Í tengslum við RIFF kvikmyndahátíðina var haldið stuttmyndanámskeið fyrir grunnskólanema í bænum.
Marteinn Sigurgeirson, kvikmyndagerðarmaður, stýrði námskeiðinu og kenndi krökkunum helstu tökin. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn, leikstjóri, handritshöfundur og klippari, veittu innsýn í starf sitt og krakkarnir unnu síðan saman í hóp að gerð stuttmynda.