
24/03/2016
Baldvin Björgvinsson, rafiðnakennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og íbúi í Kópavogi.

Baldvin Björgvinsson, rafiðnakennari við Fjölbrautarskólann í Breiðholti og íbúi í Kópavogi.

Ég hef áhyggjur. Ég er framhaldsskólakennari við einn stærsta fjölbrautaskóla landsins og ég hef áhyggjur af því andlega ástandi sem börnin eru í þegar þau koma til okkar. Það er eitthvað að.

Af því sem ég hef lært í sálfræði veit ég að það er ekki eðlilegt að það sé búið að búa til í börnunum kvíða og ótta við það eitt að stunda nám og taka próf. Búa til segi ég og stend við það. Venjulegur nemandi ætti að koma upp úr grunnskólanum tiltölulega áhyggjulaus gagnvart námi og prófum.

Bæði nemendur og foreldrar hafa bent mér á að krakkarnir þeirra séu með alvarlegan prófkvíða eða jafnvel bara skólakvíða. Sérstaklega síðasta spölinn í grunnskóla hafa þau verið hrædd áfram með upplýsingum um að ef þau kæmu ekki með súpereinkunnir upp úr grunnskólanum þá væri líf þeirra á enda.

Námsráðgjafarnir okkar þekkja þetta líka vel. Í sumum tilfellum verður vandinn enn verri þannig að hann færist yfir á það að viðkomandi líður ekki bara illa þegar kemur að prófi, heldur líka að mæta í skólann eða hreinlega að koma inn á skólalóð. Við slíku geta auðvitað verið aðrar orsakir.

Ég segi alltaf að ég vinni við að búa til nýja rafvirkja, er sem sagt rafiðnakennari. Hjá okkur tekur það nokkrar annir og stundum nokkur ár að snúa ofan af prófkvíða og allskonar undarlegri hegðun nemenda sem fylgir þeim inn í námið til okkar. Snúa ofan af einhverju sem aldrei átti að vera til staðar. Það virðist vera einfaldasta lausnin í dag að hafa bara engin próf. Láta nemendur vinna verkefni og meta þá jafnt og þétt, sem er reyndar mjög góð kennsluaðferð, svokallað símat. En fyrir nemendur sem ætla sér í nám á háskólastigi þá þurfa þau líka að læra að taka próf eins og þau eru framkvæmd í háskóla og við þurfum að undirbúa þau undir það líka.

Það sem ég er að benda á er að það er eitthvað að í grunnskólanum. Það er ekki eðlilegt að börn sem koma upp úr grunnskóla séu illa sködduð af kvíðaröskun, tilbúinni kvíðaröskun, sem væntanlega var búin til. Komast þarf að því hvar og hvernig þessi kvíðaröskun verður til. Hættum síðan þessum kvíðaskapandi aðferðum og tökum upp uppbyggilegri aðferðir öllum til góða.

Efnisorðefst á baugigrunnskólanemarprófkvíðiumræðan
Aðsent
24/03/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugigrunnskólanemarprófkvíðiumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Bjart fram undan, hefjum störf

    Í liðinni viku hleypti ríkisstjórnin í samvinnu við sveitarfélögin af stað verkefninu Hefjum störf. Verkefnið er viðbót...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    Sundlaug óskast… í Reykjavík

    Undarlegt erindi dúkkaði nýverið upp í bæjarráði Kópavogsbæjar sem varðaði beiðni um að bæjarstjóri Kópavogs og borgarstjóri...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    Við þurfum nýjan formann VR

    Mig langar að byrja á því að þakka ykkur fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Nú eru kosningarnar...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Jákvæð byggðaþróun á Kársnesinu

    Það dylst engum sem leið eiga um Kársnesið að byggðin nyrst og vestast er að taka miklum...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Bæjarfulltrúar uppi á borðum

    Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Mannlíf16/12/2020
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.