Langtímalausnir í stað töfralausna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.

Viðreisn er ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur þor til að breyta hvar sem honum sýnist það geta orðið til framfara. Við höfum sýnt það í verki í störfum okkar í ríkisstjórninni og við sýnum það í öllum okkar pólitísku áherslum. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en allur þorri almennings sem vill búa í frjálsu og fordómalausu samfélagi.

Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. En við viljum staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Hornsteininn að þeim verðmætum leggjum við með fjárfestingu í menntun, rannsóknum og nýsköpun í háskólasamfélaginu. Afrakstrinum verjum við í grunnmenntun, heilbrigðisþjónustu, vegakerfi, fjarskipti, orkudreifingu, löggæslu, menningarstarfsemi og allt það annað sem gerir samfélag okkar samkeppnishæft á alþjóðavísu. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki að henni jafnan aðgang. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá nótum jafnréttis. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta.

Kæru Kópavogsbúar. Við í Viðreisn erum ekki að bjóða upp á neinar töfralausnir fyrir þessar kosningar en við bjóðum upp á lausnir sem virka til langrar framtíðar. Í því felast ýmsar nauðsynlegar kerfisbreytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í og munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag á komandi áratugum. Það sem meira er þá hefur Viðreisn það sem þarf til að leiða sín stefnumál til lykta. Kjarkinn til breyta, reynsluna til að koma málum áfram og gleðina til að missa ekki móðinn þegar á móti blæs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,