Lánshæfismat Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar vegna ákvörðunar í bæjarstjórn um kaup á félagslegum íbúðum

Vegna ákvörðunar bæjarstjórnar Kópavogs þann 14. janúar síðast liðinn um kaup á 30 – 40 íbúðum og byggingu tveggja fjölbýlishúsa hefur Reitun breytt horfum lánshæfismats Kópavogs úr stöðugum í neikvæðar. Lánshæfismat er að svo stöddu óbreytt í B+, segir í skýrslu frá Reitun. Tilkynning um þetta hefur verið birt í Kauphöllinni.

kopavogur_bordfani_CMYK_300dpi

Í júlí 2013 hækkaði Reitun lánshæfismat Kópavogs úr B í B+ með stöðugum horfum. Í rökstuðningi var bent á að Kópavogur hafi fylgt vel eftir áætlunum um lækkun skulda og náð góðum tökum á fjármálastjórn sveitarfélagsins. Mat Reitunar á stöðugleika og fyrirsjáanleika höfðu einnig jákvæð áhrif á lánshæfi bæjarins.

Með samþykki bæjarstjórnar er vikið frá nýsamþykktri fjárhagsáætlun bæjarins og fyrirhugaðar fjárfestingar auknar umtalsvert. Slíkar breytingar kalla að öllu jöfnu á endurskoðun á lánshæfismati og kemur fram í uppfærslu lánshæfismats frá því í október 2013 að útgjöld og fjárfestingar umfram áætlun myndu hafa neikvæð áhrif á matið. Ákvarðanir um að víkja skyndilega og án undirbúnings frá fjárhagsáætlunum gefa einnig vísbendingar um að fjármálastjórn sveitarfélagsins sé ekki jafn stöðug og áður virtist, segir í skýrslu frá Reitun.

Áætlaður kostnaður fyrirhugaðra framkvæmda eru 3 milljarðar króna. Verði ráðist í framkvæmdirnar munu skuldir og þar með skuldahlutfall bæjarins aukast um 7-9%.  Áætlað skuldahlutfall í árslok 2013 var 206%.  Verði ráðist í framkvæmdirnar mun lánshæfi Kópavogs versna vegna aukinnar skuldsetningar í viðkvæmri stöðu, óstöðugleika og minni fyrirsjáanleika, segir í skýrslu frá Reitun.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar