Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, studdi með atkvæði sínu á Alþingi, í september árið 2010, að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, fyrir Landsdóm.
Í fjölmörgum samtölum Kópavogsfrétta við sjálfstæðismenn í dag er þetta sögð vera aðal ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn, með Ármann Kr. Ólafsson í broddi fylkingar, vildi í raun ekki efna til meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn í Kópavogi þrátt fyrir handsalað loforð þar um. Ármann er sagður hafa verið mikill stuðningsmaður Geirs H. Haarde.
Sjálfstæðisflokkurinn á nú í viðræðum við Bjarta framtíð um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs.
Landsdómsmálið er geymt en ekki gleymt hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins. Fyrirsögn á bloggi Halldórs Jónssonar í dag er: „Gjald fyrir Geir:“
H. Haarde kemur fram þó seint sé. Birkir Jón og Ólafur Þór munu hafa staðið að því að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm.
Slíkt gleymist ekki svo auðveldlega þegar kemur að því að tala um meirihlutamyndanir í Kópavogi.
Allt hefur sinn tíma. Það ræður hugsanlega einhverju í hugum manna þó síðar sé hvernig fyrri gerðir manna hafa verið í pólitík.
Allar gjafir þiggja laun. Það er hugsanlega að koma gjald fyrir Geir í Kópavogi þó seint sé.