Látum okkur líða vel í vinnunni

Una María Óskarsdóttir er uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í kosningum til Alþingis, 28. október
Una María Óskarsdóttir er uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í kosningum til Alþingis, 28. október

Kæru Kópavogsbúar.
Það er áhugavert að vera í stöðu til að bæta samfélagið. Ég vill leggja mitt að mörkum til þess og hef tekið 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, en Skagfirðingurinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra skipar 1. sæti.

Ég ætla ásamt Miðflokknum að halda áfram með lýðheilsustefnuna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór af stað með 2014, þegar hann stofnaði ráðherranefnd um lýðheilsu. Eftir því var tekið m.a. hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, enda geta áhrif stjórnvalda á heilsu og líðan almennings verið mikil og þeim ber að vinna að félagslegu réttlæti, heilsu og hamingju fólks.

Stefnan var samþykkt og í henni eru veigamiklar aðgerðir til að bæta lýðheilsu landsmanna. Hjá Embætti Landlæknis starfar öflugt teymi á sviði áhrifaþátta heilbrigðis þar sem m.a. er unnið að heilsueflandi leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Miðflokkurinn vill efla þetta starf enn frekar og ætlar að gera allt Ísland að heilsueflandi samfélagi, samfélagi þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi við alla stefnumörkun og ákvarðanatöku. Öll sveitarfélög, leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og vinnustaðir verði heilsueflandi samfélög. Í því felst að mótaðar verði lýðheilsustefnur og framkvæmdaáætlanir á öllum  þessum stöðum, þannig að Ísland allt verði heilsueflandi samfélag.

Heilsa starfsmanna hefur án efa áhrif á líðan, afköst, fjarvistir frá vinnu og framþróun á vinnustað. Fólki þarf að líða vel í vinnunni. Það væri því ráð að hér á landi verði sett sérstök lög um lýðheilsu til þess að tryggja mikilvægi þess að t.d. allir vinnustaðir setji sér lýðheilsustefnu og framkvæmdaáætlun og skapi þar með lýðheilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sína.

Síðast en ekki síst er mikilvægt að almenningur verði meðvitaður um ábyrgð á eigin heilsu því við sjálf getum gert svo margt til að láta okkur líða vel.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að