Kynntust í Skapandi Sumarstörfum

Hópinn skipa Arnar Geir Gústafsson, borgarskipulagsfræðingur, Ýr Jóhannsdóttir, textílhönnður, Birnir Jón Sigurðsson og Hallveig Kristín Eiríksdóttir, sviðshöfundar. Við gerð sýningarinnar fengu þau til liðs við sig raftónskáldið Halldór Eldjárn. Mynd: Gunnlöð Jóna

Sviðslistahópurinn CGFC hefur hlotið tilnefningu til Grímuverðlaunanna 2020 í flokkinum Leikrit ársins, fyrir verk sitt Kartöflur sem sýnt var í Borgarleikhúsinu síðastliðið haust. Hópurinn myndaðist í Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi árið 2015, og hefur síðan þá sett upp 9 sýningar innan Kópavogs sem utan. 

Sýningin er heimildaleikrit um íslenska kartöflubændur og hvernig íslenskur nútími kallast á við fortíðina í gegnum þetta vinsæla grænmeti, auk þess að farið er í saumana á því hvernig snakk er búið til. Þar sem verkið var unnið með lágmarks fjármagn, tók hópurinn til þess ráðs að rækta leikmyndina frá grunni í staðinn fyrir að kaupa hana, og samanstendur hún af Helgum og Blálandsdrottningum sem gróðursettar voru í Svínadal. Verkið var unnið í mánaðarlöngu ferli fyrir Umbúðarlaust sviðið í Borgarleikhúsinu, en verður sett upp aftur á Litla Sviðinu í haust og er hópurinn því um þessar mundir að fara að stinga niður útsæði fyrir næstu uppskeru. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem