Landsmót skólalúðrasveita í Garðabæ, 29. apríl til 1. maí.

Það verður mikið fjör í Garðabæ um næstu helgi þegar 600 börn á aldrinum 8 – 15 ára streyma með hljóðfærin sín í bæinn til að taka þátt í landsmóti skólalúðrasveita. Þátttakendur koma víða að, m.a. frá Akureyri, Fáskrúðsfirði og Vestmannaeyjum og eiga það sameiginlegt að hafa gaman af góðri tónlist og hljóðfæraleik.  Krakkarnir leika meða annars á flautur og túbur, trompeta og básúnur, trommur og saxófóna.

Frá landsmóti árið 2014.
Frá landsmóti árið 2014.

Þegar á mótið er komið er öllum skaranum skipt niður í sex stórar hljómsveitir með 80 til 100 börnum í hverri sveit og að auki er líka sérstök hljómsveit fyrir trommarana. Hver sveit æfir saman nokkur lög yfir helgina undir stjórn reyndra hljómsveitarstjóra og allir leggja sig fram um að ná sem mestum árangri á stuttum tíma. Á milli æfinga er ýmislegt gert til að brjóta upp dagskrána m.a. með því að fara í ratleiki og sund.  Í lok mótsins, klukkan 13 á sunnudaginn, koma svo allar sveitirnar saman í íþróttahúsinu Ásgarði og halda tónleika fyrir gesti og gangandi með lögunum sem búið er að æfa yfir helgina. Þar gefst almenningi kostur á að sjá og heyra fjölmennustu og litríkustu blásarasveitir landsins sýna listir sínar.

Mót sem þessi hafa verið haldin að jafnaði annaðhvert ár síðan árið 1970 og hafa þau alltaf verið einn af hápunktum í starfi skólalúðrasveita landsins. Leikgleðin er alltaf í fyrirrúmi og gengur stundum mikið á þegar verið er að æfa fjörug lög með svona mörgum krökkum en þegar upp er staðið er það gleðin yfir vel unnu verki sem situr eftir.  Á hljómsveitarmóti er ekki keppt í því hver spilar best, eða hraðast eða sterkast heldur er markmiðið alltaf að ná góðri samvinnu allra hljóðfæraleikara og gleðjast yfir árangrinum.

DSC01379

DSCF0099

DSCF0131

hallaB05

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar