Betra að búa í Kópavogi: Lánshæfismat hækkar og bjartsýni í rekstrinum eykst.

Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs.
Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs.

Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs, segir sígandi lukku vera besta en ljóst er að aðhaldsaðgerðir og hagræðingar síðustu ára séu nú farnar að skila sér.  Íslenska lánshæfismatsfyrirtækið Reitun ehf. hækkaði nýverið lánshæfismat Kópavogsbæjar úr B í B+ með stöðugum horfum.  Kópavogsbær er sagður hafa unnið vel úr afleiðingum efnahagshrunsins og að rekstrarframlegð hafi batnað verulega.  „Afborganir lána á næstu árum eru mun lægri en í ár og ætti að vera hægt að fjármagna þær að stórum hluta með veltufé frá rekstri,“ segir í niðurstöðunum frá Reitun.  Útlit er fyrir að 150% skuldahlutfall bæjarins muni nást árið 2017, einu ári fyrr en áætlun hafði áður gert ráð fyrir.

Aðhaldsaðgerðir að skila sér

„Við þurftum að taka fast á rekstri bæjarins og draga úr umsvifum eftir hrun þar sem Kópavogur stóð við allar skuldbindingar sínar þegar lóðum var skilað inn.  Þessar verðmætu lóðir eru nú aftur farnar að ganga út og það ásamt sterkari rekstri hjálpar okkur að vinda ofan af skuldastöðunni,“ segir Ingólfur.  Fjárfestingar eru farnar að aukast á ný og lóðum við meðal annars Kópavogstún og á Rjúpnahæð hefur aftur verið úthlutað.  „Það var búið að byggja mikið upp á árunum fyrir hrun.  Allir innviðir til vaxtar eru til staðar; skólar, íþróttahús, leiksólar og önnur mannvirki.  Hér er allt til staðar fyrir uppbyggingu,“ segir Ingólfur.

-Hvernig eru framtíðarhorfur í rekstri bæjarins?

„Horfurnar eru góðar og það ríkir bjartsýni í Kópavogi,“ segir Ingólfur.  „Við teljum þó að sígandi lukka sé best enda erum við mjög tengd ytra umhverfi efnahagslífsins.  Ef það þróast í jákvæða átt þá finnum við strax fyrir því,“ segir Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

gerdarsafn1
Bláfáni2015_1
WP_20141010_10_58_21_Pro__highres
Sumarverkefni_1
Screenshot-2022-02-12-at-10.53.45
Guðmundur Geirdal.
Kveikjumneistann2024_1
raudikrossinn
Bæjarstjórn2014