Lárus Axel býður sig fram í fjórða sæti á lista Sjálfstæðislfokksins í Kópavogi

Lárus Axel Sigurjónsson
Lárus Axel Sigurjónsson

Kæru félagar og vinir

Það er mjög mikilvægt að við stöndum saman og komum fram sem ein heild.  Við þurfum að skapa lista í komandi kosningum sem er trúverðugur.  Ég óska eftir að vera þátttakandi í að mynda þann samhljóm sem þarf til að vinnu traust félagsmanna, bæjarbúa og tilvonandi félagsmanna.

Ég undirritaður, Lárus Axel Sigurjónsson óska eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi. Ég tel það vera okkur öllum í HAG að vera með góðan bæjarBRAG.

Ég er uppalinn í Kópavogi og er fæddur 17. nóvember 1976.  Kópavogsbúi er ég í húð og hár.  Miklar breytingar og hraður uppvöxtur hefur verið í bænum undanfarin ár og finnst mér skilda mín sem heimamaður að taka þàtt í að gera góðan bæ, betri.  Eftir að ég stofnaði fjölskyldu og börnin mín byrjuðu í leik- og grunnskóla, fannst mér mjög mikilvægt að vera virkur í foreldrastarfinu.  Að fá að vera þátttakandi í að byggja upp gott skólasamfélag sem skilar sér í gott umhverfi, ekki bara fyrir fjölskylduna, heldur líka fyrir starfsfólkið.  Á þessum tíma var ég í stöðu formanns og gjaldkera í leikskólanum og grunnskólanum.
Til þess að miðla minni reynslu sem foreldri, áhugamaður um bætt umhverfi og Kópavogsbúi, fannst mér nauðsynlegt að taka fyrsta skrefið og skráði mig í Sjálfstæðisfélagið fyrir fjórum árum.

Mitt markmið er að efla samskipti, kanna boðleiðir innan félagsins og auðvitað taka þátt í að efla bæinn, gera hann betri og að vera til staðar fyrir bæjarbúa.  Ég var kosinn í stjórn Sjálfstæðisfélagsins fyrir 3 árum síðan sem hefur verið mjög lærdómsríkt. Nú finnst mér tími til að taka næsta skref.

Ég byrjaði mína skólagöngu í Snælandsskóla og skellti mér strax í Menntaskólann í Kópavogi eftir skólaskylduna.  Eftir þrjú ár í MK fór ég í Iðnskólann í Reykjavík og kláraði rafvirkjun og vann við það í nokkur ár.  Eftir nokkur góð ár sem rafvirki ákvað ég að skipta um vinnu og hóf störf hjá Johan Rönning sem sölumaður rafbúnaðar.  Með þeirri vinnu sótti ég fjarnám frá Háskólanum á Bifröst og kláraði diplómanám í verslunarstjórnun.

Ég hef komið víða við á vinnumarkaðnum. Ég starfaði lengi vel hjá fjölskyldufyrirtæki sem hét Nesti hf. Eftir að fjölskyldan seldi fyrirtækið þá var mín sumarvinna rútuakstur samhliða námi og aukastarf hjá ÍTK (íþrótta- og tómstundaráði Kópavogs) í unglingastarfi. Eins og ég nefndi hér að ofan starfaði ég sem sölumaður hjá Johan Rönning og var þar í 10 ár.  Núna starfa ég sem eftirlitsfulltrúi þjónustu- og gæðamála hjá Strætó bs.

Kæru félagar, ég óska eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélagsins í Kópavogi þann 8. febrúar nk.

Með þökk og vinsemd,

Lárus Axel Sigurjónsson

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn