Lárus Axel býður sig fram í fjórða sæti á lista Sjálfstæðislfokksins í Kópavogi

Lárus Axel Sigurjónsson
Lárus Axel Sigurjónsson

Kæru félagar og vinir

Það er mjög mikilvægt að við stöndum saman og komum fram sem ein heild.  Við þurfum að skapa lista í komandi kosningum sem er trúverðugur.  Ég óska eftir að vera þátttakandi í að mynda þann samhljóm sem þarf til að vinnu traust félagsmanna, bæjarbúa og tilvonandi félagsmanna.

Ég undirritaður, Lárus Axel Sigurjónsson óska eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi. Ég tel það vera okkur öllum í HAG að vera með góðan bæjarBRAG.

Ég er uppalinn í Kópavogi og er fæddur 17. nóvember 1976.  Kópavogsbúi er ég í húð og hár.  Miklar breytingar og hraður uppvöxtur hefur verið í bænum undanfarin ár og finnst mér skilda mín sem heimamaður að taka þàtt í að gera góðan bæ, betri.  Eftir að ég stofnaði fjölskyldu og börnin mín byrjuðu í leik- og grunnskóla, fannst mér mjög mikilvægt að vera virkur í foreldrastarfinu.  Að fá að vera þátttakandi í að byggja upp gott skólasamfélag sem skilar sér í gott umhverfi, ekki bara fyrir fjölskylduna, heldur líka fyrir starfsfólkið.  Á þessum tíma var ég í stöðu formanns og gjaldkera í leikskólanum og grunnskólanum.
Til þess að miðla minni reynslu sem foreldri, áhugamaður um bætt umhverfi og Kópavogsbúi, fannst mér nauðsynlegt að taka fyrsta skrefið og skráði mig í Sjálfstæðisfélagið fyrir fjórum árum.

Mitt markmið er að efla samskipti, kanna boðleiðir innan félagsins og auðvitað taka þátt í að efla bæinn, gera hann betri og að vera til staðar fyrir bæjarbúa.  Ég var kosinn í stjórn Sjálfstæðisfélagsins fyrir 3 árum síðan sem hefur verið mjög lærdómsríkt. Nú finnst mér tími til að taka næsta skref.

Ég byrjaði mína skólagöngu í Snælandsskóla og skellti mér strax í Menntaskólann í Kópavogi eftir skólaskylduna.  Eftir þrjú ár í MK fór ég í Iðnskólann í Reykjavík og kláraði rafvirkjun og vann við það í nokkur ár.  Eftir nokkur góð ár sem rafvirki ákvað ég að skipta um vinnu og hóf störf hjá Johan Rönning sem sölumaður rafbúnaðar.  Með þeirri vinnu sótti ég fjarnám frá Háskólanum á Bifröst og kláraði diplómanám í verslunarstjórnun.

Ég hef komið víða við á vinnumarkaðnum. Ég starfaði lengi vel hjá fjölskyldufyrirtæki sem hét Nesti hf. Eftir að fjölskyldan seldi fyrirtækið þá var mín sumarvinna rútuakstur samhliða námi og aukastarf hjá ÍTK (íþrótta- og tómstundaráði Kópavogs) í unglingastarfi. Eins og ég nefndi hér að ofan starfaði ég sem sölumaður hjá Johan Rönning og var þar í 10 ár.  Núna starfa ég sem eftirlitsfulltrúi þjónustu- og gæðamála hjá Strætó bs.

Kæru félagar, ég óska eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þann 8. febrúar nk.

Með þökk og vinsemd,

Lárus Axel Sigurjónsson

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

lk_newlogolarge
Torgid-Logo-1
Helga Hauksdóttir
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð í Kópavogi
Screen Shot 2015-02-04 at 17.42.56
IMG_5885
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð í Kópavogi.
Kínahofið
menningarstyrkir