Betra að búa í Kópavogi: Lánshæfismat hækkar og bjartsýni í rekstrinum eykst.

Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs.
Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs.

Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, segir sígandi lukku vera besta en ljóst er að aðhaldsaðgerðir og hagræðingar síðustu ára séu nú farnar að skila sér.  Íslenska lánshæfismatsfyrirtækið Reitun ehf. hækkaði nýverið lánshæfismat Kópavogsbæjar úr B í B+ með stöðugum horfum.  Kópavogsbær er sagður hafa unnið vel úr afleiðingum efnahagshrunsins og að rekstrarframlegð hafi batnað verulega.  „Afborganir lána á næstu árum eru mun lægri en í ár og ætti að vera hægt að fjármagna þær að stórum hluta með veltufé frá rekstri,“ segir í niðurstöðunum frá Reitun.  Útlit er fyrir að 150% skuldahlutfall bæjarins muni nást árið 2017, einu ári fyrr en áætlun hafði áður gert ráð fyrir.

Aðhaldsaðgerðir að skila sér

„Við þurftum að taka fast á rekstri bæjarins og draga úr umsvifum eftir hrun þar sem Kópavogur stóð við allar skuldbindingar sínar þegar lóðum var skilað inn.  Þessar verðmætu lóðir eru nú aftur farnar að ganga út og það ásamt sterkari rekstri hjálpar okkur að vinda ofan af skuldastöðunni,“ segir Ingólfur.  Fjárfestingar eru farnar að aukast á ný og lóðum við meðal annars Kópavogstún og á Rjúpnahæð hefur aftur verið úthlutað.  „Það var búið að byggja mikið upp á árunum fyrir hrun.  Allir innviðir til vaxtar eru til staðar; skólar, íþróttahús, leiksólar og önnur mannvirki.  Hér er allt til staðar fyrir uppbyggingu,“ segir Ingólfur.

-Hvernig eru framtíðarhorfur í rekstri bæjarins?

„Horfurnar eru góðar og það ríkir bjartsýni í Kópavogi,“ segir Ingólfur.  „Við teljum þó að sígandi lukka sé best enda erum við mjög tengd ytra umhverfi efnahagslífsins.  Ef það þróast í jákvæða átt þá finnum við strax fyrir því,“ segir Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn