Lækkum skatta

Guðmundur Geirdal.
Guðmundur Geirdal.

Húsnæðismál eru mikið í umræðunni þessi misserin og ekki að ástæðulausu. Sjaldan eða aldrei hefur verið erfiðara fyrir fólk að komast í húsnæði hvort sem er til kaups eða leigu. Ástæðurnar eru margar eins og flestir vita. Ein sú stærsta er eflaust sú að nánast ekkert var byggt á árunun eftir hrun. Jafnvel þótt menn gerðu sér grein fyrir þörfinni sem var að hlaðast upp þá höfðu aðilar ekki fjármagn til að hefjast handa á þeim árum. Nú er staðan sú að allir sem tengjast byggingabransanum eru á fullu og er það mat margra að eftir fjögur til fimm ár verði jafnvægi náð.

Auðvitað hafa þeir erlendu gestir sem hingað koma áhrif á þennan markað því nokkuð af húsnæði fer í þess háttar gistingu ásamt því að mikið af iðnaðarmönnum eru  að vinna við hótelbyggingar og annað tengt ferðaþjónustu.   

Einnig er ljóst að fjölskyldur eru minni í dag en þær voru áður þannig að fleiri íbúðir þarf fyrir sama mannfjölda, en að sama skapi smærri einingar.

En hvað getum við gert til að gera unga duglega fólkinu okkar mögulegt að komast yfir húsnæði?

Ef það er rétt mat að eftir 4-5 ár verði búið að byggja nóg til að jafnvægi skapist á markaðnum þá þarf með einhverjum leiðum að búa þannig um hnútana að stærstur hluti íbúðanna komi í almenna sölu. Ég tel að með einhverjum leiðum þurfi að koma í veg fyrir að stór leigufélög kaupi upp heilu blokkirnar og hverfin og verði þá of ríkjandi á þessum markaði sem leitt gæti til þess að verð á húsnæði haldist hærra en ella. Sérstaklega er þetta afkáralegt þegar þessi félög eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða og vinna þannig gegn eigendum sínum.

Oft er eina leiðin fyrir ungt fólk til að eignast pening að vinna mjög mikið í stuttan tíma eða nokkur ár meðan þörfin og orkan er mest. Þannig ætti að vera möguleiki að eignast fyrir útborgun en þá má skattkerfið ekki vera þannig að hvatinn fyrir aukavinnunni hverfi.

Ef skattkerfið dregur úr vilja fólks í að vinna meira þá leita menn einfaldlega annarra leiða og taka við „svörtum“ greiðslum. Þess vegna þarf að lækka skatta og meira mun samt sem áður koma í ríkiskassann.  Allir hagnast!

Vonandi mun áframhaldandi stöðuleiki verða til þess að vextir á Íslandi verði sambærilegir því sem gerist annarstaðar meðal siðaðra þjóða.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

1236824_10151779338627900_626471364_n
Leikfelag_Kopavogs
Unknown-1-copy-2
image-1
Rafbíll
morris
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð í Kópavogi.
Kóparokk
Yfirlitsmynd-1