Kynntust í Skapandi Sumarstörfum

Hópinn skipa Arnar Geir Gústafsson, borgarskipulagsfræðingur, Ýr Jóhannsdóttir, textílhönnður, Birnir Jón Sigurðsson og Hallveig Kristín Eiríksdóttir, sviðshöfundar. Við gerð sýningarinnar fengu þau til liðs við sig raftónskáldið Halldór Eldjárn. Mynd: Gunnlöð Jóna

Sviðslistahópurinn CGFC hefur hlotið tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2020 í flokkinum Leikrit ársins, fyrir verk sitt Kartöflur sem sýnt var í Borgarleikhúsinu síðastliðið haust. Hópurinn myndaðist í Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi árið 2015, og hefur síðan þá sett upp 9 sýningar innan Kópavogs sem utan. 

Sýningin er heimildaleikrit um íslenska kartöflubændur og hvernig íslenskur nútími kallast á við fortíðina í gegnum þetta vinsæla grænmeti, auk þess að farið er í saumana á því hvernig snakk er búið til. Þar sem verkið var unnið með lágmarks fjármagn, tók hópurinn til þess ráðs að rækta leikmyndina frá grunni í staðinn fyrir að kaupa hana, og samanstendur hún af Helgum og Blálandsdrottningum sem gróðursettar voru í Svínadal. Verkið var unnið í mánaðarlöngu ferli fyrir Umbúðarlaust sviðið í Borgarleikhúsinu, en verður sett upp aftur á Litla Sviðinu í haust og er hópurinn því um þessar mundir að fara að stinga niður útsæði fyrir næstu uppskeru. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð