Lagt til að hækka laun bæjarfulltrúa

kfrettir_200x200Vefritið Kjarninn greinir frá því að lögð hefur verið fram tillaga í forsætisnefnd Kópavogs um að starfshlutfall bæjarfulltrúa í Kópavogi verði hækkað úr 27 prósent í 100 prósent af þingfarakaupi. Það þýðir að laun bæjarfulltrúa fara úr 170 þúsund krónum á mánuði í 630 þúsund krónur á mánuði. Samanlagður aukinn launakostnaður vegna þessarar hækkunar er rúmlega fimm milljónir króna á mánuði, eða um 61 milljón króna á ári. Breytingin á að taka gildi um næstu áramót, samkvæmt tillögunni sem Kjarninn hefur undir höndum og vísar í tölvupóst frá Ómari Stefánssyni, oddvita Framsóknarflokksins.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, leggst alfarið gegn tillögunni.

Uppfært:

Samkvæmt tillögu Ómars er lagt til að starfshlutfall bæjarfulltrúa verði 100% Ekki er tekið fram hver launasetning eigi að vera. Miða eigi við almennt við þingfararkaup og að hægt verði að miða við laun annarra starfsgreina jafnvel við kennaralaun.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,