Lánshæfismat Kópavogsbæjar er áfram B+ með stöðugum horfum

Lánshæfismat Kópavogsbæjar er B+ með stöðugum horfum, að mati íslenska lánshæfismatsfyrirtækisins Reitunar ehf. og er því óbreytt frá því í júní þegar einkunnin var hækkuð úr B í B+. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. „Vel hefur gengið að greiða niður skuldir og hafa áætlanir staðist,“ segir í þessu nýja mati Reitunar. Það hefur verið sent Kauphöll Íslands.

Kópavogsbær er áfram með B+
Kópavogsbær er áfram með B+  Mynd: kopavogur.is

Í niðurstöðum Reitunar er tekið fram að gengisáhætta Kópavogsbæjar sé nú hverfandi. Aðeins um 1,5% skulda eru nú í erlendum myntum. „Stjórnendur hafa sýnt fram á áframhaldandi getu og vilja til að fylgja eftir markmiðum sem sett voru á árinu 2010. Horfur í efnahagsmálum eru sveitarfélaginu hagfelldar. Lóðaúthlun gengur vel en það sem af er ári er bókfært úthlutunarverðmæti lóða um 800 – 900 milljónir króna,“ segir í niðurstöðum Reitunar.

Bent er á að í tillögu að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2015 til 2017, sem nú er til meðferðar í bæjarstjórn, sé ráðgert að rekstrarniðurstaða verði jákvæð á tímabilinu. Á næsta ári er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 642 milljónir króna og að hann eigi síðan eftir að aukast árin þar á eftir. Miðað er við að hann verði rúmar 1.572 milljónir króna árið 2017.

Einnig segir í rökstuðningi Reitunar að þróun á fasteignamarkaði virðist vera öðruvísi í Kópavogi en víða annars staðar. Fasteignaverð hafi hækkað meira í bænum en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og að vel hafi gengið að úthluta lóðum. „Aukin íbúðafjárfesting er mikilvæg fyrir Kópavogsbæ þar sem bærinn á enn mikinn fjölda lóða til úthlutunar. Gangi lóðasala eftir vænkast staða bæjarins og hefði það jákvæð áhrif á lánshæfi.“

Kópavogsbær gerði samning við fyrirtækið Reitun fyrir þremur árum um greiningu og mat á lánshæfi sveitarfélagsins gagnvart fjárfestum á skuldabréfamarkaði. Kópavogur var fyrsta sveitarfélagið til að gera slíkan samning. Reitun er dótturfélag IFS greiningar og var stofnað árið 2010.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn