Látum okkur líða vel í vinnunni

Una María Óskarsdóttir er uppeldis-, menntunar- og lýðheilsufræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í kosningum til Alþingis, 28. október

Kæru Kópavogsbúar.
Það er áhugavert að vera í stöðu til að bæta samfélagið. Ég vill leggja mitt að mörkum til þess og hef tekið 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, en Skagfirðingurinn Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra skipar 1. sæti.

Ég ætla ásamt Miðflokknum að halda áfram með lýðheilsustefnuna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór af stað með 2014, þegar hann stofnaði ráðherranefnd um lýðheilsu. Eftir því var tekið m.a. hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, enda geta áhrif stjórnvalda á heilsu og líðan almennings verið mikil og þeim ber að vinna að félagslegu réttlæti, heilsu og hamingju fólks.

Stefnan var samþykkt og í henni eru veigamiklar aðgerðir til að bæta lýðheilsu landsmanna. Hjá Embætti Landlæknis starfar öflugt teymi á sviði áhrifaþátta heilbrigðis þar sem m.a. er unnið að heilsueflandi leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Miðflokkurinn vill efla þetta starf enn frekar og ætlar að gera allt Ísland að heilsueflandi samfélagi, samfélagi þar sem heilsa og vellíðan allra íbúa er höfð í fyrirrúmi við alla stefnumörkun og ákvarðanatöku. Öll sveitarfélög, leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og vinnustaðir verði heilsueflandi samfélög. Í því felst að mótaðar verði lýðheilsustefnur og framkvæmdaáætlanir á öllum  þessum stöðum, þannig að Ísland allt verði heilsueflandi samfélag.

Heilsa starfsmanna hefur án efa áhrif á líðan, afköst, fjarvistir frá vinnu og framþróun á vinnustað. Fólki þarf að líða vel í vinnunni. Það væri því ráð að hér á landi verði sett sérstök lög um lýðheilsu til þess að tryggja mikilvægi þess að t.d. allir vinnustaðir setji sér lýðheilsustefnu og framkvæmdaáætlun og skapi þar með lýðheilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sína.

Síðast en ekki síst er mikilvægt að almenningur verði meðvitaður um ábyrgð á eigin heilsu því við sjálf getum gert svo margt til að láta okkur líða vel.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn