Langtímalausnir í stað töfralausna

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.

Viðreisn er ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur þor til að breyta hvar sem honum sýnist það geta orðið til framfara. Við höfum sýnt það í verki í störfum okkar í ríkisstjórninni og við sýnum það í öllum okkar pólitísku áherslum. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við höfum allt að vinna – engu að tapa. Ekkert frekar en allur þorri almennings sem vill búa í frjálsu og fordómalausu samfélagi.

Við erum einlægur velferðarflokkur sem lætur sér annt um þétt riðið öryggisnet og vandaða þjónustu í íslensku samfélagi. En við viljum staðgreiða þann veruleika en ekki taka hann að láni eins og berlega hefur komið í ljós að flokkarnir á vinstri vængnum hyggjast gera. Við viljum sjálfbæra velferð sem grundvallast á öflugri verðmætasköpun atvinnulífsins. Hornsteininn að þeim verðmætum leggjum við með fjárfestingu í menntun, rannsóknum og nýsköpun í háskólasamfélaginu. Afrakstrinum verjum við í grunnmenntun, heilbrigðisþjónustu, vegakerfi, fjarskipti, orkudreifingu, löggæslu, menningarstarfsemi og allt það annað sem gerir samfélag okkar samkeppnishæft á alþjóðavísu. Velferð og vellíðan er hins vegar lítils virði ef við höfum ekki að henni jafnan aðgang. Þess vegna kappkostar Viðreisn að spegla alla sína pólitísku sýn út frá nótum jafnréttis. Við höfum náð miklum árangri í launajafnrétti kynjanna og viljum fylgja honum eftir með því að efna til víðtækrar þjóðarsáttar um bætt kjör kvennastétta.

Kæru Kópavogsbúar. Við í Viðreisn erum ekki að bjóða upp á neinar töfralausnir fyrir þessar kosningar en við bjóðum upp á lausnir sem virka til langrar framtíðar. Í því felast ýmsar nauðsynlegar kerfisbreytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í og munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag á komandi áratugum. Það sem meira er þá hefur Viðreisn það sem þarf til að leiða sín stefnumál til lykta. Kjarkinn til breyta, reynsluna til að koma málum áfram og gleðina til að missa ekki móðinn þegar á móti blæs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Birkir-Jon-Jonsson
Hilla af skyrdollum
Fræðsluganga
Sigurbj2019_vef
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Sumarvinna2015_2
Menningarhús Kópavogs
Vgogfelagshyggjufolk
AnnaKlara_1