Kynning: Köfunargræjur og kaffihús við Nýbýlaveg

Þorvaldur Hafberg og Helga Sigurrós Björnsdóttir.

Áhugavert kaffihús opnaði í síðustu viku við Nýbýlaveg 14, beint fyrir ofan Dominos. Þorvaldur Hafberg og kærasta hans, Helga Sigurrós Björnsdóttir, ákváðu að slá tvær flugur í einu höggi og sameina áhugamál sín um útiveru, köfun og kaffihús. Þau leigðu húsnæðið þar sem Rafport var áður og opnuðu kaffihús og verslun í sama rými.

Hafsport selur útivistarföt, sundfatnað og búnað fyrir kafara. „Á kaffihúsinu okkar er róleg og góð stemning allan daginn og hægt er að koma við á morgnana í leið í vinnu, taka með sér veitingar og slaka á eftir langan vinnudag í ró og næði. Hér er hægt að fá ilmandi kaffi, kökur, samlokur og súpu í hádeginu,“ segir Helga. Óhætt er að segja að margir reki upp stór augu þegar inn á  kaffihúsið er komið því þar skammt fyrir innan er alls konar öryggisbúnaður og fatnaður sem tengist sundi, sjósundi, siglingum, köfun og útivist. „Flestir eru hissa að sjá verslun af þessum toga fyrir innan kaffihús og finnst það mjög sniðugt,“ segir Helga og brosir. „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og hingað eru allir velkomnir. Fólk er að uppgötva okkur núna í hverfinu og það er ákaflega gaman.“

Allt sem tengist vatni og sjó

Hugmyndin að Hafsport kviknaði árið 2011 þegar Þorvaldur, sem hafði stundað köfun í rúm 20 ár, tók eftir að þjónusta við kafara og búnað þeirra hér á landi var af skornum skammti. „Ég ákvað að flytja inn köfunarvasaljós og selja þau í bílskúrnum hjá mér í Vindakór,“ segir Þorvaldur. Hugmyndin vatt upp á sig, vöruframboð fyrir kafara og útivistarfólk fór vaxandi og fljótlega þurfti að flytja starfsemina í Auðbrekku. Fyrirtækið hóf einnig innflutning á sundvörum frá Aqua Sphere og útivistarfatnaði frá Fourth Element. Hjá Hafsport má finna sundhettur, vettlinga og skó fyrir sjósund að ógleymdum sundgleraugum, þríþrautargöllum og öðrum hlífðarfatnaði fyrir siglingar. Einnig er boðið upp á báta og bátakerrur og loftpressur fyrir öndunarloft. 

„Við stoppuðum stutt við í Auðbrekku og fluttum okkur hingað að Nýbýlavegi 14 því eftirspurnin var mikil. Við fórum að bjóða allt sem tengdist vatni og sjó, til dæmis björgunarbúnað, öryggishjálma og samskiptakerfi. Reglulega þarf að fara yfir öndunarbúnað, kúta, ventla og köfunargalla. Við þrýstiprófum kúta og  gerum við þann búnað sem þarf til köfunar. Til gamans má nefna að fjölnota öryggishjálmar sem við bjóðum eru afar vandaðir og vinsælir hjá skipaáhöfnum, björgunarsveitum, Landhelgisgæslu, lögreglu og slökkviliði.“  Hægt er að fylgjast með Hafsport á facebook síðu Hafsport.is, Hafsport sundvörur og Hafsport Café. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér