Lánshæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ með stöðugum horfum

Lánshæfismat Kópavogsbæjar er B+ með stöðugum horfum, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. og er því óbreytt frá því í júní þegar einkunnin var hækkuð úr B í B+. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og hafa áætlanir staðist,“ segir í þessu nýja mati Reitunar. Það hefur verið sent Kauphöll Íslands.

Kópavogsbær er áfram með B+
Kópavogsbær er áfram með B+  Mynd: kopavogur.is

Í niðurstöðum Reitunar er tekið fram að gengisáhætta Kópavogsbæjar sé nú hverfandi. Aðeins um 1,5% skulda eru nú í erlendum myntum. „Stjórnendur hafa sýnt fram á áframhaldandi getu og vilja til að fylgja eftir markmiðum sem sett voru á árinu 2010. Horfur í efnahagsmálum eru sveitarfélaginu hagfelldar. Lóðaúthlun gengur vel en það sem af er ári er bókfært úthlutunarverðmæti lóða um 800 – 900 milljónir króna,“ segir í niðurstöðum Reitunar.

Bent er á að í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2015 til 2017, sem nú er til meðferðar í bæjarstjórn, sé ráðgert að rekstrarniðurstaða verði jákvæð á tímabilinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 642 milljónir króna og að hann eigi síðan eftir að aukast árin þar á eftir. Miðað er við að hann verði rúmar 1.572 milljónir króna árið 2017.

Einnig segir í rökstuðningi Reitunar að þróun á fasteignamarkaði virðist vera öðruvísi í Kópavogi en víða annars staðar. Fasteignaverð hafi hækkað meira í bænum en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og að vel hafi gengið að úthluta lóðum. „Aukin íbúðafjárfesting er mikilvæg fyrir Kópavogsbæ þar sem bærinn á enn mikinn fjölda lóða til úthlutunar. Gangi lóðasala eftir vænkast staða bæjarins og hefði það jákvæð áhrif á lánshæfi.“

Kópavogsbær gerði samning við fyrirtækið Reitun fyrir þremur árum um greiningu og mat á lánshæfi sveitarfélagsins gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Kópavogur var fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning. Reitun er dótturfélag IFS greiningar og var stofnað árið 2010.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Vinabyggd1
Arnþór Sigurðsson
IMG_9182
562174_280722535341852_501147523_n
img_3681
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
Þríþraut verðlaun
Leikfelag_Kopavogs
Pétur Hrafn Sigurðsson