Vefritið Kjarninn greinir frá því að lögð hefur verið fram tillaga í forsætisnefnd Kópavogs um að starfshlutfall bæjarfulltrúa í Kópavogi verði hækkað úr 27 prósent í 100 prósent af þingfarakaupi. Það þýðir að laun bæjarfulltrúa fara úr 170 þúsund krónum á mánuði í 630 þúsund krónur á mánuði. Samanlagður aukinn launakostnaður vegna þessarar hækkunar er rúmlega fimm milljónir króna á mánuði, eða um 61 milljón króna á ári. Breytingin á að taka gildi um næstu áramót, samkvæmt tillögunni sem Kjarninn hefur undir höndum og vísar í tölvupóst frá Ómari Stefánssyni, oddvita Framsóknarflokksins.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, leggst alfarið gegn tillögunni.
Uppfært:
Samkvæmt tillögu Ómars er lagt til að starfshlutfall bæjarfulltrúa verði 100% Ekki er tekið fram hver launasetning eigi að vera. Miða eigi við almennt við þingfararkaup og að hægt verði að miða við laun annarra starfsgreina jafnvel við kennaralaun.
Facebook
Instagram
YouTube
RSS