Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum verður með áhugaverða erindaröð á aðalsafni Bókasafns Kópavogs í apríl, um leið og samkomutakmarkanir rýmka, þar sem farið verður yfir sáningu og ræktun krydd- og matjurta og orsakir og afleiðingar myglusveppa. Þá mun Steinn segja frá algengum íslenskum og erlendum drykkjar- og lækningajurtum.
Fyrirlestrarnir fara fram í fjölnotasal safnsins en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Bókasafns Kópavogs sem og Facebook síðu safnsins.