Landsdómsmálið teygir anga sína til Kópavogs

Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, studdi ákæru Alþingis gegn Geir H. Haarde. Fullyrt er að það komi í bakið á honum nú þegar mynda á meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn Kópavogs.
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, studdi ákæru Alþingis gegn Geir H. Haarde. Fullyrt er að það komi í bakið á honum nú þegar mynda á meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn Kópavogs.
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna.

Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, studdi með atkvæði sínu á Alþingi, í september árið 2010, að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, fyrir Landsdóm.

Í fjölmörgum samtölum Kópavogsfrétta við sjálfstæðismenn í dag er þetta sögð vera aðal ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn, með Ármann Kr. Ólafsson í broddi fylkingar, vildi í raun ekki efna til meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn í Kópavogi þrátt fyrir handsalað loforð þar um. Ármann er sagður hafa verið mikill stuðningsmaður Geirs H. Haarde.

Sjálfstæðisflokkurinn á nú í viðræðum við Bjarta framtíð um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs.

Landsdómsmálið er geymt en ekki gleymt hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins. Fyrirsögn á bloggi Halldórs Jónssonar í dag er: „Gjald fyrir Geir:“

H. Haarde kemur fram þó seint sé. Birkir Jón og Ólafur Þór munu hafa staðið að því að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm.

Slíkt gleymist ekki svo auðveldlega þegar kemur að því að tala um meirihlutamyndanir í Kópavogi.

Allt hefur sinn tíma. Það ræður hugsanlega einhverju í hugum manna þó síðar sé hvernig fyrri gerðir manna hafa verið í pólitík.

Allar gjafir þiggja laun. Það er hugsanlega að koma gjald fyrir Geir í Kópavogi þó seint sé.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Fannborg 7-9
Vináttuganga í Kópavogi
SemaErla
IMG_2506[59]
File0809
molinn
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Ólympíudagurinn 23. júní 2014 010
kfrettir_200x200