Kynntust í Skapandi Sumarstörfum

Hópinn skipa Arnar Geir Gústafsson, borgarskipulagsfræðingur, Ýr Jóhannsdóttir, textílhönnður, Birnir Jón Sigurðsson og Hallveig Kristín Eiríksdóttir, sviðshöfundar. Við gerð sýningarinnar fengu þau til liðs við sig raftónskáldið Halldór Eldjárn. Mynd: Gunnlöð Jóna

Sviðslistahópurinn CGFC hefur hlotið tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2020 í flokkinum Leikrit ársins, fyrir verk sitt Kartöflur sem sýnt var í Borgarleikhúsinu síðastliðið haust. Hópurinn myndaðist í Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi árið 2015, og hefur síðan þá sett upp 9 sýningar innan Kópavogs sem utan. 

Sýningin er heimildaleikrit um íslenska kartöflubændur og hvernig íslenskur nútími kallast á við fortíðina í gegnum þetta vinsæla grænmeti, auk þess að farið er í saumana á því hvernig snakk er búið til. Þar sem verkið var unnið með lágmarks fjármagn, tók hópurinn til þess ráðs að rækta leikmyndina frá grunni í staðinn fyrir að kaupa hana, og samanstendur hún af Helgum og Blálandsdrottningum sem gróðursettar voru í Svínadal. Verkið var unnið í mánaðarlöngu ferli fyrir Umbúðarlaust sviðið í Borgarleikhúsinu, en verður sett upp aftur á Litla Sviðinu í haust og er hópurinn því um þessar mundir að fara að stinga niður útsæði fyrir næstu uppskeru. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar