Lánshæfismat Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar vegna ákvörðunar í bæjarstjórn um kaup á félagslegum íbúðum

Vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs þann 14. janúar síðast liðinn um kaup á 30 – 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa hefur Reitun breytt horfum lánshæfismats Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar. Lánshæfismat er að svo stöddu óbreytt í B+, segir í skýrslu frá Reitun. Tilkynning um þetta hefur verið birt í Kauphöllinni.

kopavogur_bordfani_CMYK_300dpi

Í júlí 2013 hækkaði Reitun lánshæfismat Kópavogs úr B í B+ með stöðugum horfum. Í rökstuðningi var bent á að Kópavogur hafi fylgt vel eftir áætlunum um lækkun skulda og náð góðum tökum á fjármálastjórn sveitarfélagsins. Mat Reitunar á stöðugleika og fyrirsjáanleika höfðu einnig jákvæð áhrif á lánshæfi bæjarins.

Með samþykki bæjarstjórnar er vikið frá nýsamþykktri fjárhagsáætlun bæjarins og fyrirhugaðar fjárfestingar auknar umtalsvert. Slíkar breytingar kalla að öllu jöfnu á endurskoðun á lánshæfismati og kemur fram í uppfærslu lánshæfismats frá því í október 2013 að útgjöld og fjárfestingar umfram áætlun myndu hafa neikvæð áhrif á matið. Ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefa einnig vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist, segir í skýrslu frá Reitun.

Áætlaður kostnaður fyrirhugaðra framkvæmda eru 3 milljarðar króna. Verði ráðist í framkvæmdirnar munu skuldir og þar með skuldahlutfall bæjarins aukast um 7-9%.  Áætlað skuldahlutfall í árslok 2013 var 206%.  Verði ráðist í framkvæmdirnar mun lánshæfi Kópavogs versna vegna aukinnar skuldsetningar í viðkvæmri stöðu, óstöðugleika og minni fyrirsjáanleika, segir í skýrslu frá Reitun.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór