Landsdómsmálið teygir anga sína til Kópavogs

Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, studdi ákæru Alþingis gegn Geir H. Haarde. Fullyrt er að það komi í bakið á honum nú þegar mynda á meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn Kópavogs.
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna.

Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, studdi með atkvæði sínu á Alþingi, í september árið 2010, að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, fyrir Landsdóm.

Í fjölmörgum samtölum Kópavogsfrétta við sjálfstæðismenn í dag er þetta sögð vera aðal ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn, með Ármann Kr. Ólafsson í broddi fylkingar, vildi í raun ekki efna til meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn í Kópavogi þrátt fyrir handsalað loforð þar um. Ármann er sagður hafa verið mikill stuðningsmaður Geirs H. Haarde.

Sjálfstæðisflokkurinn á nú í viðræðum við Bjarta framtíð um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs.

Landsdómsmálið er geymt en ekki gleymt hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins. Fyrirsögn á bloggi Halldórs Jónssonar í dag er: „Gjald fyrir Geir:“

H. Haarde kemur fram þó seint sé. Birkir Jón og Ólafur Þór munu hafa staðið að því að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm.

Slíkt gleymist ekki svo auðveldlega þegar kemur að því að tala um meirihlutamyndanir í Kópavogi.

Allt hefur sinn tíma. Það ræður hugsanlega einhverju í hugum manna þó síðar sé hvernig fyrri gerðir manna hafa verið í pólitík.

Allar gjafir þiggja laun. Það er hugsanlega að koma gjald fyrir Geir í Kópavogi þó seint sé.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér