Landsdómsmálið teygir anga sína til Kópavogs

Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, studdi ákæru Alþingis gegn Geir H. Haarde. Fullyrt er að það komi í bakið á honum nú þegar mynda á meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn Kópavogs.
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna, studdi ákæru Alþingis gegn Geir H. Haarde. Fullyrt er að það komi í bakið á honum nú þegar mynda á meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í bæjarstjórn Kópavogs.
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarmanna.

Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, studdi með atkvæði sínu á Alþingi, í september árið 2010, að ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, fyrir Landsdóm.

Í fjölmörgum samtölum Kópavogsfrétta við sjálfstæðismenn í dag er þetta sögð vera aðal ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn, með Ármann Kr. Ólafsson í broddi fylkingar, vildi í raun ekki efna til meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn í Kópavogi þrátt fyrir handsalað loforð þar um. Ármann er sagður hafa verið mikill stuðningsmaður Geirs H. Haarde.

Sjálfstæðisflokkurinn á nú í viðræðum við Bjarta framtíð um myndun meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs.

Landsdómsmálið er geymt en ekki gleymt hjá mörgum innan Sjálfstæðisflokksins. Fyrirsögn á bloggi Halldórs Jónssonar í dag er: „Gjald fyrir Geir:“

H. Haarde kemur fram þó seint sé. Birkir Jón og Ólafur Þór munu hafa staðið að því að draga Geir Haarde fyrir Landsdóm.

Slíkt gleymist ekki svo auðveldlega þegar kemur að því að tala um meirihlutamyndanir í Kópavogi.

Allt hefur sinn tíma. Það ræður hugsanlega einhverju í hugum manna þó síðar sé hvernig fyrri gerðir manna hafa verið í pólitík.

Allar gjafir þiggja laun. Það er hugsanlega að koma gjald fyrir Geir í Kópavogi þó seint sé.

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem