Lánshæfismat Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar vegna ákvörðunar í bæjarstjórn um kaup á félagslegum íbúðum

Vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs þann 14. janúar síðast liðinn um kaup á 30 – 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa hefur Reitun breytt horfum lánshæfismats Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar. Lánshæfismat er að svo stöddu óbreytt í B+, segir í skýrslu frá Reitun. Tilkynning um þetta hefur verið birt í Kauphöllinni.

kopavogur_bordfani_CMYK_300dpi

Í júlí 2013 hækkaði Reitun lánshæfismat Kópavogs úr B í B+ með stöðugum horfum. Í rökstuðningi var bent á að Kópavogur hafi fylgt vel eftir áætlunum um lækkun skulda og náð góðum tökum á fjármálastjórn sveitarfélagsins. Mat Reitunar á stöðugleika og fyrirsjáanleika höfðu einnig jákvæð áhrif á lánshæfi bæjarins.

Með samþykki bæjarstjórnar er vikið frá nýsamþykktri fjárhagsáætlun bæjarins og fyrirhugaðar fjárfestingar auknar umtalsvert. Slíkar breytingar kalla að öllu jöfnu á endurskoðun á lánshæfismati og kemur fram í uppfærslu lánshæfismats frá því í október 2013 að útgjöld og fjárfestingar umfram áætlun myndu hafa neikvæð áhrif á matið. Ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefa einnig vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist, segir í skýrslu frá Reitun.

Áætlaður kostnaður fyrirhugaðra framkvæmda eru 3 milljarðar króna. Verði ráðist í framkvæmdirnar munu skuldir og þar með skuldahlutfall bæjarins aukast um 7-9%.  Áætlað skuldahlutfall í árslok 2013 var 206%.  Verði ráðist í framkvæmdirnar mun lánshæfi Kópavogs versna vegna aukinnar skuldsetningar í viðkvæmri stöðu, óstöðugleika og minni fyrirsjáanleika, segir í skýrslu frá Reitun.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,